Körfubolti

Unicaja missti toppsætið eftir óvænt tap

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Arnór í leik með Unicaja.
Jón Arnór í leik með Unicaja. Vísir/Getty
Unicaja Malaga tapaði óvænt fyrir fallbaráttuliði La Bruixa D'Or Manresa í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 80-76. Með tapinu missti Unicaja toppsætið til Real Madríd.

La Bruixa byrjaði betur og var 22-15 yfir eftir fyrsta leikhlutann og leiddu með 49-32 í hálfleik.

Í síðari hálfleik beit toppliðið frá Malaga frá sér og unnu þriðja leikhlutann með tveimur stigum, 21-23.

Þeir gerðu svo allt hvað þeir gátu til að tryggja sér sigurinn undir lokin, en allt kom fyrir ekki og lokatölur fjögurra stiga sigur La Bruixa, 80-76.

Jón Arnór Stefánsson skoraði fimm stig fyrir Unicaja á þeim tæpum átján mínútum sem hann spilaði, en þar að auki tók hann tvö fráköst.

Með tapinu missti Unicaja toppsætið til Real Madrid, en liðin eru með jafn mörg stig á toppnum. Madrídarliðið er með betri innbyrðisviðureign, en La Bruixa er í sautjánda sæti af átján liðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×