Körfubolti

Martin valinn í nýliðaúrval ársins

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Martin Hermannsson hefur spilað mjög vel á sínu fyrsta ári í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.
Martin Hermannsson hefur spilað mjög vel á sínu fyrsta ári í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. vísir/getty
Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður LIU Brooklyn-háskólans í efstu deild bandaríska háskólakörfuboltans, var valinn í fimm manna nýliðaúrval NEC-deildarinnar sem kynnt var í dag.

Martin skoraði 10,2 stig að meðaltali í leik og gaf 3,3 stoðsendingar. Þá spilaði hann mest allra í sínu liði á tímabilinu eða 31,3 mínútur að meðaltali í leik. Þetta er mikil viðurkenning fyrir Martin.

Þessi öflugi bakvörður var tvívegis kjörinn nýliði vikunnar í NEC-deildinni en samherji hans, Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson, var einu sinni kjörinn nýliði vikunnar.

Annars liðsfélagi Martins, Nura Zanna, er í nýliðaúrvalinu ásamt þeim Junior Robinson úr Mount St. Mary's, Marcquise Reed úr Robert Morris-háskólanum og Cane Broome úr Sacret Heart.

Martin, Elvar og strákarnir í LIU unnu átta leiki og töpuðu tíu í NEC-deildinni og höfnuðu í áttunda sæti. Þeir mæta Gunnari Ólafssyni og félögum í St. Francis í átta liða úrslitum NEC-deildarinnar en sigurvegari hennar kemst í hið svokallaða „March Madness“ sem eru 64 liða úrslit háskólaboltans í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×