Markaðsmisnotkunarmálið: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum" Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. apríl 2015 13:11 Ingólfur Helgason og Hreiðar Már Sigurðsson. vísir Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings frá apríl 2007 og þar til bankinn féll í október 2008, hefur orðið nokkuð tíðrætt um það við skýrslutöku fyrir dómi í dag að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður.” Einar er einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings og hefur setið fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara í morgun. Í einu símtala sem spilað var fyrir dómi ræðir Einar að því er virðist erfiða stöðu Kaupþings á markaði við Birni Sæ Björnsson, verðbréfasala hjá eigin viðskiptum, sem einnig er ákærður í málinu. Í símtalinu segir Einar meðal annars: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum, sagði hann, annars vegar að láta þá bara félagið sunka og það hefði bara verið spírall sem hefði tekið allt með sér. [...] Eða að fara þessa leið, sem er pínu hættuleg og er að reyna að halda genginu sæmilegu.”Ekki ólöglegt heldur áhættusamt Saksóknari bað Einar um að útskýra þessi orð sín og af hverju þeir hafi þurft að halda genginu „sæmilegu.” „Þarna er ég að vitna í samtal mitt við Ingólf. Hann er þessi „hann” sem ég minnist á. Ég skildi hann bara þannig að við ættum að vera með öflugan seljanleika, öfluga vakt í bréfunum,” svaraði Einar. Hann útskýrði síðan hvað hann hefði átt við með því að leiðin væri „pínu hættuleg”: „Þegar ég segi hættuleg þá er ég ekki að meina ólöglegt heldur að þetta sé áhættusamt. Það að hafa svona mikið af Kaupþingsbréfum hjá eigin viðskiputm hafði í för með sér tap á lækkandi markaði. Það er því áhættusamt að vera með þessa öflugu viðskiptavakt. Ég hefði ekki valið þessa leið en þeir völdu þessa leið. Þeir töldu greinilega að ávinningurinn væri meiri en tapið.”Koma í veg fyrir brjálæðislegar sveiflur Dómari spurði þá hverjir væru þessir „þeir”. „Já, eða það er sem sagt Ingólfur. Hann verður svo að svara hvort það hafi verið einhverjir aðrir með,” svaraði Einar. Yfirmenn Ingólfs voru forstjórinn Hreiðar Már Sigurðsson og stjórnarformaðurinn Sigurður Einarsson. Björn spurði svo hvort að Einar hafi verið í björgunaraðgerðum fyrir bankann. „Ég hélt ekki að ég væri í björgunaraðgerðum og hef aldrei haldið því fram. Mér fannst þetta ekkert óeðlilegt þó ég hefði sjálfur ekki valið þessa leið því hún getur valdið fjárhagslegu tjóni.” Hann var síðan spurður hvers vegna þetta hafi snúist svona mikið um gengi bréfa í bankanum. Svaraði Einar því til að það hafi verið til að koma í veg fyrir „þessar brjálæðislegu sveiflur.” Saksóknari sagði þá að “spírall” væru ekki sveiflur heldur einfaldlega lækkun og spurði hvort að væri verið að koma í veg fyrir spíralinn. „Ég get ekki svarað fyrir þá,” sagði Einar þá. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. 27. apríl 2015 11:13 Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Líkt og áður er fjöldi símtala spilaður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 27. apríl 2015 13:02 „Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” 28. apríl 2015 11:21 Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu hvort að eigin viðskipti gætu „tæknilega blekkt markaðinn” Á meðal gagna í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings er upptaka frá fundi innri endurskoðunar bankans með Einari Pálma Sigmundssyni, forstöðumanns eigin viðskipta, í nóvember 2007. 