Enski boltinn

Hörmuleg mistök Federici og Arsenal í úrslit | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Federici reynir að bjarga boltanum, en inn fór hann.
Federici reynir að bjarga boltanum, en inn fór hann. vísir/getty
Klaufaleg mistök Adam Federici leiddu til þess að Arsenal er á leið í úrslitaleik enska bikarsins. Arsenal vann B-deildarlið Reading 2-1 í framlengdum leik.

Mörkin úr leiknum má sjá neðst í fréttinni.

Alexis Sanches kom Arsenal yfir með hörkuskoti, en þannig stóðu leikar í hálfleik. Arsenal var betri aðilinn, en grimmdin, ákefðin og ástríðan skein úr augum B-deildarliðsins.

Síðari hálfleikur var níu mínútna gamall þegar Garath McCleary jafnaði fyrir Reading. Eftir hornspyrnu barst boltnin til hans og hann náði að koma boltanum yfir línuna eftir smá hamagang, en Wojciech Szczesny var í boltanum.

Ekki voru fleiri mörk skoruð í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Hvorugu liðin virtist ætla að takast að skora í fyrri hálfleik, en á lokamínútu fyrri hálfleiks framlengingar dró til tíðinda.

Alexis Sanches fékk þá boltann fyrir utan teig og lét vaða. Skotið virtist ætla að vera auðvelt fyrir Adam Federici, markvörð Reading, en svo var alls ekki. Federice missti boltann í klofið á sér og inn.

Í síðari hálfleik framlengingarinnar var ekkert skorað og Arsenal er því á leið í úrslitaleikinn. Arsenal vann bikarinn í fyrra og gæti því varið titilinn. Lundúnarliðið mætir annað hvort Aston Villa eða Liverpool í úrslitaleiknum, en þau mætast á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×