Stjórnarandstaðan vill kalla fram vilja þjóðarinnar varðandi ESB Heimir Már Pétursson skrifar 14. apríl 2015 18:45 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna segja nauðsynlegt að þjóðin fái að ákveða framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið og mæltu fyrir tilögu þess efnis á Alþingi í dag. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins fagnar sinnaskiptum fyrir stjórnarflokka sem áður hafi greitt atkvæði gegn tillögu sem þessari. Formenn allra stjórnarandstöðuflokkanna ásamt kapteini Pírata flytja þingsályktun um að setja spurninguna um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 26. september í haust. Það kom hins vegar í hlut formanns Vinstri grænna að mæla fyrir tillögunni á Alþingi í dag í fjarveru formanns Samfylkingarinnar, sem er fyrsti flutningsmaður hennar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagðist enn þeirrar skoðunar að Íslandi væri best borgið fyrir utan Evrópusambandið en nauðsynlegt væri að kalla fram þjóðarvilja eftir bréf utanríkisráðherra til sambandsins. Hún minnti á að nú væri rætt í stjórnarskrárnefnd að tiltekinn hluti þjóðarinnar gæti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur um stór mál. „Okkar tillaga snýst hins vegar ekki um hvort taka eigi efnislega afstöðu til Evrópusambandsins eða ekki. Hún snýst um það að við leitum leiðsagnar þjóðarinnar í þessu máli. Og það má velta fyrir sér í ljósi þess sem ég hef hér sagt, að allt frá því Ísland verður aðili að EES samningnum, má segja að þessi spurning hafi verið lifandi í íslenskum stjórnmálum,“ segir Katrín. Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Katrínu hvernig hún myndi sjálf svara spurningunni sem gert er ráð fyrir í þingsályktunartillögunni að verði lögð fyrir þjóðina.Sjá einnig: Tæplega 80 prósent vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB „Hver væri afstaða hennar til þeirrar spurningar? Það er að segja hvort hún teldi rétt að halda áfram viðræðum og ef svo er, hvort að háttvirtur þingmaður telur að það eigi að gera að óbreyttum forsendum,“ spurði Birgir. Katrín sagði að forsendur gætu auðvitað hafa breyst og þá þyrfti að skoða það ef þjóðin vildi halda viðræðum áfram. Hins vegar væri kallað eftir því í þjóðfélaginu að almenningur kæmi að stórum ákvörðunum og þá þyrftu menn að lúta því ef þjóðin væri þeim ósammála. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, minnti á að Sjálfstæðisflokkurinn hefði lagt til þjóðaratkvæðagreiðslu eins og þessa árið 2009 þegar ákveðið var að sækja um aðild að Evrópusambandinu en þáverandi stjórnarflokkar hafnað því. Hún fagnaði sinnaskiptum þeirra nú. „Mínar skoðanir eru ljósar í þessu máli. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að leggja til við þjóðina, eins og ég var árið 2009, og leita skoðunar þjóðarinnar á þessu stóra máli,“ sagði Ragnheiður. En hún studdi aðildarumsóknina á sínum tíma og er í miklum minnihluta með þá skoðun innan þingflokks Sjálfstæðismanna. Alþingi Tengdar fréttir Utanríkisráðherra segir orðalag engu skipta – aðildarviðræðum við ESB sé lokið Utanríkisráðherra býst við að fá staðfestingu á því frá ESB að aðildarviðræðum Íslands við ESB sé endanlega lokið. Það skipti engu máli hvað menn vilji kalla það. 19. mars 2015 19:57 Staða Íslands sem umsóknarríki að ESB: Mjótt á munum milli fylkinga Samkvæmt könnun MMR vilja 41,6 prósent Íslendinga að Ísland sé umsóknarríki að ESB, en 42,5 prósent eru því andvíg. 13. apríl 2015 15:26 Tæplega 80 prósent vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Stór hluti þjóðarinnar vill að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB viðræðna en álíka stór hópur vill þó ekki ganga í Evrópusambandið. 21. mars 2015 19:04 Meirihluti andvígur því að draga aðildarumsókn til baka Meirihluti landsmanna er andvígur því að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. 2. apríl 2015 20:10 Ekkert samráð um bréfið við framkvæmdastjórn ESB Bréf utanríkisráðherra kom framkvæmdastjórn Evrópusambandsins algerlega á óvart. Þurfti aldrei leyfi Alþingis til að leggja aðildarumsóknina fram að mati utanríkisráðherra. 20. mars 2015 19:15 Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. 18. mars 2015 11:15 Mikil óánægja með störf Gunnars Braga í ESB-málinu Mikill meirihluti Íslendinga, eða 63 prósent, er ósáttur við framgöngu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Evrópumálum undanfarna daga. 20. mars 2015 07:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna segja nauðsynlegt að þjóðin fái að ákveða framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið og mæltu fyrir tilögu þess efnis á Alþingi í dag. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins fagnar sinnaskiptum fyrir stjórnarflokka sem áður hafi greitt atkvæði gegn tillögu sem þessari. Formenn allra stjórnarandstöðuflokkanna ásamt kapteini Pírata flytja þingsályktun um að setja spurninguna um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 26. september í haust. Það kom hins vegar í hlut formanns Vinstri grænna að mæla fyrir tillögunni á Alþingi í dag í fjarveru formanns Samfylkingarinnar, sem er fyrsti flutningsmaður hennar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagðist enn þeirrar skoðunar að Íslandi væri best borgið fyrir utan Evrópusambandið en nauðsynlegt væri að kalla fram þjóðarvilja eftir bréf utanríkisráðherra til sambandsins. Hún minnti á að nú væri rætt í stjórnarskrárnefnd að tiltekinn hluti þjóðarinnar gæti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur um stór mál. „Okkar tillaga snýst hins vegar ekki um hvort taka eigi efnislega afstöðu til Evrópusambandsins eða ekki. Hún snýst um það að við leitum leiðsagnar þjóðarinnar í þessu máli. Og það má velta fyrir sér í ljósi þess sem ég hef hér sagt, að allt frá því Ísland verður aðili að EES samningnum, má segja að þessi spurning hafi verið lifandi í íslenskum stjórnmálum,“ segir Katrín. Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Katrínu hvernig hún myndi sjálf svara spurningunni sem gert er ráð fyrir í þingsályktunartillögunni að verði lögð fyrir þjóðina.Sjá einnig: Tæplega 80 prósent vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB „Hver væri afstaða hennar til þeirrar spurningar? Það er að segja hvort hún teldi rétt að halda áfram viðræðum og ef svo er, hvort að háttvirtur þingmaður telur að það eigi að gera að óbreyttum forsendum,“ spurði Birgir. Katrín sagði að forsendur gætu auðvitað hafa breyst og þá þyrfti að skoða það ef þjóðin vildi halda viðræðum áfram. Hins vegar væri kallað eftir því í þjóðfélaginu að almenningur kæmi að stórum ákvörðunum og þá þyrftu menn að lúta því ef þjóðin væri þeim ósammála. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, minnti á að Sjálfstæðisflokkurinn hefði lagt til þjóðaratkvæðagreiðslu eins og þessa árið 2009 þegar ákveðið var að sækja um aðild að Evrópusambandinu en þáverandi stjórnarflokkar hafnað því. Hún fagnaði sinnaskiptum þeirra nú. „Mínar skoðanir eru ljósar í þessu máli. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að leggja til við þjóðina, eins og ég var árið 2009, og leita skoðunar þjóðarinnar á þessu stóra máli,“ sagði Ragnheiður. En hún studdi aðildarumsóknina á sínum tíma og er í miklum minnihluta með þá skoðun innan þingflokks Sjálfstæðismanna.
Alþingi Tengdar fréttir Utanríkisráðherra segir orðalag engu skipta – aðildarviðræðum við ESB sé lokið Utanríkisráðherra býst við að fá staðfestingu á því frá ESB að aðildarviðræðum Íslands við ESB sé endanlega lokið. Það skipti engu máli hvað menn vilji kalla það. 19. mars 2015 19:57 Staða Íslands sem umsóknarríki að ESB: Mjótt á munum milli fylkinga Samkvæmt könnun MMR vilja 41,6 prósent Íslendinga að Ísland sé umsóknarríki að ESB, en 42,5 prósent eru því andvíg. 13. apríl 2015 15:26 Tæplega 80 prósent vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Stór hluti þjóðarinnar vill að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB viðræðna en álíka stór hópur vill þó ekki ganga í Evrópusambandið. 21. mars 2015 19:04 Meirihluti andvígur því að draga aðildarumsókn til baka Meirihluti landsmanna er andvígur því að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. 2. apríl 2015 20:10 Ekkert samráð um bréfið við framkvæmdastjórn ESB Bréf utanríkisráðherra kom framkvæmdastjórn Evrópusambandsins algerlega á óvart. Þurfti aldrei leyfi Alþingis til að leggja aðildarumsóknina fram að mati utanríkisráðherra. 20. mars 2015 19:15 Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. 18. mars 2015 11:15 Mikil óánægja með störf Gunnars Braga í ESB-málinu Mikill meirihluti Íslendinga, eða 63 prósent, er ósáttur við framgöngu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Evrópumálum undanfarna daga. 20. mars 2015 07:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Utanríkisráðherra segir orðalag engu skipta – aðildarviðræðum við ESB sé lokið Utanríkisráðherra býst við að fá staðfestingu á því frá ESB að aðildarviðræðum Íslands við ESB sé endanlega lokið. Það skipti engu máli hvað menn vilji kalla það. 19. mars 2015 19:57
Staða Íslands sem umsóknarríki að ESB: Mjótt á munum milli fylkinga Samkvæmt könnun MMR vilja 41,6 prósent Íslendinga að Ísland sé umsóknarríki að ESB, en 42,5 prósent eru því andvíg. 13. apríl 2015 15:26
Tæplega 80 prósent vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Stór hluti þjóðarinnar vill að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB viðræðna en álíka stór hópur vill þó ekki ganga í Evrópusambandið. 21. mars 2015 19:04
Meirihluti andvígur því að draga aðildarumsókn til baka Meirihluti landsmanna er andvígur því að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. 2. apríl 2015 20:10
Ekkert samráð um bréfið við framkvæmdastjórn ESB Bréf utanríkisráðherra kom framkvæmdastjórn Evrópusambandsins algerlega á óvart. Þurfti aldrei leyfi Alþingis til að leggja aðildarumsóknina fram að mati utanríkisráðherra. 20. mars 2015 19:15
Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. 18. mars 2015 11:15
Mikil óánægja með störf Gunnars Braga í ESB-málinu Mikill meirihluti Íslendinga, eða 63 prósent, er ósáttur við framgöngu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Evrópumálum undanfarna daga. 20. mars 2015 07:00