Frelsi hinna fáu og ríku varið á kostnað fjöldans Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2015 13:06 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna. Vísir/GVA Formaður Vinstri grænna gerði eignarhald og afskræmingu orða að umræðuefni á flokksráðsfundi flokksins í morgun. Sjálfstæðisflokknum hefði til dæmis tekist að eigna sér orðið "frelsi" sem í raun gengi út á að tryggja frelsi hinna fáu og efnamiklu til að maka krókinn, iðulega með sérstakri ríkisaðstoð á kostnað frelsis fjöldans. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í setningarræðu sinni á flokksráðsfundi flokksins í Iðnó í morgun að Vinstri græn hefðu lengi þurft að glíma við stimpilinn „Fúl á móti“ og að flokkurinn væri ekki stjórntækur. Það hafi hægt og bítandi breyst á síðustu árunum fyrir hrun. Flokkurinn hefði sýnt bæði í ríkisstjórn og á þingi nú að hann væri fyrst og fremst flokkur sem væri með tilteknum málum, eins og jöfnuði sjálfbærni, kvenfrelsi og friði. Nú klifuðu álitsgjafar á því að stjórnarandstaðan væri ekki nægjanlega öflug eða sýnileg, þrátt fyrir óteljandi mál, frumvörp, tillögur og fyrirspurnin hennar á þingi. „Og fyrstu viðbrögð mín við þessu voru; við erum ekki hreyfing sem er bara í stjórnarandstöðu. Við erum í stjórnmálum. Við erum að berjast fyrir okkar hugsjónum. Við erum ekki bara til, til að vera átómatískt á móti,“ sagði Katrín. Munurinn á því að vera ráðherra og í stjórnarandstöðu, sé sá að fjölmiðlar hafi fyrst og fremst samband til að fá andstæð viðbrögð við ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Þingmenn Vinstri grænna hefðu engan áhuga á að líkjast þeirri stjórnarandstöðu sem núverandi stjórnarflokkar stunduðu. „Sem okkur þótti bæði ómálefnaleg og gengdarlaus á köflum. Og ég held raunar að framganga núverandi stjórnarflokka sem skipuðu síðustu stjórnarandstöðu hafi litað þeirra persónuleika svo rækilega, að ég held stundum að forsætisráðherra sé enn í stjórnarandstöðu við Steingrím og Jóhönnu og gleymi því bara að hann er kominn í aðra vinnu,“ sagði Katrín. Formaður Vinstri grænna sagði orð mikilvæg í stjórnmálum og nefndi orð sem mikilvægt væri að Vinstri græn settu í sína verkfærakistu, en hefðu lengi verið í gíslingu hægri aflanna. Orð eins og frelsi, stöðugleiki og öryggi. Sjálfstæðisflokkurinn hefði til að mynda eignað sér orðið "frelsi". „En, hvert er frelsi Sjálfstæðisflokksins í dag ef við skoðum gjörðir hans í ríkisstjórn? Er það ekki bara frelsi hinna fáu efnamiklu til að maka krókinn, iðulega með sérstakri ríkisaðstoð, á kostnað á kostnað frelsis fjöldans? Því hvað verður um frelsið til að sækja sér menntun og heilbrigðisþjónustu við hæfi, eða frelsi fólks til að búa í samfélagi þar sem dagvinnulaunin duga fyrir mannsæmandi lífi. Þegar skorið er niður þannig að þjónusta við almenning rýrnar, aðgangur eldri en 25 ára að framhaldsskólamenntun er skorinn niður, gjöld fyrir læknisþjónustu eru hækkuð, fjárfestingar í innviðum, rannsóknum, nýsköpun eru skornar niður. Þannig að framtíðartækifærum í landinu okkar fækkar. Þá er verið að skerða frelsi fjöldans, fjöldans til að lifa góðu lífi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Formaður Vinstri grænna gerði eignarhald og afskræmingu orða að umræðuefni á flokksráðsfundi flokksins í morgun. Sjálfstæðisflokknum hefði til dæmis tekist að eigna sér orðið "frelsi" sem í raun gengi út á að tryggja frelsi hinna fáu og efnamiklu til að maka krókinn, iðulega með sérstakri ríkisaðstoð á kostnað frelsis fjöldans. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í setningarræðu sinni á flokksráðsfundi flokksins í Iðnó í morgun að Vinstri græn hefðu lengi þurft að glíma við stimpilinn „Fúl á móti“ og að flokkurinn væri ekki stjórntækur. Það hafi hægt og bítandi breyst á síðustu árunum fyrir hrun. Flokkurinn hefði sýnt bæði í ríkisstjórn og á þingi nú að hann væri fyrst og fremst flokkur sem væri með tilteknum málum, eins og jöfnuði sjálfbærni, kvenfrelsi og friði. Nú klifuðu álitsgjafar á því að stjórnarandstaðan væri ekki nægjanlega öflug eða sýnileg, þrátt fyrir óteljandi mál, frumvörp, tillögur og fyrirspurnin hennar á þingi. „Og fyrstu viðbrögð mín við þessu voru; við erum ekki hreyfing sem er bara í stjórnarandstöðu. Við erum í stjórnmálum. Við erum að berjast fyrir okkar hugsjónum. Við erum ekki bara til, til að vera átómatískt á móti,“ sagði Katrín. Munurinn á því að vera ráðherra og í stjórnarandstöðu, sé sá að fjölmiðlar hafi fyrst og fremst samband til að fá andstæð viðbrögð við ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Þingmenn Vinstri grænna hefðu engan áhuga á að líkjast þeirri stjórnarandstöðu sem núverandi stjórnarflokkar stunduðu. „Sem okkur þótti bæði ómálefnaleg og gengdarlaus á köflum. Og ég held raunar að framganga núverandi stjórnarflokka sem skipuðu síðustu stjórnarandstöðu hafi litað þeirra persónuleika svo rækilega, að ég held stundum að forsætisráðherra sé enn í stjórnarandstöðu við Steingrím og Jóhönnu og gleymi því bara að hann er kominn í aðra vinnu,“ sagði Katrín. Formaður Vinstri grænna sagði orð mikilvæg í stjórnmálum og nefndi orð sem mikilvægt væri að Vinstri græn settu í sína verkfærakistu, en hefðu lengi verið í gíslingu hægri aflanna. Orð eins og frelsi, stöðugleiki og öryggi. Sjálfstæðisflokkurinn hefði til að mynda eignað sér orðið "frelsi". „En, hvert er frelsi Sjálfstæðisflokksins í dag ef við skoðum gjörðir hans í ríkisstjórn? Er það ekki bara frelsi hinna fáu efnamiklu til að maka krókinn, iðulega með sérstakri ríkisaðstoð, á kostnað á kostnað frelsis fjöldans? Því hvað verður um frelsið til að sækja sér menntun og heilbrigðisþjónustu við hæfi, eða frelsi fólks til að búa í samfélagi þar sem dagvinnulaunin duga fyrir mannsæmandi lífi. Þegar skorið er niður þannig að þjónusta við almenning rýrnar, aðgangur eldri en 25 ára að framhaldsskólamenntun er skorinn niður, gjöld fyrir læknisþjónustu eru hækkuð, fjárfestingar í innviðum, rannsóknum, nýsköpun eru skornar niður. Þannig að framtíðartækifærum í landinu okkar fækkar. Þá er verið að skerða frelsi fjöldans, fjöldans til að lifa góðu lífi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira