Davíð Þór: Mín heitasta ósk er að Bjarni sýni hvers hann er megnugur Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. maí 2015 09:30 Davíð Þór Viðarsson. mynd/skjáskot FH hefur ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö ár en er spáð titlinum að þessu sinni. Liðið tapaði fyrir Stjörnunni í úrslitaleik fjórða október á síðasta ári, en er það leikur sem FH-ingar hugsa um? „Auðvitað pælir maður í þessu sjálfur. Þetta voru rosaleg vonbrigði enda titill sem við ætluðum okkur. Við erum ekkert búnir að tala um þetta hópurinn en þeir sem voru í fyrra hljóta að vilja ná í titilinn aftur,“ segir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, við Vísi. „Við erum staðráðnir í að breyta því og okkar markmið er að vinna titilinn í ár.“Pressa hluti af þessu FH er spáð titilinum af nánast öllum enda leikmannahópurinn gríðarlega sterkur. „Umtalið er búið að vera þannig að við séum með besta hóp í sögu Íslands og ýmislegt annað sem ég er ekki dómbær á,“ segir Davíð Þór, en hvað með pressuna? „Pressa er hluti af þessu og ef þú ætlar að vera á toppnum þarftu að geta tekist á við hana. Við verðum bara að gjöra svo vel að kúpla okkur út úr því og vera klárir fjórða maí.“Vona að Bjarni komist í stand Davíð Þór mun spila með bróður sínum Bjarna Þór í sumar, en Bjarni er kominn heim úr atvinnumennsku þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar vegna meiðsla. „Það verður skemmtilegt að spila með honum held ég. Við spiluðum nokkra leiki saman með U21 landsliðinu á sínum tíma en annars höfum við aldrei spilað eða æft saman,“ segir Davíð Þór. „Ég á reyndar eftir að spila með honum núna því ég var tæpur í byrjun undirbúningstímabilsins og svo hefur hann verið tæpur síðustu daga. Við erum að forðast það að spila með hvor öðrum,“ segir hann og hlær. „Bjarni er frábær leikmaður. Ég er bara ánægður fyrir hans hönd að vera kominn heim og vonandi getur hann komið sér almennilega af stað. Mín heitasta ósk er að hann nái sér á strik, standi sig og sýni fólki hvers hann er megnugur,“ segir Davíð Þór Viðarsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: FH verður Íslandsmeistari Tveggja ára bið FH eftir sjöunda Íslandsmeistaratitlinum lýkur í haust samkvæmt spá Fréttablaðsins og Vísis. 2. maí 2015 09:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Sjá meira
FH hefur ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö ár en er spáð titlinum að þessu sinni. Liðið tapaði fyrir Stjörnunni í úrslitaleik fjórða október á síðasta ári, en er það leikur sem FH-ingar hugsa um? „Auðvitað pælir maður í þessu sjálfur. Þetta voru rosaleg vonbrigði enda titill sem við ætluðum okkur. Við erum ekkert búnir að tala um þetta hópurinn en þeir sem voru í fyrra hljóta að vilja ná í titilinn aftur,“ segir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, við Vísi. „Við erum staðráðnir í að breyta því og okkar markmið er að vinna titilinn í ár.“Pressa hluti af þessu FH er spáð titilinum af nánast öllum enda leikmannahópurinn gríðarlega sterkur. „Umtalið er búið að vera þannig að við séum með besta hóp í sögu Íslands og ýmislegt annað sem ég er ekki dómbær á,“ segir Davíð Þór, en hvað með pressuna? „Pressa er hluti af þessu og ef þú ætlar að vera á toppnum þarftu að geta tekist á við hana. Við verðum bara að gjöra svo vel að kúpla okkur út úr því og vera klárir fjórða maí.“Vona að Bjarni komist í stand Davíð Þór mun spila með bróður sínum Bjarna Þór í sumar, en Bjarni er kominn heim úr atvinnumennsku þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar vegna meiðsla. „Það verður skemmtilegt að spila með honum held ég. Við spiluðum nokkra leiki saman með U21 landsliðinu á sínum tíma en annars höfum við aldrei spilað eða æft saman,“ segir Davíð Þór. „Ég á reyndar eftir að spila með honum núna því ég var tæpur í byrjun undirbúningstímabilsins og svo hefur hann verið tæpur síðustu daga. Við erum að forðast það að spila með hvor öðrum,“ segir hann og hlær. „Bjarni er frábær leikmaður. Ég er bara ánægður fyrir hans hönd að vera kominn heim og vonandi getur hann komið sér almennilega af stað. Mín heitasta ósk er að hann nái sér á strik, standi sig og sýni fólki hvers hann er megnugur,“ segir Davíð Þór Viðarsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: FH verður Íslandsmeistari Tveggja ára bið FH eftir sjöunda Íslandsmeistaratitlinum lýkur í haust samkvæmt spá Fréttablaðsins og Vísis. 2. maí 2015 09:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: FH verður Íslandsmeistari Tveggja ára bið FH eftir sjöunda Íslandsmeistaratitlinum lýkur í haust samkvæmt spá Fréttablaðsins og Vísis. 2. maí 2015 09:00