Umboðsmenn eru sníkjudýr og þarf að ná mömmunni á völlinn 28. apríl 2015 10:13 FH gæti ekki spilað á Íslandi ef liðið kæmist í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. vísir/andri VÍB hélt áhugaverðan fund í morgun um fjármál í fótbolta. Þar flutti Nils Skutle erindi en hann var formaður norska liðsins Rosenborg á blómaskeiði félagsins frá 1998 til 2011. Er erindi Skutle lauk voru pallborðsumræður með Skutle og Jóni Rúnari Halldórssyni, formanni knattspyrnudeildar FH, og Baldri Stefánssyni, varaformanni knattspyrnudeildar KR. Farið var um víðan völl og mikið rætt um hvað myndi gerast ef íslenskt félag kæmist inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en þeim árangri myndi fylgja miklar tekjur. Meðal annars var því vel velt upp hvar íslensku liðin myndu spila. „Við myndum ekki spila á Íslandi. Það yrði ekki hægt. Við yrðum að spila í Noregi eða Danmörku," sagði Jón Rúnar. Skutle fór ekki fögrum orðum um umboðsmenn í pallborðsumræðunum. „Umboðsmenn eru óþolandi," eða „pain in the ass" eins og Skutle orðaði það. „Þeir koma brosandi og taka svo mikinn pening af félögunum. Það verður að losna við þá úr knattspyrnuheiminum. Það er erfitt enda er venjulega mjög erfitt að losna við sníkjudýr," sagði Skutle ákveðinn en Íslendingarnir voru honum sammála um að umboðsmenn væru vandamál í fótboltaheiminum. „Við verðum að halda mönnum lengur á Íslandi. Láta þá spila 3-4 ár í Pepsi-deildinni. Þá getum við selt almennilega vöru. Við erum að gefa 16 og 17 ára stráka til útlanda. Svo erum við gagnrýndir fyrir að gefa ekki ungum leikmönnum tækifæri? Hverjum eigum við að gefa tækifæri?" sagði Jón Rúnar og Skutle tók undir að það væri mikilvægt fyrir íslensku liðin að halda sínum efnilegustu strákum lengur á landinu. „Leikmenn vilja meiri sveigjanleika í samningum til þess að komast út. Það er mjög erfitt fyrir félögin sem verða að selja einn til tvo leikmenn á ári til þess að geta staðið undir rekstrinum," sagði Baldur. Svo var einnig talað um hvernig mætti fjölga áhorfendum á íslenskum völlum. Skutle kom með ráðleggingar. „Það þarf að fá fjölskyldurnar á völlinn. Til þess að ná fjölskyldunni þá þarf að fá mömmuna með. Hún er drottningin sem ræður. Það má líka ekki vera of dýrt að fara á völlinn," sagði Skutle en hann hrósaði íslensku liðunum sem væru á réttri leið. „Menn ná aldrei árangri ef þeir eiga sér ekki draum." Hér að neðan má sjá upptöku frá fundinum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
VÍB hélt áhugaverðan fund í morgun um fjármál í fótbolta. Þar flutti Nils Skutle erindi en hann var formaður norska liðsins Rosenborg á blómaskeiði félagsins frá 1998 til 2011. Er erindi Skutle lauk voru pallborðsumræður með Skutle og Jóni Rúnari Halldórssyni, formanni knattspyrnudeildar FH, og Baldri Stefánssyni, varaformanni knattspyrnudeildar KR. Farið var um víðan völl og mikið rætt um hvað myndi gerast ef íslenskt félag kæmist inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en þeim árangri myndi fylgja miklar tekjur. Meðal annars var því vel velt upp hvar íslensku liðin myndu spila. „Við myndum ekki spila á Íslandi. Það yrði ekki hægt. Við yrðum að spila í Noregi eða Danmörku," sagði Jón Rúnar. Skutle fór ekki fögrum orðum um umboðsmenn í pallborðsumræðunum. „Umboðsmenn eru óþolandi," eða „pain in the ass" eins og Skutle orðaði það. „Þeir koma brosandi og taka svo mikinn pening af félögunum. Það verður að losna við þá úr knattspyrnuheiminum. Það er erfitt enda er venjulega mjög erfitt að losna við sníkjudýr," sagði Skutle ákveðinn en Íslendingarnir voru honum sammála um að umboðsmenn væru vandamál í fótboltaheiminum. „Við verðum að halda mönnum lengur á Íslandi. Láta þá spila 3-4 ár í Pepsi-deildinni. Þá getum við selt almennilega vöru. Við erum að gefa 16 og 17 ára stráka til útlanda. Svo erum við gagnrýndir fyrir að gefa ekki ungum leikmönnum tækifæri? Hverjum eigum við að gefa tækifæri?" sagði Jón Rúnar og Skutle tók undir að það væri mikilvægt fyrir íslensku liðin að halda sínum efnilegustu strákum lengur á landinu. „Leikmenn vilja meiri sveigjanleika í samningum til þess að komast út. Það er mjög erfitt fyrir félögin sem verða að selja einn til tvo leikmenn á ári til þess að geta staðið undir rekstrinum," sagði Baldur. Svo var einnig talað um hvernig mætti fjölga áhorfendum á íslenskum völlum. Skutle kom með ráðleggingar. „Það þarf að fá fjölskyldurnar á völlinn. Til þess að ná fjölskyldunni þá þarf að fá mömmuna með. Hún er drottningin sem ræður. Það má líka ekki vera of dýrt að fara á völlinn," sagði Skutle en hann hrósaði íslensku liðunum sem væru á réttri leið. „Menn ná aldrei árangri ef þeir eiga sér ekki draum." Hér að neðan má sjá upptöku frá fundinum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti