Andlegt anarkí í Tjarnarbíói Ólöf Skaftadóttir skrifar 9. febrúar 2015 17:05 Gunný Ísis Magnúsdóttir Vísir/GVA ,,Ég fíla svo vel þetta andlega anarkí sem ríkir í svitahofinu,” segir Gunný Ísis Magnúsdóttir, nemi í þjóðfræði, sem frumsýnir sína fyrstu heimildamynd Svitahof, í Tjarnarbíói annað kvöld klukkan níu. ,,Svitahof er ný íslensk heimildarmynd um svokölluð svitahof, eða sweat lodge á ensku, og þá menningu sem myndast hefur í kringum hofið,” segir Gunný, en kvikmyndin er hluti lokaverkefnis Gunnýjar í mastersnámi sínu. Ítarlegt viðtal við Gunný var í helgarblaði Fréttablaðsins seint á síðasta ári. Gunný hefur síðastliðin þrjú ár unnið við gerð heimildarmyndarinnar ásamt tökumanninum Jóni Má Gunnarssyni. Gunný hefur lagt áherslu í námi sínu í þjóðfræði að rannsaka jaðarmenningu, með tilliti til valds og menningar í grasrótarmenningu. Svitahofið er ein birtingarmynd grasrótarmenningar og hefur verið stundað hér á landi í um það bil þrjátíu ár. Hópurinn sem stundar svett, eins og það er gjarnan kallað, fer vaxandi og verður sífellt fjölbreyttari. Gunný hefur sjálf lengi stundað svitahofið, en þetta er hennar fyrsta heimildamynd. Svitahofið hefur uppruna sinn í menningu Indjána Norður-Ameríku. Á Íslandi hefur svitahofið verið stundað í um það bil 30 ár og fer sá hópur sem sækir í svitahofið sífellt vaxandi. Tilgangurinn með svitahofinu er að hreinsa anda og líkama í tengslum við náttúrukraftana og endurfæðast á táknrænan hátt. Í kvikmyndinni er athöfninni fylgt eftir og viðtöl við aðilla sem hafa stundað svitahofið hér á landi og erlendis í fjölda ára Menning Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
,,Ég fíla svo vel þetta andlega anarkí sem ríkir í svitahofinu,” segir Gunný Ísis Magnúsdóttir, nemi í þjóðfræði, sem frumsýnir sína fyrstu heimildamynd Svitahof, í Tjarnarbíói annað kvöld klukkan níu. ,,Svitahof er ný íslensk heimildarmynd um svokölluð svitahof, eða sweat lodge á ensku, og þá menningu sem myndast hefur í kringum hofið,” segir Gunný, en kvikmyndin er hluti lokaverkefnis Gunnýjar í mastersnámi sínu. Ítarlegt viðtal við Gunný var í helgarblaði Fréttablaðsins seint á síðasta ári. Gunný hefur síðastliðin þrjú ár unnið við gerð heimildarmyndarinnar ásamt tökumanninum Jóni Má Gunnarssyni. Gunný hefur lagt áherslu í námi sínu í þjóðfræði að rannsaka jaðarmenningu, með tilliti til valds og menningar í grasrótarmenningu. Svitahofið er ein birtingarmynd grasrótarmenningar og hefur verið stundað hér á landi í um það bil þrjátíu ár. Hópurinn sem stundar svett, eins og það er gjarnan kallað, fer vaxandi og verður sífellt fjölbreyttari. Gunný hefur sjálf lengi stundað svitahofið, en þetta er hennar fyrsta heimildamynd. Svitahofið hefur uppruna sinn í menningu Indjána Norður-Ameríku. Á Íslandi hefur svitahofið verið stundað í um það bil 30 ár og fer sá hópur sem sækir í svitahofið sífellt vaxandi. Tilgangurinn með svitahofinu er að hreinsa anda og líkama í tengslum við náttúrukraftana og endurfæðast á táknrænan hátt. Í kvikmyndinni er athöfninni fylgt eftir og viðtöl við aðilla sem hafa stundað svitahofið hér á landi og erlendis í fjölda ára
Menning Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira