Uppbótartíminn: Þristaregn á Hlíðarenda - Myndbönd 8. maí 2015 09:30 Haukur Páll Sigurðsson tekur út gremju sína á Valgeiri Valgeirssyni, dómara. vísir/valli Fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. Nýliðar Leiknis eru á toppi deildarinnar eftir glæsilega frumraun í deildinni. Þeir unnu Valsmenn, 3-0. Stórveldaslagur KR og FH var ekki mikið fyrir augað en þar höfðu FH-ingar sigur, 3-1. Eina jafnteflið var í Árbænum þar sem Fylkir og Breiðablik áttust við.Umfjallanir og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Fylkir - Breiðablik 1-1KR - FH 1-3Keflavík - Víkingur 1-3Valur - Leiknir 0-3Fjölnir - ÍBV 1-0ÍA - Stjarnan 0-1Yfir 2.200 manns mættu í Lautina í gær.vísir/stefánGóð umferð fyrir ...... Ólaf Karl Finsen Framherjinn magnaði lokaði Íslandsmótinu í fyrra með marki sem tryggði Stjörnunni Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti í sögu félagsins. Hann setti svo nýtt Íslandsmót með stórkostlegu aukaspyrnumarki í 1-0 sigri sinna manna. Eftir leik bauð hann svo upp á mest kósí viðtal í sögunnar þegar hann hélt föðurlega utan um Gaupa í beinni útsendingu.... Leiknismenn Nýliðarnir tóku sig til og pökkuðu Valsmönnum saman, 3-0, í fyrsta leik liðsins í efstu deild. Sigurinn er einn sá flottasti hjá nýliðum undanfarin 30 ár. Glæsileg frumraun Leiknismanna sem voru margfalt betri inn á vellinum og í stúkunni.... Gjaldkera Fylkis Fylkismenn íhuga nú eflaust að fresta sem flestum leikjum til að eiga heilu leikdagana fyrir sig sjálfa. Ekkert var í boði á fimmtudagskvöldið annað en leikur Fylkis og Breiðabliks sem gerði það að verkum að ríflega 2.200 manns mættu í Árbæinn. Bankabókin í Lautinni gildnaði aðeins.Valsmenn lágu í valnum gegn Leikni.vísir/valliErfið umferð fyrir ...... Valsmenn Það voru allir léttir í lund fyrir leik en eftir þrettán mínútur var liðið lent 2-0 undir og það endaði með 3-0 tapi gegn nýliðum Leiknis. Leikmenn Vals söfnuðu svo sex þristum í einkunnagjöf Vísis sem gæti verið met og þá tók hamborgarabíll Priksins sem var á staðnum ekki debetkort. Hver gengur með pening á sér árið 2015?... Richard Arends Hollenski markvörðurinn fékk á sig mark úr aukaspyrnu á móti Víkingi. Markið var af 40 metra færi. Sævar Júlíusson, markvarðaþjálfari Keflavíkur, hellti sér yfir Hollendinginn beint eftir leik og náðist það á upptöku.... Áskel Þór Gíslason Norðanmaðurinn var aðstoðardómari eitt í upphafsleik mótsins á Skaganum og tókst að dæma innkast eftir rangstöðu. Sá fær eflaust að heyra brandara innan dómaraklíkunnar um þessi barnalegu mistök eitthvað fram á næsta áratug.Pálmi Rafn Pálmason með tilþrif í leik KR og FH.vísir/stefánTölfræðin og sagan: *Fyrsti útisigur Stjörnunnar í 1. umferð efstu deildar í tæp 25 ár eða síðan í 2-0 sigri á Þór á malarvelli Þórs á Akureyri 19. maí 1990. *Ólafur Karl Finsen skoraði bæði síðasta mark 2014-tímabilsins og fyrsta mark 2015-tímabilsins en því náði líka Steinar Jóhannsson 1971 og 1972. *Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, hefur byrjað bæði tímabil sín sem þjálfari í efstu deild á móti ríkjandi Íslandsmeisturum. *Fjölnir er með fullt hús (12 stig af 12 mögulegum) í fyrsta heimaleik liðsins á úrvalsdeildartímabili. *Eyjamenn hafa spilað 11 útileiki í röð í 1. umferð í efstu deild án þess að fagna sigri eða alla leiki síðan þeir unnu KA á Akureyri í 1. umferðinni 1991. *Þetta er í fyrsta sinn sem Víkingar fá þrjú stig fyrir sigur í Keflavík því þegar