
Rektorskjör í HÍ: Ræða Jóns Atla Benediktssonar
Ég er rafmagnsverkfræðingur og lauk prófi frá Háskóla Íslands árið 1984. Á námsárum mínum tók ég virkan þátt í hagsmunabaráttu stúdenta og var m.a. formaður hagsmunanefndar Stúdentaráðs. Það var afar dýrmæt reynsla sem ég bý að. Ég lauk doktorsprófi frá Purdue-háskóla í Bandaríkjunum árið 1990 og kom til Háskóla Íslands sem lektor í rafmagnsverkfræði árið 1991. Í gegnum tíðina hef ég kennt fjölmörg námskeið á grunn- og framhaldsstigi við Háskóla Íslands. Á þessu misseri kenni ég námskeið á fyrsta ári í rafmagnsverkfæði. Ég nýt þess að kenna og vinna með nemendum. Undir minni handleiðslu hafa fjölmargir meistaranemar útskrifast og sjö doktorsnemar frá árinu 2007 en doktorsnám er mjög mikilvægur þáttur í starfsemi Háskólans. Sérsvið mitt í rannsóknum er fjarkönnun og lífverkfræði.
Auk rannsókna og kennslu hef ég fjölþætta reynslu að stjórnun innan Háskóla Íslands en ég hef m.a. verið aðstoðarrektor vísinda og kennslu frá árinu 2009. Á þeim tíma hefur verkefni mitt einkum verið að efla rannsóknir og kennslu innan skólans. Í þeim málum hef ég unnið náið með stúdentum og það hefur verið mjög gott samstarf. Ég hef nú ákveðið að gefa kost á mér til embættis rektors Háskóla Íslands. Ég vil efla Háskóla Íslands sem alhliða háskóli sem hefur breytt námsframboð á grunnstigi, meistarastigi og doktorsstigi. Ég legg líka áherslu á að Háskóli Íslands sé öflugur alþjóðlegur rannsóknarháskóli sem þó hefur skýrar skyldur við íslenskt samfélag. Ég hef bent á að Háskóli Íslands er undirfjármögnuð stofnun og það þarf að breytast. Hann var undirfjármagnaður fyrir hrun en það sýndi m.a. skýrsla Samtaka evrópskra háskóla (EUA) frá 2005. Eftir hrun hefur Háskóli Íslands orðið fyrir um 20% niðurskurði. Á sama tíma hefur nemendum fjölgað um 20% og skólinn sótt fram sem rannsóknarháskóli. Þetta gengur þó ekki mikið lengur. Þess vegna er lykilatriði að treysta betur fjármögnun Háskóla Íslands. Stjórnvöld hafa gefið fyrirheit um að ná svokölluðu OECD-meðaltali á næsta ári í fjárframlögum á hvern nemanda og síðan svokölluðu Norðurlandameðaltali árið 2020. Nái ég kjöri mun ég fylgja því eftir af festu að stjórnvöld standi við gefin fyrirheit.
Ég vil efla rannsóknir og kennslustarf innan Háskólans. Með auknum fjárveitingum getum við bætt svokallað nemenda-/kennarahlutfall, þ.e. hversu margir nemendur eru á hvern kennara, elft nýliðun, bætt kennsluhætti, tryggt að nemendur fái góða endurgjöf og innleitt nýjustu kennslutækni. Þetta eru allt atriði sem skipta okkur gríðarlegu máli. Ég vil líka kappkosta að bæta kjör og aðbúnað starfsfólks og nemenda en það hangir mjög mikið á því að auka fjárveitingar til skólans.
Ég mun beita mér fyrir því að leggja stúdentum lið í hagsmunabaráttu þeirra. Varðandi Lánasjóð íslenskra námsmanna nefni ég sérstaklega að krafan um 22 einingar á misseri er of ströng og ég mun beita mér með stúdentum fyrir því að fá þessu breytt. Ég mun einnig styðja stúdenta í að fá bæði framfærsluna og frítekjumarkið hækkað. Ég mun líka styðja við áform um uppbyggingu stúdentagarða og að staðið verði við viljayfirlýsingu sem undirrituð var í desember síðastliðnum um byggingu um um 750 stúdentaíbúða á næstu fimm árum. Rektor getur lagst á sveif með stúdentum í svona málum Háskóli Íslands er samfélag og rektor er fulltrúi bæði starfsfólks og nemenda.
Ég legg jafnframt áherslu á að gera starfið innan Háskóla Íslands sýnilegra enda er þar unnið mjög mikilvægt starf í þágu samfélagsins alls sem er kostað að miklu leyti af skattfé almennings.. Einnig vil ég stuðla að auknu samstarfi við stofnanir og atvinnulíf. Það mætti t.a.m. gera með því að bjóða stúdentum að vinna fleiri raunhæf verkefni í tengslum við fyrirtæki og stofnanir í landinu. Verði ég kjörinn rektor mun ég beita mér fyrir því að stofnuð verði sérstök skrifstofa sem hefur það hlutverk að skipuleggja slíkt samstarf og auðvelda nemendum að vinna raunhæf verkefni hjá stofnunum og fyrirtækjum. Í öllum þessum málum og fleirum fara hagsmunir stúdenta og Háskólans saman. Ég mun hafa það að leiðarljósi verði ég kjörinn rektor Háskóla Íslands 13. apríl. Ég þakka ykkur kærlega fyrir og óska eftir stuðningi ykkar.
Vísir bauð öllum frambjóðendunum þremur til rektors Háskóla Íslands að birta erindi sín frá kappræðunum á Háskólatorgi í vikunni.
Tengdar fréttir

Rektorskjör í HÍ: Ræða Guðrúnar Nordal
Ég legg áherslu á að allar greinar búi við sambærileg skilyrði innan skólans og að þið stúdentar hafi jafna aðstöðu hvar sem þið eruð í skólanum.

Rektorskjör í HÍ: Ræða Einars Steingrímssonar
Það er rétt að taka fram í upphafi að ástæða þess að ég er ekki hér í dag er að Stúdentaráð hætti við að hafa þennan fund þegar ég var síðast á landinu -- til að hliðra til fyrir öðrum frambjóðanda.
Skoðun

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Og hvað svo?
Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar

Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu
Guðmundur Andri Thorsson skrifar