Garðar: Vil ná leik með syni mínum áður en ég hætti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2015 09:30 Garðar Gunnlaugsson verður í lykilhlutverki í Pepsi-deild karla með nýliðum ÍA. Hann er margreyndur sóknarmaður og raðaði inn mörkunum í 1. deildinni síðasta sumar. Hann segir að markmið sumarsins hjá ÍA sé einfalt og skýrt. „Við þurfum að sanna okkur aftur, fyrst og fremst. Við áttum nokkur góð ár þegar við komum fyrst upp en svo var 2013 alveg hræðilegt ár hjá okkur,“ sagði Garðar en ÍA endaði þá neðst í Pepsi-deildinni með aðeins ellefu stig. „Við þurfum að sýna að við eigum heima hérna,“ bætti hann við en viðtalið má sjá í heild sinni efst í fréttinni.Vill ekki fara úr húsi þegar illa gengur Garðar segir að Skagamenn hafi náð að þjappa sér vel saman á undirbúningstímabilinu og bætir við að helsti styrkleiki liðsins sé liðsheildin. „Hryggjarstykkið er í lagi hjá okkur. Við erum með sterka menn frammi og Manna [Ármann Smára Björnsson] og Árna Snæ [Ólafsson] í markinu.“ Hann segir að það sé mikill áhugi á liðinu í bænum. „Sem er gott. Maður vill helst ekki fara úr húsi þegar illa gengur,“ segir hann og hlær. Garðar hlær þegar hann er spurður hvort að hann og Arsenij Buinickij séu hin íslensk-litháíska útgáfa af Dwight Yorke og Andy Cole, sem gerðu það gott hjá Manchester United á sínum tíma. „Það gæti verið. Við náum vel innan vallar sem utan. Hann er skemmtilegur strákur sem hefur gríðarlega hæfileika. Hann hefur komið manni skemmtilega á óvart.“Lenti á vegg í meistaraflokki Garðar er fæddur og uppalinn Skagamaður og var hluti af síðasta meistaraliði ÍA, liðinu sem varð Íslandsmeistari árið 2001. En það var ekki fyrr en að hann fór Val árið 2004 að hann byrjaði að skora mikið af mörkum og opnaði það leiðina fyrir hann út í atvinnumennsku. „Ég skoraði mikið í yngri flokkunum en lenti svo á vegg þegar ég kom upp í meistaraflokk. Sjálfstraustið dvínaði og þá hætti maður að skora.“ „Ég breytti til en það gekk samt ekki vel á fyrsta árinu mínu hjá Val. Svo tók Willum við og bæði hann og stjórnin höfðu mikla trú á mér. Sigurbjörn Hreiðarsson og Gummi Ben komu líka og hjálpuðu til og þannig byrjaði það.“Vildi sanna mig upp á nýtt Hann segist ekki hafa séð eftir því að hafa komið aftur heim í ÍA, þó svo að honum hafi boðist að fara aftur í atvinnumennsku. „Það er betra fyrir börnin mín að vera hér og því vildi ég vera á Íslandi, fremur en að vera leikmaður sem flakkar mikið á milli liða og landa.“ „Það gekk á ýmsu árið 2013 vegna meiðsla en í fyrra náði ég bæði öllu undirbúningstímabilinu sem og tímabilinu sjálfu. Það skiptir öllu máli,“ sagði Garðar sem skoraði nítján mörk í 21 leik í 1. deildinni í fyrra. „Aðalatriðið í fyrra var að sanna fyrir sjálfum mér að ég gat enn skorað. Ég vildi sýna það inni á vellinum fremur en að tala út um það - fyrir utan kannski stöku „status“ á Facebook.“Hef ekki áhyggjur af Arnari Hann segist njóta þess að vera til í dag og hefur gaman að því að spila fótbolta. „Ég hef enn gaman að því og vil því spila eins lengi og ég get. Ég hef sett mér það markmið að ná leik með syni mínum sem er tíu ára. Ég reyni að duga alla vega þar til að hann byrjar að spila í meistaraflokki.“ Bróðir Garðars, Arnar, verður einn sérfræðinganna í Pepsi-deildinni í sumar. Garðar hefur ekki áhyggjur af því. „Hann er mjög sanngjarn og ég býst alveg við að fá að heyra það þó svo að ég sé bróðir hans. En ég er líka töluvert stærri hann og get tekið aðeins í hann - þó hann taki mig í bekk.“Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn, sem eru nýliðar í Pepsi-deildinni í ár, halda sæti sínu ef marka má spána. 22. apríl 2015 09:00 Aron Bjarnason: Verið svolítið einmana Kantmaðurinn ungi hefur æft einn í Reykjavík í allan vetur og getur ekki beðið eftir því að flytja til Eyja. 21. apríl 2015 09:30 Óttar Bjarni: Ég var smá kjötbolla Miðvörður nýliða Leiknis í Pepsi-deildinni í fótbolta á Sigursteini Gíslasyni heitnum mikið að þakka. 