Hver hlustar á barnið þitt? Eygló Antonsdóttir. skrifar 27. febrúar 2015 07:11 Ég var svo heppin að fá að kynnast starfi félagsmiðstöðva Akureyrar í gegnum vettvangsnám mitt í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Í hugum margra af minni kynslóð eru borðtennisborð uppistaða félagsmiðstöðva og að starfið krefjist ekki mikils meira en lykla og nokkurra spaða. En mín upplifun er sú að félagsmiðstöðvar Akureyrar sé fagleg menntastofnun með uppeldisfræðimenntuðum starfsmönnum sem sinna mjög víðtæku forvarnastarfi. Vissulega er starfsemin að mörgu leyti almenn, opin hús með hinum ýmsu viðburðum ásamt klúbbastarfi þar sem grunnhugmyndin er að veita unglingum vettvang til að efla sjálfsmynd sína og samskiptahæfileika. Félagsmiðstöðvarnar sjá um allt skipulagt forvarnastarf barna og unglinga. Það eru tvær valgreinar innan grunnskólanna og sértækt hópastarf í samstarfi við til dæmis skóladeild og fjölskyldudeild. Þetta sértæka hópastarf heillaði mig mest og það gengur út á að bregðast við stöðu barna og unglinga sem þurfa á aðstoð að halda.Unglingsárin umbrotatími Öll erum við ólík með mismunandi áherslur og áhugamál í lífinu og öllum hefur okkur fundist á einhverjum tímapunkti veröldin ekki skilja afstöðu okkar og líðan. Börn og unglingar eru eins og aðrir og upplifa þessar tilfinningar jafnvel oftar en við hin fullorðnu enda unglingsárin mikill umbrotatími. Félagsmiðstöðvarnar eru í miklu samstarfi við grunnskólana og aðstoða við að efla þau börn sem minna heyrist í. Félagsleg einangrun og brotin sjálfsmynd á sér ótal birtingamyndir eins og til dæmis í of mikilli tölvunotkun, kvíða, sjálfskaða og og miklum skólaleiða. Félagsmiðstöðvarnar sinna faglegu leitarstarfi og stofna hópa í kring um þessa einstaklinga, vinna skipulega að því að styrkja þá og auka áhuga þeirra á samfélaginu. Þetta gera félagsmiðstöðvarnar með hinum ýmsu viðburðum og samtölum þar sem starfsmenn minna ungmennin reglulega á hversu frábær þau eru. Hóparnir eru misjafnir og viðfangsefnin fjölbreytt. Skipulag vinnunnar í kring um hópana er þó í grunninn séð svipuð. Þar er ákveðin starfsaðferð sem stuðst er við og aðlöguð að meginviðfangsefni hvers hóps. Hluti af þessari vinnu er í formi kannana í upphafi og í lok vinnutíma hópanna. Í þeim könnunum sem félagsmiðstöðvarnar hafa gert á þessu starfi hefur komið skýrt fram að líðan þessara barna batnar mikið og áhugi þeirra á tómstundum eykst.Gríðarlegt álag á börnum og unglingum Grunnskólar Akureyrar vinna hörðum höndum að því að aðstoða nemendur við að fóta sig í samfélagi sem krefst allt annarra hluta en það sem ég ólst upp við. Tækifærin í samfélaginu eru mörg en birtingamyndin oft ruglingsleg með kröfu um útlit, hugrekki og ríkidæmi. Álagið á börnum og unglingum er gríðarlegt og eru þau berskjölduð á netinu þar sem samfélagsmiðlar mata þau sífellt á upplýsingum um hvernig þau eiga að vera og hvað þau eigi að gera. Eins og gefur að skilja er þetta stór og mikil krafa á grunnskólana sem þrátt fyrir sitt frábæra starfsfólk skortir tíma og peninga til að uppfylla þessa kröfu. Félagsmiðstöðvarnar eru þar af leiðandi frábær framlenging af starfi skólanna og er samstarf þeirra um velferð barna og unglinga ómetanlegt. Í þeim hafsjó af kröfum og upplýsingum sem börn og unglingar lifa við í dag er gott að vita að haldið er utan um þau og rödd þeirra heyrist. Þessi grein er skrifuð til að vekja athygli á mikilvægi félagsmiðstöðva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Ég var svo heppin að fá að kynnast starfi félagsmiðstöðva Akureyrar í gegnum vettvangsnám mitt í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Í hugum margra af minni kynslóð eru borðtennisborð uppistaða félagsmiðstöðva og að starfið krefjist ekki mikils meira en lykla og nokkurra spaða. En mín upplifun er sú að félagsmiðstöðvar Akureyrar sé fagleg menntastofnun með uppeldisfræðimenntuðum starfsmönnum sem sinna mjög víðtæku forvarnastarfi. Vissulega er starfsemin að mörgu leyti almenn, opin hús með hinum ýmsu viðburðum ásamt klúbbastarfi þar sem grunnhugmyndin er að veita unglingum vettvang til að efla sjálfsmynd sína og samskiptahæfileika. Félagsmiðstöðvarnar sjá um allt skipulagt forvarnastarf barna og unglinga. Það eru tvær valgreinar innan grunnskólanna og sértækt hópastarf í samstarfi við til dæmis skóladeild og fjölskyldudeild. Þetta sértæka hópastarf heillaði mig mest og það gengur út á að bregðast við stöðu barna og unglinga sem þurfa á aðstoð að halda.Unglingsárin umbrotatími Öll erum við ólík með mismunandi áherslur og áhugamál í lífinu og öllum hefur okkur fundist á einhverjum tímapunkti veröldin ekki skilja afstöðu okkar og líðan. Börn og unglingar eru eins og aðrir og upplifa þessar tilfinningar jafnvel oftar en við hin fullorðnu enda unglingsárin mikill umbrotatími. Félagsmiðstöðvarnar eru í miklu samstarfi við grunnskólana og aðstoða við að efla þau börn sem minna heyrist í. Félagsleg einangrun og brotin sjálfsmynd á sér ótal birtingamyndir eins og til dæmis í of mikilli tölvunotkun, kvíða, sjálfskaða og og miklum skólaleiða. Félagsmiðstöðvarnar sinna faglegu leitarstarfi og stofna hópa í kring um þessa einstaklinga, vinna skipulega að því að styrkja þá og auka áhuga þeirra á samfélaginu. Þetta gera félagsmiðstöðvarnar með hinum ýmsu viðburðum og samtölum þar sem starfsmenn minna ungmennin reglulega á hversu frábær þau eru. Hóparnir eru misjafnir og viðfangsefnin fjölbreytt. Skipulag vinnunnar í kring um hópana er þó í grunninn séð svipuð. Þar er ákveðin starfsaðferð sem stuðst er við og aðlöguð að meginviðfangsefni hvers hóps. Hluti af þessari vinnu er í formi kannana í upphafi og í lok vinnutíma hópanna. Í þeim könnunum sem félagsmiðstöðvarnar hafa gert á þessu starfi hefur komið skýrt fram að líðan þessara barna batnar mikið og áhugi þeirra á tómstundum eykst.Gríðarlegt álag á börnum og unglingum Grunnskólar Akureyrar vinna hörðum höndum að því að aðstoða nemendur við að fóta sig í samfélagi sem krefst allt annarra hluta en það sem ég ólst upp við. Tækifærin í samfélaginu eru mörg en birtingamyndin oft ruglingsleg með kröfu um útlit, hugrekki og ríkidæmi. Álagið á börnum og unglingum er gríðarlegt og eru þau berskjölduð á netinu þar sem samfélagsmiðlar mata þau sífellt á upplýsingum um hvernig þau eiga að vera og hvað þau eigi að gera. Eins og gefur að skilja er þetta stór og mikil krafa á grunnskólana sem þrátt fyrir sitt frábæra starfsfólk skortir tíma og peninga til að uppfylla þessa kröfu. Félagsmiðstöðvarnar eru þar af leiðandi frábær framlenging af starfi skólanna og er samstarf þeirra um velferð barna og unglinga ómetanlegt. Í þeim hafsjó af kröfum og upplýsingum sem börn og unglingar lifa við í dag er gott að vita að haldið er utan um þau og rödd þeirra heyrist. Þessi grein er skrifuð til að vekja athygli á mikilvægi félagsmiðstöðva.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun