KA-menn halda áfram að safna liði í 1. deildinni og hafa nú fengið enn einn leikmanninn.
Nú er liðið búið að semja við enska framherjann Ben Everson en hann hefur spilað með Blikum, Tindastóli og BÍ hér á landi. Hann var á mála hjá liði í Svíþjóð á síðustu leiktíð.
Þessi 27 ára strákur hefur sannað sig hér á landi og er líklegur til afreka fyrir norðan.
KA hefur einnig fengið Elfar Árna Aðalsteinsson frá Blikum, Juraj Grizelj frá Grindavík og Halldór Hermann Jónsson frá Val sem og fleiri.
Everson semur við KA

Mest lesið




„Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“
Íslenski boltinn

„Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“
Íslenski boltinn

Leikur Grindavíkur færður vegna gossins
Íslenski boltinn


Jota í frægðarhöll Úlfanna
Fótbolti