27. apríl 2015 19:30 „Ég hef ekkert vald í Kaupþingi” Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi, var ekki alltaf klár á því hvaða skilaboð forstjórinn, Ingólfur Helgason, var að senda varðandi hlutabréfakaup bankans í sjálfum sér. 27. apríl 2015 16:54 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings frá apríl 2007 og þar til bankinn féll í október 2008, hefur orðið nokkuð tíðrætt um það við skýrslutöku fyrir dómi í dag að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður.” Einar er einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings og hefur setið fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara í morgun. Í einu símtala sem spilað var fyrir dómi ræðir Einar að því er virðist erfiða stöðu Kaupþings á markaði við Birni Sæ Björnsson, verðbréfasala hjá eigin viðskiptum, sem einnig er ákærður í málinu. Í símtalinu segir Einar meðal annars: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum, sagði hann, annars vegar að láta þá bara félagið sunka og það hefði bara verið spírall sem hefði tekið allt með sér. [...] Eða að fara þessa leið, sem er pínu hættuleg og er að reyna að halda genginu sæmilegu.”Ekki ólöglegt heldur áhættusamt Saksóknari bað Einar um að útskýra þessi orð sín og af hverju þeir hafi þurft að halda genginu „sæmilegu.” „Þarna er ég að vitna í samtal mitt við Ingólf. Hann er þessi „hann” sem ég minnist á. Ég skildi hann bara þannig að við ættum að vera með öflugan seljanleika, öfluga vakt í bréfunum,” svaraði Einar. Hann útskýrði síðan hvað hann hefði átt við með því að leiðin væri „pínu hættuleg”: „Þegar ég segi hættuleg þá er ég ekki að meina ólöglegt heldur að þetta sé áhættusamt. Það að hafa svona mikið af Kaupþingsbréfum hjá eigin viðskiputm hafði í för með sér tap á lækkandi markaði. Það er því áhættusamt að vera með þessa öflugu viðskiptavakt. Ég hefði ekki valið þessa leið en þeir völdu þessa leið. Þeir töldu greinilega að ávinningurinn væri meiri en tapið.”Koma í veg fyrir brjálæðislegar sveiflur Dómari spurði þá hverjir væru þessir „þeir”. „Já, eða það er sem sagt Ingólfur. Hann verður svo að svara hvort það hafi verið einhverjir aðrir með,” svaraði Einar. Yfirmenn Ingólfs voru forstjórinn Hreiðar Már Sigurðsson og stjórnarformaðurinn Sigurður Einarsson. Björn spurði svo hvort að Einar hafi verið í björgunaraðgerðum fyrir bankann. „Ég hélt ekki að ég væri í björgunaraðgerðum og hef aldrei haldið því fram. Mér fannst þetta ekkert óeðlilegt þó ég hefði sjálfur ekki valið þessa leið því hún getur valdið fjárhagslegu tjóni.” Hann var síðan spurður hvers vegna þetta hafi snúist svona mikið um gengi bréfa í bankanum. Svaraði Einar því til að það hafi verið til að koma í veg fyrir „þessar brjálæðislegu sveiflur.” Saksóknari sagði þá að “spírall” væru ekki sveiflur heldur einfaldlega lækkun og spurði hvort að væri verið að koma í veg fyrir spíralinn. „Ég get ekki svarað fyrir þá,” sagði Einar þá.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. 27. apríl 2015 11:13 Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Líkt og áður er fjöldi símtala spilaður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 27. apríl 2015 13:02 „Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” 28. apríl 2015 11:21 Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu hvort að eigin viðskipti gætu „tæknilega blekkt markaðinn” Á meðal gagna í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings er upptaka frá fundi innri endurskoðunar bankans með Einari Pálma Sigmundssyni, forstöðumanns eigin viðskipta, í nóvember 2007. 27. apríl 2015 19:30 „Ég hef ekkert vald í Kaupþingi” Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi, var ekki alltaf klár á því hvaða skilaboð forstjórinn, Ingólfur Helgason, var að senda varðandi hlutabréfakaup bankans í sjálfum sér. 27. apríl 2015 16:54 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. 27. apríl 2015 11:13
Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Líkt og áður er fjöldi símtala spilaður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 27. apríl 2015 13:02
„Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” 28. apríl 2015 11:21
Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu hvort að eigin viðskipti gætu „tæknilega blekkt markaðinn” Á meðal gagna í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings er upptaka frá fundi innri endurskoðunar bankans með Einari Pálma Sigmundssyni, forstöðumanns eigin viðskipta, í nóvember 2007. 27. apríl 2015 19:30
„Ég hef ekkert vald í Kaupþingi” Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi, var ekki alltaf klár á því hvaða skilaboð forstjórinn, Ingólfur Helgason, var að senda varðandi hlutabréfakaup bankans í sjálfum sér. 27. apríl 2015 16:54