þeir unnu síðast á Keflavíkurvellinum, 13. ágúst 1983, voru aðeins gefin tvö stig fyrir sigur. *Ívar Örn Jónsson varð fyrsti Víkingurinn til að skora beint úr aukaspyrnu í efstu deild síðan að Gunnar Kristjánsson skoraði beint úr aukaspyrnu á móti Breiðabliki 26. ágúst 2007. *Hörður Sveinsson skoraði í sínum þriðja deildarleik í röð á móti Víkingi og öll þrjú mörkin hafa komið frá 35. til 50. mínútu. *Valsmenn hafa tvisvar mætt félagi í sínum allra fyrsta leik í efstu deild frá árinu 1955 og tapað í bæði skiptin, 1968 á móti ÍBV í Eyjum (3-1) og svo 3-0 á móti Leikni. *Kolbeinn Kárason hefur skorað 11 af 17 mörkum sínum í efstu deild á Vodafonevellinum. *FH er eina félagið frá 2008 sem hefur unnið sinn leik í fyrstu umferð eftir að hafa verið spáð titlinum af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum (2013 og 2015). *KR-ingar hafa aðeins fimm sinnum tapað fyrsta leik sínum á KR-vellinum á 32 tímabilum þar og FH-ingar hafa unnið fjóra þeirra (1995, 2004, 2006 og 2015). *Fyrstu mörk Atla Guðnasonar í fyrstu umferð í sjö ár eða síðan hann skoraði í 4-0 sigri á HK í 1. umferð 2008.Gylfi Már Sigurðsson fær að heyra það frá Bjarna Guðjónssyni.vísir/stefánSkemmtilegir punktar úr boltavaktinni:Henry Birgir Gunnarsson á Fylkisvelli: „Jóhannes Karl Guðjónsson fékk gult spjald - sá ekki almennilega fyrir hvað enda sólin í andlitinu á manni og rúðan í skítugri kantinum. Hún var samt þrifin fyrir leik en versnaði við það. Stundum betra að þrífa þvegilinn.“Anton Ingi Leifsson á Fjölnisvelli: „Það er 12:00 þema hérna í lögunum fyrir leik. Sumartíminn var áðan og nú er það Sama stelpa sem kemur úr hátalarakerfinu. Ég er að fýla þetta, en það eru sjötugir menn fyrir hliðina á mér. Þeir eru á báðum áttum einhvernveginn.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Róbert Örn Óskarsson, FH - 8 Halldór Kristinn Halldórsson, Leikni - 8 Óttar Bjarni Guðmundsson, Leikni - 8 Hilmar Árni Halldórsson, Leikni - 8 Ólafur Páll Snorrason, Fjölni - 8 Árni Snær Ólafsson, ÍA - 8 Pablo Punyed, Stjörnunni - 8 Ingimundur Níels Óskarsson, Fylki - 3 Hákon Ingi Jónsson, Fylki - 3 Andri Rafn Yeoman, Breiðabliki - 3 Arnþór Ari Atlason, Breiðabliki - 3 Ellert Hreinsson, Breiðabliki - 3 Ingvar Þór Kale, Val - 3 Andri Fannar Stefánsson, Val - 3 Þórður Steinar Hreiðarsson, Val - 3 Patrick Pedersen, Val - 3 Sigurður Egill Lárusson, Val - 3 Andri Adolphsson, Val - 3 Gunnar Þorsteinsson, ÍBV - 3Umræðan #pepsi365Mættum nokkrum mínútum of seint í Árbæinn og löggan nú þegar mætt að sekta #fyrstiípepsi#pepsi365pic.twitter.com/xPTXBBZMcq — María Mjöll (@mariamjoll) May 7, 2015Þétt setið. # Fylkir #fylbre#pepsi365#fotboltinetpic.twitter.com/ErFwIUaAVc — Frreysi (@freyrg) May 7, 2015Er ekki hægt að færa #euroVikes - valur á laugardaginn ?? Get ekki beðið fram á sunnudag #pepsi365#fotboltinet — Halldor I. Sævarsson (@halldoringi) May 5, 2015Virkilega stoltur af þessari nýjung hjá okkur að vera með lifandi byrjunarlið! #pepsi365#pepsideildin#bestasætiðpic.twitter.com/EFJhOfMUSc — Ívar Guðmundsson (@ivarnet) May 5, 2015Bubbi hefði verið til í að vera FH-ingur í kvöld #pepsideildin#pepsi365#fotboltinet#fotbolti — Pétur Hrafn Friðriks (@Petur_Hrafn) May 5, 2015Plakkatið oft vanmetið #pepsi365#fjölnir@FjolnisHnefinn — Björgvin Páll (@Bjorgvin22) May 4, 2015Vísindaleg rannsókn mín sýnir að 70% marka í 1. umferð pepsi eru skoruð eftir hið séríslenska klafs í teignum #pepsi365#klafsið — Hörður Unnsteinsson (@hoddiunn) May 4, 2015Arnar Gunnlágson er svo lang besti punditinn á Íslandi #Pepsi365 — Breki Barkarson (@brekibarka) May 4, 2015Mark umferðarinnar: Atvik umferðarinnar: Markasyrpa 1. umferðar: Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Valur fær danskan miðvörð frá Hammarby Thomas Christensen rifti samningi sínum við sænska félagið og samdi við Val. 7. maí 2015 10:58 Hendrickx með tognuð eða slitin liðbönd | Í versta falli frá í þrjá mánuði Belgíski bakvörðurinn Jonathan Hendrickx, sem meiddist í leik KR og FH í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í gær, verður frá keppni næstu vikurnar. 5. maí 2015 16:47 Sjáið mörkin á Fylkisvellinum í kvöld og vítið sem Gunnleifur varði Fylkir og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli á Fylkisvellinum í kvöld í lokaleik fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta. 7. maí 2015 22:29 Arnar: Barátta umfram gæði í „Glasgow“-slag KR og FH Breiðablik hefur leik í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið heimsækir Fylki í Árbæinn. 7. maí 2015 11:30 Pepsi-mörkin | 1. þáttur Sjáðu styttri útgáfu af Pepsi-mörkunum þar sem farið er yfir 1. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. 5. maí 2015 18:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. Nýliðar Leiknis eru á toppi deildarinnar eftir glæsilega frumraun í deildinni. Þeir unnu Valsmenn, 3-0. Stórveldaslagur KR og FH var ekki mikið fyrir augað en þar höfðu FH-ingar sigur, 3-1. Eina jafnteflið var í Árbænum þar sem Fylkir og Breiðablik áttust við.Umfjallanir og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Fylkir - Breiðablik 1-1KR - FH 1-3Keflavík - Víkingur 1-3Valur - Leiknir 0-3Fjölnir - ÍBV 1-0ÍA - Stjarnan 0-1Yfir 2.200 manns mættu í Lautina í gær.vísir/stefánGóð umferð fyrir ...... Ólaf Karl Finsen Framherjinn magnaði lokaði Íslandsmótinu í fyrra með marki sem tryggði Stjörnunni Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti í sögu félagsins. Hann setti svo nýtt Íslandsmót með stórkostlegu aukaspyrnumarki í 1-0 sigri sinna manna. Eftir leik bauð hann svo upp á mest kósí viðtal í sögunnar þegar hann hélt föðurlega utan um Gaupa í beinni útsendingu.... Leiknismenn Nýliðarnir tóku sig til og pökkuðu Valsmönnum saman, 3-0, í fyrsta leik liðsins í efstu deild. Sigurinn er einn sá flottasti hjá nýliðum undanfarin 30 ár. Glæsileg frumraun Leiknismanna sem voru margfalt betri inn á vellinum og í stúkunni.... Gjaldkera Fylkis Fylkismenn íhuga nú eflaust að fresta sem flestum leikjum til að eiga heilu leikdagana fyrir sig sjálfa. Ekkert var í boði á fimmtudagskvöldið annað en leikur Fylkis og Breiðabliks sem gerði það að verkum að ríflega 2.200 manns mættu í Árbæinn. Bankabókin í Lautinni gildnaði aðeins.Valsmenn lágu í valnum gegn Leikni.vísir/valliErfið umferð fyrir ...... Valsmenn Það voru allir léttir í lund fyrir leik en eftir þrettán mínútur var liðið lent 2-0 undir og það endaði með 3-0 tapi gegn nýliðum Leiknis. Leikmenn Vals söfnuðu svo sex þristum í einkunnagjöf Vísis sem gæti verið met og þá tók hamborgarabíll Priksins sem var á staðnum ekki debetkort. Hver gengur með pening á sér árið 2015?... Richard Arends Hollenski markvörðurinn fékk á sig mark úr aukaspyrnu á móti Víkingi. Markið var af 40 metra færi. Sævar Júlíusson, markvarðaþjálfari Keflavíkur, hellti sér yfir Hollendinginn beint eftir leik og náðist það á upptöku.... Áskel Þór Gíslason