Íslenski boltinn

Fyrirliði Íslandsmeistaranna í atvinnumennsku

Arnar Björnsson skrifar
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir varð tvöfaldur meistari með Stjörnunni í fyrra.
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir varð tvöfaldur meistari með Stjörnunni í fyrra. Vísir/Valli
Fyrirliði Íslands- og bikarmeistaraliðs Stjörnunnar í fótbolta, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, mun spila með sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad fram á vor að minnsta kosti.

Ásgerður staðfesti þetta í samtali við Vísi í dag en segir að enn eigi eftir að ganga frá lausum endum. Eins og staðan er núna þá reiknar hún að koma heim fyrir Íslandsmótið og spila með Stjörnunni næsta sumar. Það gæti hinsvegar breyst.

Hún fer með landsliðinu til Algarve og hittir þar fyrir þrjá væntanlega samherja, þær systur Margréti Láru og Elísu Viðarsdætur og Guðnýju Björk Óðinsdóttur en þær voru allar valdar til að keppa á Algarve mótinu sem byrjar 4. mars. 

Hún gerði nýjan samning við Stjörnuna í haust en í þeim samningi var ákvæði um að hún gæti farið kæmi tilboð frá erlendu félagi.  

Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad liðið og þar spilar einnig Sif Atladóttir sem á fjölmarga landsleiki að baki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×