Helgi Hrafn vill ekki láta loka síðu Gylfa: „Versti óvinur fordómanna er opin og frjáls umræða“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. apríl 2015 15:49 Helgi Hrafn sagði að þrátt fyrir fullkominn ósigur Gylfa Ægissonar sé uppi krafa um að síðunni Barnaskjól verði lokað. Vísir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, mótmælir kröfum þeirra sem vilja fá síðu tónlistarmannsins Gylfa Ægissonar, Barnaskjól, lokað en hann segir allra versta óvin skoðana Gylfa vera opin og frjáls umræða. Þetta sagði Helgi Hrafn í umræðum um störf Alþingis í dag. Forsaga þessa máls er sú að bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkti nýverið að efla fræðslu um málefni samkynhneigðra og hinsegin fólks. Í kjölfarið var stofnuð síðan Barnaskjól á Facebook, sem Gylfi Ægisson er sagður standa fyrir, en þar er ætlunin að stöðva „innrætingu Samtakanna 78 á skólabörnum“.Sjá einnig:Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps SöguFjölmargir hafa tilkynnt síðuna til Facebook og farið fram á að henni sé lokað en Helgi Hrafn er ekki á því að það sé rétta leiðin.„Óvinsælasta skoðunin á Íslandi“ „Skoðun Gylfa Ægissonar, hæstvirts tónlistarmanns, á samkynhneigð er orðin þjóðþekkt enda ein óvinsælasta skoðunin á Íslandi um þessar mundir og með réttu. En þrátt fyrir fullkominn ósigur hans í umræðunni, nú sem fyrr, er þó strax komin fram krafan um að tilkynna síðu hans sem hatursáróður og þar með fá henni lokað. Halda má því til haga að það er ákvörðun Facebook ekki okkar. En það er þó fullt tilefni til að mótmæla slíkum kröfum menn hætta ekki að hafa skoðanir með því að þeim sé bannað að tjá þær, þvert á móti, sannfærir þöggun fólk um það eitt að samfélagið sé rökþrota. Að fólk sem berjist gegn fordómum þori ekki einu sinni að verja stuðning sinn við eitthvað jafn sjálfsagt og hinsegin fræðslu og kynfrelsi og umburðarlyndi,“ sagði Helgi Hrafn á þingi.Vondar skoðanir verða að heyrast Hann sagði vondar skoðanir verða að heyrast til að hægt sé að kljást við þær. „Með því að þagga niður í óvinsælum skoðunum lokum við augunum fyrir vandanum og skiljum hann eftir jafn óútkljáðan og áður. Börn fordómafulls fólks munu halda áfram að heyra slíkum skoðunum varpað fram á heimilinu jafnvel ef tekið er fyrir þær á svæðum eins og Facebook. Munurinn er sá að á heimilinu heyrast ekki einnig viðbrögð samfélagsins. Kynfrelsi, hinsegin fræðsla, og umburðarlyndi eru sterkari málstaðir en svo að þeir krefjist skoðanakúgunar til að bera sigur af hólmi. Allra versti óvinur fordómana er opin og frjáls umræða.“ Alþingi Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, mótmælir kröfum þeirra sem vilja fá síðu tónlistarmannsins Gylfa Ægissonar, Barnaskjól, lokað en hann segir allra versta óvin skoðana Gylfa vera opin og frjáls umræða. Þetta sagði Helgi Hrafn í umræðum um störf Alþingis í dag. Forsaga þessa máls er sú að bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkti nýverið að efla fræðslu um málefni samkynhneigðra og hinsegin fólks. Í kjölfarið var stofnuð síðan Barnaskjól á Facebook, sem Gylfi Ægisson er sagður standa fyrir, en þar er ætlunin að stöðva „innrætingu Samtakanna 78 á skólabörnum“.Sjá einnig:Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps SöguFjölmargir hafa tilkynnt síðuna til Facebook og farið fram á að henni sé lokað en Helgi Hrafn er ekki á því að það sé rétta leiðin.„Óvinsælasta skoðunin á Íslandi“ „Skoðun Gylfa Ægissonar, hæstvirts tónlistarmanns, á samkynhneigð er orðin þjóðþekkt enda ein óvinsælasta skoðunin á Íslandi um þessar mundir og með réttu. En þrátt fyrir fullkominn ósigur hans í umræðunni, nú sem fyrr, er þó strax komin fram krafan um að tilkynna síðu hans sem hatursáróður og þar með fá henni lokað. Halda má því til haga að það er ákvörðun Facebook ekki okkar. En það er þó fullt tilefni til að mótmæla slíkum kröfum menn hætta ekki að hafa skoðanir með því að þeim sé bannað að tjá þær, þvert á móti, sannfærir þöggun fólk um það eitt að samfélagið sé rökþrota. Að fólk sem berjist gegn fordómum þori ekki einu sinni að verja stuðning sinn við eitthvað jafn sjálfsagt og hinsegin fræðslu og kynfrelsi og umburðarlyndi,“ sagði Helgi Hrafn á þingi.Vondar skoðanir verða að heyrast Hann sagði vondar skoðanir verða að heyrast til að hægt sé að kljást við þær. „Með því að þagga niður í óvinsælum skoðunum lokum við augunum fyrir vandanum og skiljum hann eftir jafn óútkljáðan og áður. Börn fordómafulls fólks munu halda áfram að heyra slíkum skoðunum varpað fram á heimilinu jafnvel ef tekið er fyrir þær á svæðum eins og Facebook. Munurinn er sá að á heimilinu heyrast ekki einnig viðbrögð samfélagsins. Kynfrelsi, hinsegin fræðsla, og umburðarlyndi eru sterkari málstaðir en svo að þeir krefjist skoðanakúgunar til að bera sigur af hólmi. Allra versti óvinur fordómana er opin og frjáls umræða.“
Alþingi Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira