Fótbolti

Í bann fyrir að veitast að leikmönnum Real Madrid

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jese í baráttu við Gerard Pique um helgina.
Jese í baráttu við Gerard Pique um helgina. Vísir/Getty
Real Madrid hefur tilkynnt að félagið hafi borið kennsl á þá aðila sem veittust að leikmönnum og létu höggin dynja á bílum þeirra eftir tap liðsins gegn Barcelona um helgina.

Leikmenn voru að yfirgefa æfingasvæði Real Madrid eftir að þeir sneru aftur til höfuðborgarinnar eftir 2-1 tap í Barcelona á sunnudgaskvöldið.

Meðal þeirra leikmanna sem urðu fyrir barðinu voru Gareth Bale og Jese en þeir voru báðir gagnrýndir fyrir frammistöðuna í leiknum.

Í hópi stuðningsmannanna er einn félagsmeðlimur Real Madrid og hefur félagið þegar ákveðið að setja hann í bann, á meðan að mál hans er til umfjöllunar. Til greina kemur að víkja honum alfarið úr félaginu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×