Körfubolti

Þrenna hjá Hlyni en Haukur fagnaði sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson.
Hlynur Bæringsson. MYND/SKJÁSKOT AF VEFSÍÐU ST.NU.
Haukur Helgi Pálsson og félagar í LF Basket höfðu betur í kvöld í Íslendingaslag á móti Sundsvall Dragons en leikurinn fór fram á heimavelli Drekanna.

LF Basket vann leikinn á endanum 88-85 á spennandi lokamínútum eftir mjög mikla sveiflur í fyrstu þremur leikhlutanum. LF Basket vann fyrsta leikhlutann 28-19 og þriðja leikhlutann 25-13 en heimamenn í Sundsvall unnu annan leikhlutann 34-17 sem skilaði liðinu átta stiga forystu í hálfleik, 53-45.

Haukur Helgi Pálsson var með 13 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar og var hann þriðji stigahæstur í sínu liði og sá sem gaf flestar stoðsendingar.

Hlynur Bæringsson var með þrennu í leiknum, skoraði 11 stig, tók 16 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Jakob Örn Sigurðarson skoraði 13 stig og Ægir Þór Steinarsson var með 9 stig og 3 stoðsendingar.

Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 10 stig, 4 fráköst og 3 varin skot þegar Solna Vikings tapaði 76-80 á útivelli á móti Uppsala Basket.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×