Á vef TheVerge segir að einnig sé mögulegt að Apple muni kynna nýja MacBook Air tölvu og breytingar á Beats tónlistarstreymiþjónustu fyrirtækisins. Apple er þekkt fyrir fáa upplýsingaleka hvað varðar vörur sínar og tekst þeim iðulega að skapa mikla spennu í kringum kynningar sínar.
Einnig er talið að fyrirtækið muni kynna öpp fyrir snjallúrið sem og upplýsingar um minni, örgjafa og þess háttar tækniupplýsingar ásamt upplýsingum um rafhlöðuendingu.
Úrið mun koma í þremur eintökum: Gulli, með leðuról og málmól. Apple hefur unnið náið með útgáfufyrirtækjum fyrir kynningu úrsins og meðal annars birtist tólf síðna myndaumfjöllun um úrið í Vogue nýverið.