Fótbolti

36 ár síðan lið skoraði síðast níu mörk á Spáni | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Real Madrid niðurlægði Granada 9-1 á Santiago Bernabeu í fyrsta leik dagsins í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

Heimamenn fóru á kostum og sýndu gestunum enga miskunn. Cristiano Ronaldo var í miklum ham og skoraði fimm mörk en þetta var í fyrsta sinn sem hann afrekar það á ferlinum. Þrjú af mörkunum fimm komu á átta mínútna kafla í fyrri hálfleik.

Ronaldo varð jafnframt sá fyrsti til að skora fimm mörk í leik í spænsku deildinni síðan Falcao gerði fimm mörk í 6-0 sigri Atletico Madrid á Deportivo La Coruna 9. desember 2012.

Þrjátíu og sex ár eru liðin síðan lið skoraði síðast níu mörk í spænsku deildinni. Það gerði Barcelona í 9-0 sigri á Rayo Vallecano 14. janúar 1979, þar sem Austurríkismaðurinn Hans Krankl skoraði fimm mörk.

Real Madrid hafði hins vegar ekki skorað níu mörk í deildarleik síðan 1967 þegar liðið vann Real Sociedad 9-1 16. september 1967.

Þrátt fyrir stórsigurinn er Real Madrid enn stigi á eftir Barcelona á toppi deildarinnar. Börsungar geta aukið forskotið í fjögur stig með sigri á Celta Vigo í kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×