Nú mega Mývetningar velja eldstöðinni nöfn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. mars 2015 08:15 Megingígurinn eftir að eldgosinu lauk. Hvað á hann að heita? Mynd/Haraldur Unason Diego Ný lög um örnefni voru samþykkt frá Alþingi í vikunni. Samkvæmt þeim er það nú í höndum Mývetninga, það er sveitarstjórnar Skútustaðahrepps, að hafa frumkvæði að nafngift þeirra nýju náttúrufyrirbæra sem urðu til í eldgosinu í Holuhrauni. Lögin voru samþykkt á þriðjudag með 44 atkvæðum gegn einu. Helsta nýmæli þeirra er að vald til að ákveða nöfn er fært nær almenningi með því að ábyrgð og skráning nafngifta er færð til sveitarfélaga. „Ef nýtt náttúrufyrirbæri þarfnast nafns ber viðkomandi sveitarstjórn að hafa frumkvæði að nafngift að fenginni umsögn örnefnanefndar,“ segir í 7. málsgrein nýju örnefnalaganna. „Tillögu að nýju nafni ber að senda ráðherra til staðfestingar. Þegar ráðherra hefur staðfest nýtt nafn skal sveitarstjórn eða eftir atvikum ráðherra upplýsa Landmælingar Íslands um nýja nafngift,“ segir ennfremur. Fjörleg umræða varð um nafn á fyrstu dögum eldgossins í Holuhrauni. Þannig bárust um tvöhundruð uppástungur þegar Stöð 2 og Vísir kölluðu eftir tillögum frá almenningi í byrjun september. Tvær stóðu þá upp úr, 21 tillaga barst um nafnið Drekahraun og 14 ábendingar um nafnið Holuhraun. Tekið skal fram að þá var gosið ennþá á langri gossprungu og ekki hafði þá myndast sá mikli gígur sem nú blasir við né var stærð hraunsins orðin jafn mikil og nú er orðin staðreynd.Nýja hraunið gæti hafa myndað náttúrulega stíflu til að nýtt lón myndist fyrir innan í sumar. Hvað ætti það lón að heita?Mynd/Haraldur Unason DiegoÞótt meginverkefni Mývetninga verði væntanlega að finna tvö ný nöfn, á aðalgíginn og hraunið, má telja líklegt að til skoðunar komi hvort fleiri ný náttúrufyrirbæri á svæðinu þarfnist nafns, eins og smærri gígar utan aðalgígsins. Þá verður spennandi að sjá í vor og sumar hvort nýtt lón myndist fyrir innan nýja hraunið. Það þyrfti þá væntanlega að velja því lóni eitthvert heiti. Þá vaknar sú spurning hvort sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs gæti haft aðkomu að málinu. Sveitarfélagamörk Skútustaðahrepps og Fljótsdalshéraðs liggja nefnilega um farveg Jökulsár á Fjöllum. Í eldgosinu flæddi hraun út í farveginn og þrýsti honum lengra til austurs. Hugsanlegt er að austasta tota hraunsins hafi náð að teygja sig yfir gömlu sveitarfélagamörkin.Hraunið rann út í meginkvíslar Jökulsár á Fjöllum á Dyngjusandi. Náði það yfir sveitarfélagamörkin, sem liggja um farveginn?Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Alþingi Tengdar fréttir Hvað á nýja eldstöðin að heita? Fjölmargar tillögur um nafn á nýju eldstöðina hafa borist fréttastofu. Flestir leggja til Drekahraun og þá hafa einnig fjölmargir lagt til Bárðarhraun. 1. september 2014 21:13 Á þriðja hundrað tillögur: Drekahraun, Ómarshraun eða Litla-Hraun? Fréttastofa hvatti almenning í gær til að senda inn sínar tillögur að nafni á eldstöðinni og hrauninu og hafa fjölmargar tillögur borist. 2. september 2014 10:52 Héti þessi eyja Vesturey ef Eyjamenn hefðu valið? Mývetningar fá að eiga frumkvæði að nafngift nýrra náttúrufyrirbæra sem verða til vegna eldgossins í Holuhrauni, samkvæmt lagafrumvarpi um örnefni. 15. janúar 2015 09:57 Ómarshraun og Kristjánsgígar Almenningur leggur til nöfn á nýja hraunið. 2. september 2014 19:30 Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Ný lög um örnefni voru samþykkt frá Alþingi í vikunni. Samkvæmt þeim er það nú í höndum Mývetninga, það er sveitarstjórnar Skútustaðahrepps, að hafa frumkvæði að nafngift þeirra nýju náttúrufyrirbæra sem urðu til í eldgosinu í Holuhrauni. Lögin voru samþykkt á þriðjudag með 44 atkvæðum gegn einu. Helsta nýmæli þeirra er að vald til að ákveða nöfn er fært nær almenningi með því að ábyrgð og skráning nafngifta er færð til sveitarfélaga. „Ef nýtt náttúrufyrirbæri þarfnast nafns ber viðkomandi sveitarstjórn að hafa frumkvæði að nafngift að fenginni umsögn örnefnanefndar,“ segir í 7. málsgrein nýju örnefnalaganna. „Tillögu að nýju nafni ber að senda ráðherra til staðfestingar. Þegar ráðherra hefur staðfest nýtt nafn skal sveitarstjórn eða eftir atvikum ráðherra upplýsa Landmælingar Íslands um nýja nafngift,“ segir ennfremur. Fjörleg umræða varð um nafn á fyrstu dögum eldgossins í Holuhrauni. Þannig bárust um tvöhundruð uppástungur þegar Stöð 2 og Vísir kölluðu eftir tillögum frá almenningi í byrjun september. Tvær stóðu þá upp úr, 21 tillaga barst um nafnið Drekahraun og 14 ábendingar um nafnið Holuhraun. Tekið skal fram að þá var gosið ennþá á langri gossprungu og ekki hafði þá myndast sá mikli gígur sem nú blasir við né var stærð hraunsins orðin jafn mikil og nú er orðin staðreynd.Nýja hraunið gæti hafa myndað náttúrulega stíflu til að nýtt lón myndist fyrir innan í sumar. Hvað ætti það lón að heita?Mynd/Haraldur Unason DiegoÞótt meginverkefni Mývetninga verði væntanlega að finna tvö ný nöfn, á aðalgíginn og hraunið, má telja líklegt að til skoðunar komi hvort fleiri ný náttúrufyrirbæri á svæðinu þarfnist nafns, eins og smærri gígar utan aðalgígsins. Þá verður spennandi að sjá í vor og sumar hvort nýtt lón myndist fyrir innan nýja hraunið. Það þyrfti þá væntanlega að velja því lóni eitthvert heiti. Þá vaknar sú spurning hvort sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs gæti haft aðkomu að málinu. Sveitarfélagamörk Skútustaðahrepps og Fljótsdalshéraðs liggja nefnilega um farveg Jökulsár á Fjöllum. Í eldgosinu flæddi hraun út í farveginn og þrýsti honum lengra til austurs. Hugsanlegt er að austasta tota hraunsins hafi náð að teygja sig yfir gömlu sveitarfélagamörkin.Hraunið rann út í meginkvíslar Jökulsár á Fjöllum á Dyngjusandi. Náði það yfir sveitarfélagamörkin, sem liggja um farveginn?Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Alþingi Tengdar fréttir Hvað á nýja eldstöðin að heita? Fjölmargar tillögur um nafn á nýju eldstöðina hafa borist fréttastofu. Flestir leggja til Drekahraun og þá hafa einnig fjölmargir lagt til Bárðarhraun. 1. september 2014 21:13 Á þriðja hundrað tillögur: Drekahraun, Ómarshraun eða Litla-Hraun? Fréttastofa hvatti almenning í gær til að senda inn sínar tillögur að nafni á eldstöðinni og hrauninu og hafa fjölmargar tillögur borist. 2. september 2014 10:52 Héti þessi eyja Vesturey ef Eyjamenn hefðu valið? Mývetningar fá að eiga frumkvæði að nafngift nýrra náttúrufyrirbæra sem verða til vegna eldgossins í Holuhrauni, samkvæmt lagafrumvarpi um örnefni. 15. janúar 2015 09:57 Ómarshraun og Kristjánsgígar Almenningur leggur til nöfn á nýja hraunið. 2. september 2014 19:30 Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Hvað á nýja eldstöðin að heita? Fjölmargar tillögur um nafn á nýju eldstöðina hafa borist fréttastofu. Flestir leggja til Drekahraun og þá hafa einnig fjölmargir lagt til Bárðarhraun. 1. september 2014 21:13
Á þriðja hundrað tillögur: Drekahraun, Ómarshraun eða Litla-Hraun? Fréttastofa hvatti almenning í gær til að senda inn sínar tillögur að nafni á eldstöðinni og hrauninu og hafa fjölmargar tillögur borist. 2. september 2014 10:52
Héti þessi eyja Vesturey ef Eyjamenn hefðu valið? Mývetningar fá að eiga frumkvæði að nafngift nýrra náttúrufyrirbæra sem verða til vegna eldgossins í Holuhrauni, samkvæmt lagafrumvarpi um örnefni. 15. janúar 2015 09:57
Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45