Norðanmaðurinn var aðstoðardómari eitt í upphafsleik mótsins á Skaganum og tókst að dæma innkast eftir rangstöðu. Sá fær eflaust að heyra brandara innan dómaraklíkunnar um þessi barnalegu mistök eitthvað fram á næsta áratug.Pálmi Rafn Pálmason með tilþrif í leik KR og FH.vísir/stefánTölfræðin og sagan: *Fyrsti útisigur Stjörnunnar í 1. umferð efstu deildar í tæp 25 ár eða síðan í 2-0 sigri á Þór á malarvelli Þórs á Akureyri 19. maí 1990. *Ólafur Karl Finsen skoraði bæði síðasta mark 2014-tímabilsins og fyrsta mark 2015-tímabilsins en því náði líka Steinar Jóhannsson 1971 og 1972. *Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, hefur byrjað bæði tímabil sín sem þjálfari í efstu deild á móti ríkjandi Íslandsmeisturum. *Fjölnir er með fullt hús (12 stig af 12 mögulegum) í fyrsta heimaleik liðsins á úrvalsdeildartímabili. *Eyjamenn hafa spilað 11 útileiki í röð í 1. umferð í efstu deild án þess að fagna sigri eða alla leiki síðan þeir unnu KA á Akureyri í 1. umferðinni 1991. *Þetta er í fyrsta sinn sem Víkingar fá þrjú stig fyrir sigur í Keflavík því þegar þeir unnu síðast á Keflavíkurvellinum, 13. ágúst 1983, voru aðeins gefin tvö stig fyrir sigur. *Ívar Örn Jónsson varð fyrsti Víkingurinn til að skora beint úr aukaspyrnu í efstu deild síðan að Gunnar Kristjánsson skoraði beint úr aukaspyrnu á móti Breiðabliki 26. ágúst 2007. *Hörður Sveinsson skoraði í sínum þriðja deildarleik í röð á móti Víkingi og öll þrjú mörkin hafa komið frá 35. til 50. mínútu. *Valsmenn hafa tvisvar mætt félagi í sínum allra fyrsta leik í efstu deild frá árinu 1955 og tapað í bæði skiptin, 1968 á móti ÍBV í Eyjum (3-1) og svo 3-0 á móti Leikni. *Kolbeinn Kárason hefur skorað 11 af 17 mörkum sínum í efstu deild á Vodafonevellinum. *FH er eina félagið frá 2008 sem hefur unnið sinn leik í fyrstu umferð eftir að hafa verið spáð titlinum af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum (2013 og 2015). *KR-ingar hafa aðeins fimm sinnum tapað fyrsta leik sínum á KR-vellinum á 32 tímabilum þar og FH-ingar hafa unnið fjóra þeirra (1995, 2004, 2006 og 2015). *Fyrstu mörk Atla Guðnasonar í fyrstu umferð í sjö ár eða síðan hann skoraði í 4-0 sigri á HK í 1. umferð 2008.Gylfi Már Sigurðsson fær að heyra það frá Bjarna Guðjónssyni.vísir/stefánSkemmtilegir punktar úr boltavaktinni:Henry Birgir Gunnarsson á Fylkisvelli: „Jóhannes Karl Guðjónsson fékk gult spjald - sá ekki almennilega fyrir hvað enda sólin í andlitinu á manni og rúðan í skítugri kantinum. Hún var samt þrifin fyrir leik en versnaði við það. Stundum betra að þrífa þvegilinn.“Anton Ingi Leifsson á Fjölnisvelli: „Það er 12:00 þema hérna í lögunum fyrir leik. Sumartíminn var áðan og nú er það Sama stelpa sem kemur úr hátalarakerfinu. Ég er að fýla þetta, en það eru sjötugir menn fyrir hliðina á mér. Þeir eru á báðum áttum einhvernveginn.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Róbert Örn Óskarsson, FH - 8 Halldór Kristinn Halldórsson, Leikni - 8 Óttar Bjarni Guðmundsson, Leikni - 8 Hilmar Árni Halldórsson, Leikni - 8 Ólafur Páll Snorrason, Fjölni - 8 Árni Snær Ólafsson, ÍA - 8 Pablo Punyed, Stjörnunni - 8 Ingimundur Níels Óskarsson, Fylki - 3 Hákon Ingi Jónsson, Fylki - 3 Andri Rafn Yeoman, Breiðabliki - 3 Arnþór Ari Atlason, Breiðabliki - 3 Ellert Hreinsson, Breiðabliki - 3 Ingvar Þór Kale, Val - 3 Andri Fannar Stefánsson, Val - 3 Þórður Steinar Hreiðarsson, Val - 3 Patrick Pedersen, Val - 3 Sigurður Egill Lárusson, Val - 3 Andri Adolphsson, Val - 3 Gunnar Þorsteinsson, ÍBV - 3Umræðan #pepsi365Mættum nokkrum mínútum of seint í Árbæinn og löggan nú þegar mætt að sekta #fyrstiípepsi#pepsi365pic.twitter.com/xPTXBBZMcq — María Mjöll (@mariamjoll) May 7, 2015Þétt setið. # Fylkir #fylbre#pepsi365#fotboltinetpic.twitter.com/ErFwIUaAVc — Frreysi (@freyrg) May 7, 2015Er ekki hægt að færa #euroVikes - valur á laugardaginn ?? Get ekki beðið fram á sunnudag #pepsi365#fotboltinet — Halldor I. Sævarsson (@halldoringi) May 5, 2015Virkilega stoltur af þessari nýjung hjá okkur að vera með lifandi byrjunarlið! #pepsi365#pepsideildin#bestasætiðpic.twitter.com/EFJhOfMUSc — Ívar Guðmundsson (@ivarnet) May 5, 2015Bubbi hefði verið til í að vera FH-ingur í kvöld #pepsideildin#pepsi365#fotboltinet#fotbolti — Pétur Hrafn Friðriks (@Petur_Hrafn) May 5, 2015Plakkatið oft vanmetið #pepsi365#fjölnir@FjolnisHnefinn — Björgvin Páll (@Bjorgvin22) May 4, 2015Vísindaleg rannsókn mín sýnir að 70% marka í 1. umferð pepsi eru skoruð eftir hið séríslenska klafs í teignum #pepsi365#klafsið — Hörður Unnsteinsson (@hoddiunn) May 4, 2015Arnar Gunnlágson er svo lang besti punditinn á Íslandi #Pepsi365 — Breki Barkarson (@brekibarka) May 4, 2015Mark umferðarinnar: Atvik umferðarinnar: Markasyrpa 1. umferðar:
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Valur fær danskan miðvörð frá Hammarby Thomas Christensen rifti samningi sínum við sænska félagið og samdi við Val. 7. maí 2015 10:58 Hendrickx með tognuð eða slitin liðbönd | Í versta falli frá í þrjá mánuði Belgíski bakvörðurinn Jonathan Hendrickx, sem meiddist í leik KR og FH í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í gær, verður frá keppni næstu vikurnar. 5. maí 2015 16:47 Sjáið mörkin á Fylkisvellinum í kvöld og vítið sem Gunnleifur varði Fylkir og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli á Fylkisvellinum í kvöld í lokaleik fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta. 7. maí 2015 22:29 Arnar: Barátta umfram gæði í „Glasgow“-slag KR og FH Breiðablik hefur leik í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið heimsækir Fylki í Árbæinn. 7. maí 2015 11:30 Pepsi-mörkin | 1. þáttur Sjáðu styttri útgáfu af Pepsi-mörkunum þar sem farið er yfir 1. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. 5. maí 2015 18:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Valur fær danskan miðvörð frá Hammarby Thomas Christensen rifti samningi sínum við sænska félagið og samdi við Val. 7. maí 2015 10:58
Hendrickx með tognuð eða slitin liðbönd | Í versta falli frá í þrjá mánuði Belgíski bakvörðurinn Jonathan Hendrickx, sem meiddist í leik KR og FH í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í gær, verður frá keppni næstu vikurnar. 5. maí 2015 16:47
Sjáið mörkin á Fylkisvellinum í kvöld og vítið sem Gunnleifur varði Fylkir og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli á Fylkisvellinum í kvöld í lokaleik fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta. 7. maí 2015 22:29
Arnar: Barátta umfram gæði í „Glasgow“-slag KR og FH Breiðablik hefur leik í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið heimsækir Fylki í Árbæinn. 7. maí 2015 11:30
Pepsi-mörkin | 1. þáttur Sjáðu styttri útgáfu af Pepsi-mörkunum þar sem farið er yfir 1. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. 5. maí 2015 18:00
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti