Þetta uppeldi er í boði … Ragnar Hansson skrifar 14. apríl 2015 09:30 Fyrirsögnin á forsíðu Fréttablaðsins í gær var ósönn. Hún hljómaði svona: „Fólki sama um merktar gjafir“. Þarna er átt við gjafir til grunnskólabarna á skólatíma þeirra sem hefur mikið verið á milli tannanna á fólki upp á síðkastið. Í fréttinni er því haldið fram, enn og aftur, að Reykjavíkurborg banni fyrirtækjum að gefa grunnskólabörnum merktar gjafir. Fréttin virðist ansi lituð einni afstöðu umfram aðra. Það skil ég reyndar vel. Enda hef ég mína afstöðu og mun hún lita skrif mín í þessum pistli. Förum fyrst yfir nokkrar staðreyndir: 1. Skólastjórnendur höfðu lengi vel kallað eftir viðmiðum þegar kemur að gjöfum til barna á skólatíma og umræða hefst á Alþingi. 2. Árið 2005 komu tilmæli frá Menntamálaráðuneytinu og álit frá Umboðsmanni barna til sveitafélaganna um að setja sér viðmið um markaðsstarf og auglýsingar í skólum. 3. Menntasvið Reykjavíkur brást strax við sama ár og samdi viðmiðunarreglur sem síðan voru endurskoðaðar og samræmdar þegar sviðið var sameinað 2011. Þær reglur eru nú til umræðu í fjölmiðlum. Þessar viðmiðarreglur, sem nú er reyndar verið að endurskoða, hefur skólastjórum ávallt verið frjálst að fara eftir, eða ekki. Langflestir skólastjórar í Reykjavík hafa þó kosið að fara eftir þeim. Nú spyr maður sig af hverju hefur ekki verið fjallað um reglur annarra sveitafélaga sem þau áttu sannarlega að setja sér eftir tilmælum Menntamálaráðuneytisins og Umboðsmanni barna? Það má líka spyrja skólastjórnendur annarra sveitarfélaga hvernig þeir skilgreini markaðsstarf í skólum, leyfi þeir slíkar gjafir til nemenda á skólatíma þeirra. Hvar er sú fjölmiðlaumfjöllun? Ég læt kannski hljóma eins og skólastjórar í Reykjavík feli sig bak við þessar viðmiðunarreglur og fríi sig þannig ábyrgð. Og að pólitíkusar borgarinnar geri það líka, þar sem kallið kom annars staðar frá. En bara svo ég taki fram, sem pólitíkus hjá borginni, að ég hef engan áhuga á að fela mig bak við slíkt eða fría mig ábyrgð, því ég er mjög sammála þessum viðmiðunarreglum. Hér ætla ég ekki að halda því fram að mín afstaða sé öðrum æðri. En ég mun þó beita öllum tiltækum brögðum til að hún hljómi þannig. Annað þætti mér ósanngjarnt. Að mínu mati. En aftur að fréttinni: Hún er unnin upp úr könnun sem Capacent Gallup vann fyrir Eimskip og Kiwanishreyfinguna. Þar kemur fram að 90% aðspurðra væru hlynntir því að grunnskólabörnum 1. bekkjar yrðu gefnir merktir reiðhjólahjálmar. Ég skal viðurkenna, verandi sjálfur andvígur slikum gjöfum, að svo skýr niðurstaða kom mér á óvart. Ákvað ég því að rýna aðeins betur í könnunina: Hún var lögð fyrir 1.750 manns af landinu öllu, 18 ára og eldri. 60% svöruðu. Spurningin sem lögð var fyrir úrtakshópinn hljómaði svona: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að leyfa Kiwanis hreyfingunni í samstarfi við Eimskip að fara í grunnskóla og gefa börnum í 1. bekk reiðhjólahjálma og fræðsluefni um mikilvægi og notkun þeirra?“Í frétt Fréttablaðsins kemur þó fram að „Spurt hafi verið um afstöðu til merktra reiðhjólahjálma sem gefnir eru 1. bekkingum grunnskóla.“Hvergi í spurningunni var spurt um merkta hjálma, hvað þá aðrar gjafir. Auk þess er spurningin afar leiðandi að mínu mati (enda litaður af minni skoðun) og erfitt að vera óhlynntur spurningu sem spyr hvort gefa eigi börnum hjálma og fræðslu um mikilvægi þeirra. Spurningin kemur umræðunni um gjafir merktar auglýsinum ekkert við. Því sé ég ekki betur, verandi minnar skoðunnar, að alhæfingin „fólki er sama um merktar gjafir“ sé algerlega úr lausu lofti gripin, enda byggð á spurningu sem snýr einungis að einni gjöf og hvergi sé rætt um að hún sé auglýsingamerkt. Ýmis gjafamál hafa verið í umræðunni og vísar fréttin og fyrirsögnin greinilega einnig í þau, án þess að minnast beint á það. Auk „stóra hjálmamálsins“ hefur „stóra tannburstamálið“ og „stóra sólmyrkvagleraugnamálið“ verið áberandi í umræðunni. Í því samhengi hefur einnig verið rætt um heimsóknir íþrótta- og trúfélaga, rithöfunda og tónlistarmanna og svo framvegis. Öll eru þessi mál ólík í eðli sínu og hef ég mismunandi afstöðu til þeirra, en ætla þó að halda mig við „stóra hjálmamálinið“ í eftirfarandi skrifum, enda er fyrrnefnd frétt byggð á spurningu sem snýr að því máli og er kostuð af þeim sem vilja hjálmana gefa. Spurt er: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að leyfa Kiwanis hreyfingunni í samstarfi við Eimskip að gera höfuð barns þíns að auglýsingaskilti?“Leiðandi spurning? Já. En hún þjónar minni afstöðu. Ég geri mér algerlega grein fyrir því að stór hluti fólks væri fylgjandi slíkum gjöfum hvernig sem spurningin væri orðuð. Jafnvel meirihluti fólks. Því hef ég mikinn skilning á enda hef ég rætt við marga sem telja þetta mikla búbót í hörðum og dýrum heimilisrekstri. Afar skiljanlegt. En hvað réttlætir það að fyrirtæki sem kemur reiðhjólahjálmum ekkert við fái að koma merki sínu í eigur allra grunnskólabarna landsins, allt undir formerkjum öryggis. Það hljómar eins og barnið þitt sé hreinlega í hættu, fái það ekki Eimskipamerki á höfuð sitt. Hvernig hljómar þá þessi spurning: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að leyfa Coca-Cola að fara í grunnskóla og gefa börnum í 1. bekk úlpu og fræðsluefni um mikilvægi þess að klæða sig vel í köldu veðri?“Það er reyndar ekki tekið fram í þessari spurningu að öll grunnskólabörn yrðu með stórt Coke merki á bakinu, en við skulum ekki gleyma því að íslenskur vetur er kaldur og getur hreinlega drepið börn ef þau klæða sig ekki nógu vel. Já, hjálmar eru nauðsynlegir hjólandi börnum. Og já, hjálmar eru dýrir og vega þungt á buddu margra foreldra. Þetta er vandi. En rausnarlegar gjafir stórfyrirtækja gera lítið til að slá á hann, því vandinn er stærri en það. Og hver er þá vandinn? Getur verið að hann hafi eitthvað með það að gera að fjármálaráðherra okkar ávarpar launalægstu þegna þjóðarinnar frá Flórida um að gæta hófs í kjarakröfum sínum, á meðan börn ganga um með 100 þúsund króna snjallsíma? En erum við virkilega orðin það desperat að við erum farin að biðja stórfyrirtæki um að sponsora uppeldi barna okkar gegn því að þau séu gangandi (eða hjólandi) auglýsingaskilti fyrir þau? Foreldrum er velkomið að hleypa börnum sínum í hvaða gjafir sem er. En ekki gleyma því að á þessu landi er skólaskylda, sem þýðir að börnum er ólöglegt að ganga EKKI í grunnskóla. Og jafnvel þótt einungis 5% foreldra væru á móti slíkum gjöfum (og þeir ERU fleiri), væri samt réttlátt að setja börn þeirra í þá stöðu að kennarinn deili út gjöfum til allra, nema Siggu, Kidda og Gunnu? Er virkilega í lagi að það sé sjálfgefið, í okkar lögbundnu skólagöngu, að börn taki við gjöfum merktum auglýsingum fyrirtækja? Ef þessum fyrirtækjum er öryggi barnanna okkar svo ofarlega í huga, af hverju þurfa þá gjafir þeirra að vera merktar? Og af hverju nálgast þau ekki foreldrana beint, frekar en í gegnum skóla? Samkvæmt frétt mbl.is í gær, í viðbragði við könnuninni, kemur fram að Eimskip ætlar nú að gefa hjálmana utan skólatíma. Gott mál! Þar kemur einnig fram að Eimskip hafi „neyðst“ til að merkja hjálmana merki sínu, þar sem þeir væru „tæknilega“ framleiðendur þeirra. Einmitt. Í frétt mbl kallar upplýsingafulltrúi Eimskipa einnig eftir því að kjörnir fulltrúar komi fram og segjast vera með eða á móti þessum reglum. Án þess að tala fyrir einn né neinn annan en mig, hvort sem er í minni- eða meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur, held ég að það komi ansi skýrt fram hér hvar ég stend í þessu, eins hlutdrægur og litaður og ég er af eigin afstöðu, í það minnsta í þessu máli. Og því súmmera ég þetta upp í endingu, á eins hlutdrægan hátt og ég mögulega get: Finnst okkur í lagi að stórfyrirtæki sem skilaði milljörðum í hagnað á síðasta ári skuli geta, með einni keyptri spurningu, endað með frjálslega túlkaða niðurstöðu á forsíðu stærsta dagblaðs landsins, til þess eins að koma lógóinu sínu á börnin okkar? Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Tengdar fréttir Segir ómögulegt að gefa ómerkta tannbursta „Þetta gekk allt saman vel þar til á síðasta ári og í ár þegar einhver skólastjóri lætur vita af óánægju sinni,“ segir Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélagsins. 22. janúar 2015 10:32 Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38 Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður "Reglurnar eru alveg skýrar með það og ekki hægt að heimila að gefa börnum gjafir frá fyrirtækjum á skólatíma,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 20. janúar 2015 09:56 Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin á forsíðu Fréttablaðsins í gær var ósönn. Hún hljómaði svona: „Fólki sama um merktar gjafir“. Þarna er átt við gjafir til grunnskólabarna á skólatíma þeirra sem hefur mikið verið á milli tannanna á fólki upp á síðkastið. Í fréttinni er því haldið fram, enn og aftur, að Reykjavíkurborg banni fyrirtækjum að gefa grunnskólabörnum merktar gjafir. Fréttin virðist ansi lituð einni afstöðu umfram aðra. Það skil ég reyndar vel. Enda hef ég mína afstöðu og mun hún lita skrif mín í þessum pistli. Förum fyrst yfir nokkrar staðreyndir: 1. Skólastjórnendur höfðu lengi vel kallað eftir viðmiðum þegar kemur að gjöfum til barna á skólatíma og umræða hefst á Alþingi. 2. Árið 2005 komu tilmæli frá Menntamálaráðuneytinu og álit frá Umboðsmanni barna til sveitafélaganna um að setja sér viðmið um markaðsstarf og auglýsingar í skólum. 3. Menntasvið Reykjavíkur brást strax við sama ár og samdi viðmiðunarreglur sem síðan voru endurskoðaðar og samræmdar þegar sviðið var sameinað 2011. Þær reglur eru nú til umræðu í fjölmiðlum. Þessar viðmiðarreglur, sem nú er reyndar verið að endurskoða, hefur skólastjórum ávallt verið frjálst að fara eftir, eða ekki. Langflestir skólastjórar í Reykjavík hafa þó kosið að fara eftir þeim. Nú spyr maður sig af hverju hefur ekki verið fjallað um reglur annarra sveitafélaga sem þau áttu sannarlega að setja sér eftir tilmælum Menntamálaráðuneytisins og Umboðsmanni barna? Það má líka spyrja skólastjórnendur annarra sveitarfélaga hvernig þeir skilgreini markaðsstarf í skólum, leyfi þeir slíkar gjafir til nemenda á skólatíma þeirra. Hvar er sú fjölmiðlaumfjöllun? Ég læt kannski hljóma eins og skólastjórar í Reykjavík feli sig bak við þessar viðmiðunarreglur og fríi sig þannig ábyrgð. Og að pólitíkusar borgarinnar geri það líka, þar sem kallið kom annars staðar frá. En bara svo ég taki fram, sem pólitíkus hjá borginni, að ég hef engan áhuga á að fela mig bak við slíkt eða fría mig ábyrgð, því ég er mjög sammála þessum viðmiðunarreglum. Hér ætla ég ekki að halda því fram að mín afstaða sé öðrum æðri. En ég mun þó beita öllum tiltækum brögðum til að hún hljómi þannig. Annað þætti mér ósanngjarnt. Að mínu mati. En aftur að fréttinni: Hún er unnin upp úr könnun sem Capacent Gallup vann fyrir Eimskip og Kiwanishreyfinguna. Þar kemur fram að 90% aðspurðra væru hlynntir því að grunnskólabörnum 1. bekkjar yrðu gefnir merktir reiðhjólahjálmar. Ég skal viðurkenna, verandi sjálfur andvígur slikum gjöfum, að svo skýr niðurstaða kom mér á óvart. Ákvað ég því að rýna aðeins betur í könnunina: Hún var lögð fyrir 1.750 manns af landinu öllu, 18 ára og eldri. 60% svöruðu. Spurningin sem lögð var fyrir úrtakshópinn hljómaði svona: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að leyfa Kiwanis hreyfingunni í samstarfi við Eimskip að fara í grunnskóla og gefa börnum í 1. bekk reiðhjólahjálma og fræðsluefni um mikilvægi og notkun þeirra?“Í frétt Fréttablaðsins kemur þó fram að „Spurt hafi verið um afstöðu til merktra reiðhjólahjálma sem gefnir eru 1. bekkingum grunnskóla.“Hvergi í spurningunni var spurt um merkta hjálma, hvað þá aðrar gjafir. Auk þess er spurningin afar leiðandi að mínu mati (enda litaður af minni skoðun) og erfitt að vera óhlynntur spurningu sem spyr hvort gefa eigi börnum hjálma og fræðslu um mikilvægi þeirra. Spurningin kemur umræðunni um gjafir merktar auglýsinum ekkert við. Því sé ég ekki betur, verandi minnar skoðunnar, að alhæfingin „fólki er sama um merktar gjafir“ sé algerlega úr lausu lofti gripin, enda byggð á spurningu sem snýr einungis að einni gjöf og hvergi sé rætt um að hún sé auglýsingamerkt. Ýmis gjafamál hafa verið í umræðunni og vísar fréttin og fyrirsögnin greinilega einnig í þau, án þess að minnast beint á það. Auk „stóra hjálmamálsins“ hefur „stóra tannburstamálið“ og „stóra sólmyrkvagleraugnamálið“ verið áberandi í umræðunni. Í því samhengi hefur einnig verið rætt um heimsóknir íþrótta- og trúfélaga, rithöfunda og tónlistarmanna og svo framvegis. Öll eru þessi mál ólík í eðli sínu og hef ég mismunandi afstöðu til þeirra, en ætla þó að halda mig við „stóra hjálmamálinið“ í eftirfarandi skrifum, enda er fyrrnefnd frétt byggð á spurningu sem snýr að því máli og er kostuð af þeim sem vilja hjálmana gefa. Spurt er: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að leyfa Kiwanis hreyfingunni í samstarfi við Eimskip að gera höfuð barns þíns að auglýsingaskilti?“Leiðandi spurning? Já. En hún þjónar minni afstöðu. Ég geri mér algerlega grein fyrir því að stór hluti fólks væri fylgjandi slíkum gjöfum hvernig sem spurningin væri orðuð. Jafnvel meirihluti fólks. Því hef ég mikinn skilning á enda hef ég rætt við marga sem telja þetta mikla búbót í hörðum og dýrum heimilisrekstri. Afar skiljanlegt. En hvað réttlætir það að fyrirtæki sem kemur reiðhjólahjálmum ekkert við fái að koma merki sínu í eigur allra grunnskólabarna landsins, allt undir formerkjum öryggis. Það hljómar eins og barnið þitt sé hreinlega í hættu, fái það ekki Eimskipamerki á höfuð sitt. Hvernig hljómar þá þessi spurning: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að leyfa Coca-Cola að fara í grunnskóla og gefa börnum í 1. bekk úlpu og fræðsluefni um mikilvægi þess að klæða sig vel í köldu veðri?“Það er reyndar ekki tekið fram í þessari spurningu að öll grunnskólabörn yrðu með stórt Coke merki á bakinu, en við skulum ekki gleyma því að íslenskur vetur er kaldur og getur hreinlega drepið börn ef þau klæða sig ekki nógu vel. Já, hjálmar eru nauðsynlegir hjólandi börnum. Og já, hjálmar eru dýrir og vega þungt á buddu margra foreldra. Þetta er vandi. En rausnarlegar gjafir stórfyrirtækja gera lítið til að slá á hann, því vandinn er stærri en það. Og hver er þá vandinn? Getur verið að hann hafi eitthvað með það að gera að fjármálaráðherra okkar ávarpar launalægstu þegna þjóðarinnar frá Flórida um að gæta hófs í kjarakröfum sínum, á meðan börn ganga um með 100 þúsund króna snjallsíma? En erum við virkilega orðin það desperat að við erum farin að biðja stórfyrirtæki um að sponsora uppeldi barna okkar gegn því að þau séu gangandi (eða hjólandi) auglýsingaskilti fyrir þau? Foreldrum er velkomið að hleypa börnum sínum í hvaða gjafir sem er. En ekki gleyma því að á þessu landi er skólaskylda, sem þýðir að börnum er ólöglegt að ganga EKKI í grunnskóla. Og jafnvel þótt einungis 5% foreldra væru á móti slíkum gjöfum (og þeir ERU fleiri), væri samt réttlátt að setja börn þeirra í þá stöðu að kennarinn deili út gjöfum til allra, nema Siggu, Kidda og Gunnu? Er virkilega í lagi að það sé sjálfgefið, í okkar lögbundnu skólagöngu, að börn taki við gjöfum merktum auglýsingum fyrirtækja? Ef þessum fyrirtækjum er öryggi barnanna okkar svo ofarlega í huga, af hverju þurfa þá gjafir þeirra að vera merktar? Og af hverju nálgast þau ekki foreldrana beint, frekar en í gegnum skóla? Samkvæmt frétt mbl.is í gær, í viðbragði við könnuninni, kemur fram að Eimskip ætlar nú að gefa hjálmana utan skólatíma. Gott mál! Þar kemur einnig fram að Eimskip hafi „neyðst“ til að merkja hjálmana merki sínu, þar sem þeir væru „tæknilega“ framleiðendur þeirra. Einmitt. Í frétt mbl kallar upplýsingafulltrúi Eimskipa einnig eftir því að kjörnir fulltrúar komi fram og segjast vera með eða á móti þessum reglum. Án þess að tala fyrir einn né neinn annan en mig, hvort sem er í minni- eða meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur, held ég að það komi ansi skýrt fram hér hvar ég stend í þessu, eins hlutdrægur og litaður og ég er af eigin afstöðu, í það minnsta í þessu máli. Og því súmmera ég þetta upp í endingu, á eins hlutdrægan hátt og ég mögulega get: Finnst okkur í lagi að stórfyrirtæki sem skilaði milljörðum í hagnað á síðasta ári skuli geta, með einni keyptri spurningu, endað með frjálslega túlkaða niðurstöðu á forsíðu stærsta dagblaðs landsins, til þess eins að koma lógóinu sínu á börnin okkar? Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því?
Segir ómögulegt að gefa ómerkta tannbursta „Þetta gekk allt saman vel þar til á síðasta ári og í ár þegar einhver skólastjóri lætur vita af óánægju sinni,“ segir Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélagsins. 22. janúar 2015 10:32
Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38
Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður "Reglurnar eru alveg skýrar með það og ekki hægt að heimila að gefa börnum gjafir frá fyrirtækjum á skólatíma,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 20. janúar 2015 09:56
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun