Körfubolti

Axel Kára og félagar sópuðu Víkingunum í B-deildina

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Axel Kárason og félagar héldu sæti sínu.
Axel Kárason og félagar héldu sæti sínu. vísir/daníel
Axel Kárason og félagar í Værlöse héldu sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Þeir unnu þriðja leikinn gegn Aalborg Vikings, 89-74, í umspili neðstu tveggja liðanna um áframhaldandi veru í efstu deild.

Þrjá sigra þurfti til að halda sæti sínu og sópuðu Axel og félagar því Víkingunum niður í B-deildina í Danmörku. Axel spilaði vel í kvöld, en hann skoraði 15 stig og tók sex fráköst.

Tímabilinu er lok hjá Axel sem spilaði á meðaltali 29 mínútur leik og var alltaf í byrjunarliðinu. Hann skoraði að meðaltali 9,1 stig í leik og tók 6,6 fráköst. Hann var með 54,7 prósent nýtingu úr teignum og 32,6 prósent fyrir utan þriggja stiga línuna.

Næsta verkefni Axel eru væntanlega æfingar með íslenska landsliðinu þar sem hann reynir að vera hluti af hópnum sem fer á EM í Berlín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×