Deilendur nái landi áður en ríkið kemur að samningum Heimir Már Pétursson skrifar 18. apríl 2015 18:50 Forsætisráðherra segir að það væri mikil synd að nýta ekki það tækifæri sem nú væri til að auka kaupmátt á Íslandi. Ekki þýði að ýta vanda kjaraviðræðna til ríkisvaldsins, heldur þurfi að skapa traust á vinnumarkaðnum áður en ríkisvaldið komi með sitt innlegg í kjaramálin eins og þau séu tilbúin til að gera. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með þróun kjaraviðræðna og fundi reglulega með aðilum vinnumarkaðarins. En eins og staðan er nú stefnir allt í verkföll tugþúsunda manna í maímánuði. „Þetta er mikið áhyggjuefni en það má samt ekki gleyma því að þessi staða er komin upp vegna þess að menn skynja að það er eitthvað til skiptanna. Og hún virðist fyrst og fremst byggja á ótta ólíkra hópa við að að verða skildir eftir. Verða útundan. Þar af leiðandi er mikilvægt að það skapist traust milli hópa.Traust um það að þessum ávinningi sem sannarlega er loksins að verða til í samfélaginu, verði skipt á jafnan og jafnframt hvetjandi hátt,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra segir að það hafi gerst of oft að þegar búið væri að semja fyrir stærstu hópana á vinnumarkaðnum kæmu minni hópar með sterka samningsstöðu og semdu um meira. Ekki væri hægt að koma í veg fyrir þetta án samstöðu milli þessara ólíku hópa. „Það væri mikil synd að nýta ekki það einstaka tækifæri sem er núna til að halda áfram að auka kaupmátt á Íslandi. Við höfum ekki áður séð svona tækifæri til að hafa viðvarandi kaupmáttaraukningu ár eftir ár. Ef við ætlum að kasta því tækifæri á glæ og láta verðbólgubálið aftur fara af stað, bitnar það á öllum en það bitnar sérstaklega á fólki með lægri og millitekjur,“ segir forsætisráðherra. Kallað hefur verið eftir aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum en þau jafnframt verið sökuð um að spilla fyrir með ýmsum ákvörðunum sínum. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa komið þeim skilaboðum skýrt áleiðis að hún sé tilbúin til að koma að því að auka kaupmátt fólksins í landinu. En fyrst þurfi aðilar vinnumarkaðarins að ná niðurstöðu sín í milli. „Því þetta eru jú þeir sem eru að deila. Allt of oft freistast menn til þess bæði hjá launþegum og atvinnurekendum að reyna að frýja sig ábyrgð og varpa henni yfir á ríkið í þeirra eigin deilu. Það mun ekki leysa deiluna nú. Þeir þurfa í sameiningu að skapa traust á milli sinna hópa. Þegar það er komið er ríkið tilbúið til að leggja sitt af mörkum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Alþingi Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir að það væri mikil synd að nýta ekki það tækifæri sem nú væri til að auka kaupmátt á Íslandi. Ekki þýði að ýta vanda kjaraviðræðna til ríkisvaldsins, heldur þurfi að skapa traust á vinnumarkaðnum áður en ríkisvaldið komi með sitt innlegg í kjaramálin eins og þau séu tilbúin til að gera. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með þróun kjaraviðræðna og fundi reglulega með aðilum vinnumarkaðarins. En eins og staðan er nú stefnir allt í verkföll tugþúsunda manna í maímánuði. „Þetta er mikið áhyggjuefni en það má samt ekki gleyma því að þessi staða er komin upp vegna þess að menn skynja að það er eitthvað til skiptanna. Og hún virðist fyrst og fremst byggja á ótta ólíkra hópa við að að verða skildir eftir. Verða útundan. Þar af leiðandi er mikilvægt að það skapist traust milli hópa.Traust um það að þessum ávinningi sem sannarlega er loksins að verða til í samfélaginu, verði skipt á jafnan og jafnframt hvetjandi hátt,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra segir að það hafi gerst of oft að þegar búið væri að semja fyrir stærstu hópana á vinnumarkaðnum kæmu minni hópar með sterka samningsstöðu og semdu um meira. Ekki væri hægt að koma í veg fyrir þetta án samstöðu milli þessara ólíku hópa. „Það væri mikil synd að nýta ekki það einstaka tækifæri sem er núna til að halda áfram að auka kaupmátt á Íslandi. Við höfum ekki áður séð svona tækifæri til að hafa viðvarandi kaupmáttaraukningu ár eftir ár. Ef við ætlum að kasta því tækifæri á glæ og láta verðbólgubálið aftur fara af stað, bitnar það á öllum en það bitnar sérstaklega á fólki með lægri og millitekjur,“ segir forsætisráðherra. Kallað hefur verið eftir aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum en þau jafnframt verið sökuð um að spilla fyrir með ýmsum ákvörðunum sínum. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa komið þeim skilaboðum skýrt áleiðis að hún sé tilbúin til að koma að því að auka kaupmátt fólksins í landinu. En fyrst þurfi aðilar vinnumarkaðarins að ná niðurstöðu sín í milli. „Því þetta eru jú þeir sem eru að deila. Allt of oft freistast menn til þess bæði hjá launþegum og atvinnurekendum að reyna að frýja sig ábyrgð og varpa henni yfir á ríkið í þeirra eigin deilu. Það mun ekki leysa deiluna nú. Þeir þurfa í sameiningu að skapa traust á milli sinna hópa. Þegar það er komið er ríkið tilbúið til að leggja sitt af mörkum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Alþingi Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira