Af málfrelsi Ásmundar Friðrikssonar Siggeir F. Ævarsson skrifar 4. mars 2015 14:55 Ásmundi Friðrikssyni, alþingismanni Sjálfstæðismanna, hefur undanfarið verið tíðrætt um tjáningarfrelsi sitt og meinta aðför að því. „Tjáningarfrelsi mitt er fótum troðið,“ fullyrti Ásmundur fullum fetum á Alþingi. Fyrir framan allt löggjafarvald þjóðarinnar, myndavélar sem sendu tjáningu hans beint í sjónvörp og tölvur um land allt, og fyrir framan fólk sem hefur það að starfi að punkta nákvæmlega niður allt sem Ásmundur segir og skrá það og varðveita. Þar sem enginn getur mótmælt orðum hans og þau munu standa um aldir alda. Þetta er vægast sagt undarleg túlkun á tjáningarfrelsinu. Í tjáningarfrelsinu felst vissulega réttur til að segja hvað sem er, hversu heimskulegt, órökrétt, íhaldssamt eða fornfálegt það kann að vera. Í tjáningarfrelsinu felst aftur á móti enginn réttur til að halda þessum skoðunum fram óáreittur og gagnrýnislaust. Ef Ásmundi finnst virkir í athugasemdum vera að vega ómaklega að sér ætti hann kannski að leita sér að annarri vinnu. Ásmundur segir að við þurfum að taka umræðuna og hann sé aðeins að spyrja spurninga. En þegar spurningarnar eru bæði gildishlaðnar og leiðandi eru þær ekki lengur spurningar heldur illa dulbúnar fullyrðingar, til þess eins ætlaðar að sá fræjum fordóma, ótta og sundrungar. „Þeir sem vekja athygli á hættunni sem steðjar að nágrannalöndum okkar eru skotnir niður og ataðir auri í samfélagsumræðunni,“ sagði Ásmundur. Í þeim löndum sem tjáningarfrelsið er raunverulega fótum troðið eru menn bókstaflega skotnir eða stungið í fangelsi. Að halda því fram að tjáningarfrelsi íslenskra alþingismanna sé á einhvern hátt takmarkað er hrein og bein móðgun við alla þá einstaklinga sem hafa týnt lífinu eða dúsa í fangelsi vegna orða sinna sem voru yfirvöldum ekki þóknanleg. Mér er það mjög til efs að Ásmundur sé svo illa gefinn að hann skilji ekki hvernig málfrelsið virkar, þó svo að ég geti auðvitað ekki útilokað það. Líklegra þykir mér að að baki þessum málflutningi liggi annarlegar hvatir. Tilraun til að höfða til lægsta samnefnara mannlegrar lágkúru. En kannski er þetta rétt hjá Ásmundi, kannski þurfum við að taka þessa umræðu og ræða um hryðjuverkaógnir á Íslandi. Við getum þá byrjað á því að ræða að síðasta tilraun til hryðjuverks á Íslandi var gerð af innfæddum Íslendingi sem ætlaði að drepa forsætisráðherra Samfylkingarinnar með heimagerðri sprengju. Það er kannski kominn tími til að bakgrunnur andstæðinga Evrópusambandsins verði kannaður með forvirkum rannsóknarheimildum?Höfundur er sagnfræðingur og fyrrum Sjálfstæðismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Sjá meira
Ásmundi Friðrikssyni, alþingismanni Sjálfstæðismanna, hefur undanfarið verið tíðrætt um tjáningarfrelsi sitt og meinta aðför að því. „Tjáningarfrelsi mitt er fótum troðið,“ fullyrti Ásmundur fullum fetum á Alþingi. Fyrir framan allt löggjafarvald þjóðarinnar, myndavélar sem sendu tjáningu hans beint í sjónvörp og tölvur um land allt, og fyrir framan fólk sem hefur það að starfi að punkta nákvæmlega niður allt sem Ásmundur segir og skrá það og varðveita. Þar sem enginn getur mótmælt orðum hans og þau munu standa um aldir alda. Þetta er vægast sagt undarleg túlkun á tjáningarfrelsinu. Í tjáningarfrelsinu felst vissulega réttur til að segja hvað sem er, hversu heimskulegt, órökrétt, íhaldssamt eða fornfálegt það kann að vera. Í tjáningarfrelsinu felst aftur á móti enginn réttur til að halda þessum skoðunum fram óáreittur og gagnrýnislaust. Ef Ásmundi finnst virkir í athugasemdum vera að vega ómaklega að sér ætti hann kannski að leita sér að annarri vinnu. Ásmundur segir að við þurfum að taka umræðuna og hann sé aðeins að spyrja spurninga. En þegar spurningarnar eru bæði gildishlaðnar og leiðandi eru þær ekki lengur spurningar heldur illa dulbúnar fullyrðingar, til þess eins ætlaðar að sá fræjum fordóma, ótta og sundrungar. „Þeir sem vekja athygli á hættunni sem steðjar að nágrannalöndum okkar eru skotnir niður og ataðir auri í samfélagsumræðunni,“ sagði Ásmundur. Í þeim löndum sem tjáningarfrelsið er raunverulega fótum troðið eru menn bókstaflega skotnir eða stungið í fangelsi. Að halda því fram að tjáningarfrelsi íslenskra alþingismanna sé á einhvern hátt takmarkað er hrein og bein móðgun við alla þá einstaklinga sem hafa týnt lífinu eða dúsa í fangelsi vegna orða sinna sem voru yfirvöldum ekki þóknanleg. Mér er það mjög til efs að Ásmundur sé svo illa gefinn að hann skilji ekki hvernig málfrelsið virkar, þó svo að ég geti auðvitað ekki útilokað það. Líklegra þykir mér að að baki þessum málflutningi liggi annarlegar hvatir. Tilraun til að höfða til lægsta samnefnara mannlegrar lágkúru. En kannski er þetta rétt hjá Ásmundi, kannski þurfum við að taka þessa umræðu og ræða um hryðjuverkaógnir á Íslandi. Við getum þá byrjað á því að ræða að síðasta tilraun til hryðjuverks á Íslandi var gerð af innfæddum Íslendingi sem ætlaði að drepa forsætisráðherra Samfylkingarinnar með heimagerðri sprengju. Það er kannski kominn tími til að bakgrunnur andstæðinga Evrópusambandsins verði kannaður með forvirkum rannsóknarheimildum?Höfundur er sagnfræðingur og fyrrum Sjálfstæðismaður.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun