Fótbolti

Hin fullkomna hefnd: Zlatan vildi fara til Real Madrid

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Zlatan lék með Barcelona í eitt tímabil.
Zlatan lék með Barcelona í eitt tímabil. Vísir/AFP
Zlatan Ibrahimovic vildi fara til Real Madrid þegar hann var hjá Barcelona á sínum tíma. Þetta segir Mino Raiola, umboðsmaður hans.

Eins og ítrekað hefur komið fram lenti Zlatan upp á kant við knattspyrnustjórann Pep Guardiola eftir að hafa Svíinn gekk til liðs við Börsunga árið 2009. Hann fór frá félaginu ári síðar og hélt til AC Milan. Zlatan er í dag á mála hjá PSG í Frakklandi.

„Ég held að hann sjái ekki eftir neinu en Zlatan vildi spila með Real Madrid þegar hann fór frá Barcelona. Það hefði verið kjörið skref fyrir hann - hin fullkomna hefnd,“ sagði Raiola.

„Guardiola er frábær þjálfari og hringdi ítrekað í Zlatan í um það bil eitt ár. Svo sagði hann honum að hann gæti leitað til sín með hvað sem er hjá Barcelona. En svo hætti Guardiola að tala við hann. Pep talaði ekki einu sinni við hann þegar hann var meiddur,“ sagði hann enn fremur.

„Zlatan vildi semja við Real Madrid en þeir [Madrídingar] þorðu ekki að klára málið og voru með enga skýra framtíðarsýn.“

„Real Madrid er pólitískt félag. Það er ekki venjulegt knattspyrnufélag. Ég skil ekki hvernig það virkar. Það hefði hentað því fullkomnlega að fá Zlatan því hann er frábær leikmaður - hann hefur mikla ástríðu og er fær um að gera ótrúlega hluti.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×