Körfubolti

Eftir standa hin fjögur fræknu

Leikmenn Kentucky fagna mögnuðum sigri á Notre Dame um helgina.
Leikmenn Kentucky fagna mögnuðum sigri á Notre Dame um helgina. vísir/getty
Það er heldur betur farið að draga til tíðinda í úrslitum háskólakörfuboltans í Bandaríkjunum.

Átta liða úrslitin fóru fram um helgina þannig að núna standa eftir fjögur lið sem fara í hið fræga  „Final Four".

Sigurstranglegasta liðið, Kentucky, er á meðal þessara fjögurra liða en liðið marði sigur á Notre Dame um helgina og er því búið að vinna alla 38 leiki sína í vetur.

Þrjú af þessum fjórum liðum voru númer eitt á styrkleikalista sinna riðla er keppnin hófst en það lið sem hefur komið mest á óvart er Michigan State sem var í sjöunda sæti á styrkleikalistanum.

Úrslit helgarinnar:

Michigan State-Louisville  76-70

Duke-Gonzaga  66-52

Arizona-Wisconsin  78-85

Notre Dame-Kentucky  66-68

Þessi lið mætast í undanúrslitum:

Kentucky - Wisconsin

Duke - Michigan State




Fleiri fréttir

Sjá meira


×