20. apríl 2015 09:30 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Garðar Gunnlaugsson verður í lykilhlutverki í Pepsi-deild karla með nýliðum ÍA. Hann er margreyndur sóknarmaður og raðaði inn mörkunum í 1. deildinni síðasta sumar. Hann segir að markmið sumarsins hjá ÍA sé einfalt og skýrt. „Við þurfum að sanna okkur aftur, fyrst og fremst. Við áttum nokkur góð ár þegar við komum fyrst upp en svo var 2013 alveg hræðilegt ár hjá okkur,“ sagði Garðar en ÍA endaði þá neðst í Pepsi-deildinni með aðeins ellefu stig. „Við þurfum að sýna að við eigum heima hérna,“ bætti hann við en viðtalið má sjá í heild sinni efst í fréttinni.Vill ekki fara úr húsi þegar illa gengur Garðar segir að Skagamenn hafi náð að þjappa sér vel saman á undirbúningstímabilinu og bætir við að helsti styrkleiki liðsins sé liðsheildin. „Hryggjarstykkið er í lagi hjá okkur. Við erum með sterka menn frammi og Manna [Ármann Smára Björnsson] og Árna Snæ [Ólafsson] í markinu.“ Hann segir að það sé mikill áhugi á liðinu í bænum. „Sem er gott. Maður vill helst ekki fara úr húsi þegar illa gengur,“ segir hann og hlær. Garðar hlær þegar hann er spurður hvort að hann og Arsenij Buinickij séu hin íslensk-litháíska útgáfa af Dwight Yorke og Andy Cole, sem gerðu það gott hjá Manchester United á sínum tíma. „Það gæti verið. Við náum vel innan vallar sem utan. Hann er skemmtilegur strákur sem hefur gríðarlega hæfileika. Hann hefur komið manni skemmtilega á óvart.“Lenti á vegg í meistaraflokki Garðar er fæddur og uppalinn Skagamaður og var hluti af síðasta meistaraliði ÍA, liðinu sem varð Íslandsmeistari árið 2001. En það var ekki fyrr en að hann fór Val árið 2004 að hann byrjaði að skora mikið af mörkum og opnaði það leiðina fyrir hann út í atvinnumennsku. „Ég skoraði mikið í yngri flokkunum en lenti svo á vegg þegar ég kom upp í meistaraflokk. Sjálfstraustið dvínaði og þá hætti maður að skora.“ „Ég breytti til en það gekk samt ekki vel á fyrsta árinu mínu hjá Val. Svo tók Willum við og bæði hann og stjórnin höfðu mikla trú á mér. Sigurbjörn Hreiðarsson og Gummi Ben komu líka og hjálpuðu til og þannig byrjaði það.“Vildi sanna mig upp á nýtt Hann segist ekki hafa séð eftir því að hafa komið aftur heim í ÍA, þó svo að honum hafi boðist að fara aftur í atvinnumennsku. „Það er betra fyrir börnin mín að vera hér og því vildi ég vera á Íslandi, fremur en að vera leikmaður sem flakkar mikið á milli liða og landa.“ „Það gekk á ýmsu árið 2013 vegna meiðsla en í fyrra náði ég bæði öllu undirbúningstímabilinu sem og tímabilinu sjálfu. Það skiptir öllu máli,“ sagði Garðar sem skoraði nítján mörk í 21 leik í 1. deildinni í fyrra. „Aðalatriðið í fyrra var að sanna fyrir sjálfum mér að ég gat enn skorað. Ég vildi sýna það inni á vellinum fremur en að tala út um það - fyrir utan kannski stöku „status“ á Facebook.“Hef ekki áhyggjur af Arnari Hann segist njóta þess að vera til í dag og hefur gaman að því að spila fótbolta. „Ég hef enn gaman að því og vil því spila eins lengi og ég get. Ég hef sett mér það markmið að ná leik með syni mínum sem er tíu ára. Ég reyni að duga alla vega þar til að hann byrjar að spila í meistaraflokki.“ Bróðir Garðars, Arnar, verður einn sérfræðinganna í Pepsi-deildinni í sumar. Garðar hefur ekki áhyggjur af því. „Hann er mjög sanngjarn og ég býst alveg við að fá að heyra það þó svo að ég sé bróðir hans. En ég er líka töluvert stærri hann og get tekið aðeins í hann - þó hann taki mig í bekk.“Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn, sem eru nýliðar í Pepsi-deildinni í ár, halda sæti sínu ef marka má spána. 22. apríl 2015 09:00 Aron Bjarnason: Verið svolítið einmana Kantmaðurinn ungi hefur æft einn í Reykjavík í allan vetur og getur ekki beðið eftir því að flytja til Eyja. 21. apríl 2015 09:30 Óttar Bjarni: Ég var smá kjötbolla Miðvörður nýliða Leiknis í Pepsi-deildinni í fótbolta á Sigursteini Gíslasyni heitnum mikið að þakka. 20. apríl 2015 09:30 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn, sem eru nýliðar í Pepsi-deildinni í ár, halda sæti sínu ef marka má spána. 22. apríl 2015 09:00
Aron Bjarnason: Verið svolítið einmana Kantmaðurinn ungi hefur æft einn í Reykjavík í allan vetur og getur ekki beðið eftir því að flytja til Eyja. 21. apríl 2015 09:30
Óttar Bjarni: Ég var smá kjötbolla Miðvörður nýliða Leiknis í Pepsi-deildinni í fótbolta á Sigursteini Gíslasyni heitnum mikið að þakka. 20. apríl 2015 09:30