Körfubolti

Sautján frákasta kvöld hjá Kristófer Acox

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristófer Acox.
Kristófer Acox. Vísir/Vilhelm
Kristófer Acox var með flotta tvennu og fór fyrir endurkomu Furman í 53-49 sigri á Western Carolina en Furman-liðið skoraði meðal annars 19 stig í röð í seinni hálfleiknum.

Kristófer Acox endaði leikinn með 12 stig og 17 fráköst en þetta er í annað sinn sem hann rífur niður sautján fráköst í vetur. Tíu af fráköstunum hans í leiknum voru tekin í sókn.

Kristófer Acox er nú frákastahæsti maður riðilsins og það er ljóst að þarna fer leikmaður sem ætlar sér að komast í EM-hóp Íslands í sumar.

Kristófer var með 8 stig og 14 fráköst í seinni hálfleiknum sem Furman vann 34-25 en Western Carolina var 24-19 yfir í hálfleik.

Furman endaði þarna sjö leikja taphrinu en liðið hefur unnið 8 af 28 leikjum sínum á tímabilinu. Kristófer Acox var þarna að ná sinni sjöttu tvennu á leiktíðinni en hann er með 7,0 stig og 7,8 fráköst að meðaltali í leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×