Yfir 20 dómar fyrnast vegna plássleysis í fangelsum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 22. apríl 2015 20:00 Lagadeild Háskólans í Reykjavík stóð í dag fyrir hádegisfundi um stöðu fangelsismála á Íslandi undir yfirskriftinni „Eru fangelsismál á Íslandi í klessu?“. Meðal frummælanda var Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. „Nei þau eru nú alls ekki í klessu en það er alvarlegt ástand, staðan er erfið. Það er gríðarlegt álag á þessu kerfi og hefur verið síðastliðin ár,“ segir Páll. Á fundinum mátti heyra miklar áhyggjur af stöðu fangelsismála á Íslandi. Á sama tíma og fjárveitingar til Fangelsismálastofnunar hefðu verið skornar niður um 25% síðastliðin ár, hefði verkefnum stofnunarinnar fjölgað umtalsvert. „Það er Alþingi sem hefur klikkað að mínu mati. Það er aldeilis ekki okkar fagráðuneyti, þar eru menn algjörlega á tánum og vita nákvæmlega hvað við erum að gera. Þar fáum við alltaf stuðning,“ segir Páll. Þegar sakborningur hefur verið dæmdur til fangelsisrefsingar er sent út bréf þar sem sá aðili er boðaður í afplánun. Hins vegar hefur í mörgum tilvikum ekki verið hægt að taka við föngum á tilsettum tíma vegna plássleysis í fangelsum landsins. En er algengt að dómar fyrnist vegna þess að fangar komast ekki á tilsettum tíma í afplánun? „Það var ekki algengt. Það þekktist ekki en hefur verið að aukast síðastliðin ár. Þetta voru rúmlega 20 refsingar í fyrra og verður meira í ár og verður meira næstu árin." Er það ekki bagalegt ástand? „Það er bara auðvitað bara til skammar,“ segir Páll. Fyrirhugað er að loka kvennafangelsinu í Kópavogi um mánaðarmótin maí-júní og Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg upp úr áramótum. Um svipað leyti er fyrirhugað að taka í notkun nýtt fangelsi á Hólmsheiði. Kemur opnun þessa nýja fangelsis á Hólmsheiði til með að leysa allan þennan vanda? „Neinei, við þurfum að halda áfram eðlilegri framþróun í fullnustumálum. Þetta leysir töluvert, þ.e.a.s. fjölgar um þrjátíu pláss. En það verður að hugsa þetta heildstætt,“ segir Páll Winkel. Alþingi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Lagadeild Háskólans í Reykjavík stóð í dag fyrir hádegisfundi um stöðu fangelsismála á Íslandi undir yfirskriftinni „Eru fangelsismál á Íslandi í klessu?“. Meðal frummælanda var Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. „Nei þau eru nú alls ekki í klessu en það er alvarlegt ástand, staðan er erfið. Það er gríðarlegt álag á þessu kerfi og hefur verið síðastliðin ár,“ segir Páll. Á fundinum mátti heyra miklar áhyggjur af stöðu fangelsismála á Íslandi. Á sama tíma og fjárveitingar til Fangelsismálastofnunar hefðu verið skornar niður um 25% síðastliðin ár, hefði verkefnum stofnunarinnar fjölgað umtalsvert. „Það er Alþingi sem hefur klikkað að mínu mati. Það er aldeilis ekki okkar fagráðuneyti, þar eru menn algjörlega á tánum og vita nákvæmlega hvað við erum að gera. Þar fáum við alltaf stuðning,“ segir Páll. Þegar sakborningur hefur verið dæmdur til fangelsisrefsingar er sent út bréf þar sem sá aðili er boðaður í afplánun. Hins vegar hefur í mörgum tilvikum ekki verið hægt að taka við föngum á tilsettum tíma vegna plássleysis í fangelsum landsins. En er algengt að dómar fyrnist vegna þess að fangar komast ekki á tilsettum tíma í afplánun? „Það var ekki algengt. Það þekktist ekki en hefur verið að aukast síðastliðin ár. Þetta voru rúmlega 20 refsingar í fyrra og verður meira í ár og verður meira næstu árin." Er það ekki bagalegt ástand? „Það er bara auðvitað bara til skammar,“ segir Páll. Fyrirhugað er að loka kvennafangelsinu í Kópavogi um mánaðarmótin maí-júní og Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg upp úr áramótum. Um svipað leyti er fyrirhugað að taka í notkun nýtt fangelsi á Hólmsheiði. Kemur opnun þessa nýja fangelsis á Hólmsheiði til með að leysa allan þennan vanda? „Neinei, við þurfum að halda áfram eðlilegri framþróun í fullnustumálum. Þetta leysir töluvert, þ.e.a.s. fjölgar um þrjátíu pláss. En það verður að hugsa þetta heildstætt,“ segir Páll Winkel.
Alþingi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira