Körfubolti

Ekki svo slæmt að spila í Írak

Henderson í leik með Ole Miss.
Henderson í leik með Ole Miss. vísir/getty
Marshall Henderson var stjarna í bandaríska háskólaboltanum. Hann fór þó ekki í NBA heldur til Íraks að spila körfubolta.

Henderson var einn skrautlegasti leikmaðurinn í háskólaboltanum er hann spilaði með University of Mississippi eða Ole Miss.

Hann átti víða aðdáendur og ef hann hefði farið i nýliðaval NBA-deildarinnar árið 2013 var því spáð að hann yrði valinn í annarri umferð.

Henderson ákvað aftur á móti að taka annað ár með Ole Miss í von um að verða betri og verða valinn fyrr. Þá lenti hann aftur á móti í vandræðum með áfengi og fíkniefni og ferillinn fór í vaskinn. NBA-liðin vildu ekki koma nálægt honum þó svo hann væri með um 20 stig að meðaltali í leik og 40 prósent skotnýtingu.

Hann varð því að stokka spilin upp á nýtt. Hann fór fyrst til Ítalíu og svo til Katar. Í síðasta mánuði samdi hann svo lið í Bagdad.

„Þetta er ekki eins slæmt og fólk heldur. Við slökum bara á upp á hóteli. Við förum ekki neitt út en ef við færum út þá værum við alveg öruggir," sagði Henderson en hann hefur ekki gefið upp drauminn um að spila í NBA-deildinni.

„Það hefur alltaf verið draumurinn og það er sárt að hugsa til þess að tvær slæmar ákvarðanir hafi eyðilagt allt fyrir mér."

Hann segist vera hættur að nóta eiturlyf og mun halda áfram að minna á sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×