Körfubolti

Mullin á leið í háskólaboltann

Chris Mullin í leik með Warriors.
Chris Mullin í leik með Warriors. vísir/getty
Chris Mullin er á leið í þjálfun en hann mun væntanlega taka við háskólaliði á næstu dögum.

St. John's er búinn að bjóða Mullin þjálfarastarfið og verið er að ganga frá samningi við fyrrum NBA-stjörnuna. Mullin var í St. John's áður en hann sló í gegn hjá Golden State Warriors.

Hinn 51 árs gamli Mullin var framkvæmdastjóri Warriors frá 2004 til 2009. Hann spilaði í 16 ár í NBA-deildinni og var fimm sinnum valinn í stjörnulið deildarinnar.

St. John's er vant því að tefla fram öflugum liðum en liðið vann 21 leik í vetur og tapaði 12. Það féll svo úr keppni í annarri umferð NCAA-mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×