Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Víkingur 1-1 | Jafnt upp á Skaga Stefán Árni Pálsson á Akranesvelli skrifar 17. maí 2015 21:15 Garðar Gunnlaugsson, framherji ÍA. vísir/valli Skagamenn og Víkingar gerði 1-1 jafntefli upp á Skaga í 3. umferð Pepsi-deildar karla. Haukur Baldvinsson gerði eina mark Víkings í leiknum en Garðar Gunnlaugsson gerði mark ÍA. Skagamenn voru töluvert betri aðilinn í síðari hálfleiknum en Víkingar fengu einnig tækifæri til að stela leiknum. Leikurinn hófst eins og aðstæður gáfu til kynna, heldur rólega og ekki knattspyrnu upp á marga fiska. Það blés nokkuð mikið upp á Skipaskaga og voru liðin dágóða stund að finna taktinn. Víkingar voru samt fljótir að átta sig og sýndu á köflum frábæra knattspyrnu. Gestirnir voru klárir í slaginn og Skagamenn áttu erfitt með að ráða við fljóta sóknarmenn þeirra. Þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum komust gestirnir yfir með marki frá Hauki Baldvinssyni. Dofri Snorrason átti þá frábæran sprett upp völlinn, gaf hann á Stefán Þór Pálsson sem framlengdi hann á Hauk sem lyfti honum yfir Árna Snæ í markinu. Víkingar voru öflugari næstu mínútur og var útlit fyrir það að þeir myndi skora annað mark. Skagamenn stóðu samt vörnina ágætlega og náði að jafna metin rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Þar var að verki enginn annar en Garðar Bergmann Gunnlaugsson sem fékk boltann í lappirnar inn í vítateig Víkings og þrumaði honum í netið. Í síðari hálfleik voru heimamenn með fín tök á leiknum og sköpuðu sér fullt af færum. Davíð Örn Atlason, leikmaður Víkings, bjargaði í tvígang á marklínu, eftir skot frá Arsenij Buinickij og var drengurinn einnig frábær í vörn Víkinga. Víkingar fengu einnig sín færi í hálfleiknum en náðu ekki að nýta þau. Því var 1-1 jafntefli niðurstaðan. Víkingar keyrðu Hvalfjörðinn og fengu aðeins eitt stig heim. Þeir áttu einfaldlega ekki skilið að fara með fleir. Gunnlaugur: Áttum sigurinn skilið Gunnlaugur Jónsson.vísir/ernir„Við áttum að gera út um þennan leik fyrir löngu í síðari hálfleiknum,“ segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir leikinn í kvöld. „Við byrjuðum leikinn ekki alveg nægilega vel og vorum lengi í gang. Síðan eftir að þeir skora sitt mark fer liðið hægt og rólega að fara í gang. Í síðari hálfleik áttum við heldur betur að skora nokkur mörk.“ Gunnlaugar segir að heppnin hafi ekki verið með þeim gulu í liði í kvöld. „Við getum samt tekið helling jákvætt út úr þessum leik og sköpuðum fullt af færum.“ Ólafur: Dómarinn skíthræddur við að taka erfiða ákvörðunÓlafur Þórðarson og Milos Milojevic stýra Víkingsliðinu saman.vísir/daníel„Það má alveg segja að við séum heppnir að ná í stig hér,“ segir Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, eftir leikinn. „Við byrjuðum þennan leik mjög vel, skorum mark og þá var bara eins og mínir menn héldu það að þetta væri komið og fóru bara í frí.“ Ólafur segir að liðið hafi sloppið með skrekkinn þar sem Skagamenn náðu ekki að nýta sér sín færi. „Við fáum fín færi og erum einnig bara klaufar að hafa ekki skorað úr þeim. Ég var ekki sáttur hérna undir lokin þegar það er dæmt brot á okkur innan vítateigs og minn maður á að hafa brotið á markverðinum. Þetta er bara hlægilegt og bara verið að dæma til öryggis til að þurfa ekki að hlusta á einhverja gagnrýni, hún kemur bara núna frá mér.“ Taskovic náði að koma boltanum í markið undir lok leiksins en dómar leiksins vildi meina að brotið hefði verið á Árna Snæ í marki Skagamanna. Ólafur segir að dómarinn hafi verið skíthræddur við að taka erfiða ákvörðun. Garðar: Pirrandi að sjá þá alltaf bjarga á línuGarðar Gunnlaugsson, framherji ÍA.vísir/valli„Við erum hundfúlir með þessi úrslit, en það er samt alltaf viss ánægja að vera með þá tilfinningu eftir jafntefli,“ segir Garðar Gunnlaugsson, markaskorari Skagamanna, eftir leikinn. Garðar gerði eina mark ÍA í leiknum og var það nokkuð glæsilegt. „Ég eiginlega les að boltinn sé að fara detta út til mín, tek eina snertingu með vinstri og legg boltann fyrir mig með hægri og klára á réttan stað.“ Hann segir að það hafi tekið hálftíma fyrir liðið að komast í gang í leiknum í kvöld og það sást á vellinum. „Eftir það var leikurinn í okkar höndum. Það var mjög pirrandi að sjá þá alltaf bjarga svona á línu.“ Davíð: Gott að vera mættur á línunaDavíð Örn Atlason er hér til hægri.vísir/ernir„Ég náði að bjarga tvisvar á marklínu í seinni hálfleiknum,“ segir Davíð Örn Atlason, varnarmaður Víkings, eftir leikinn. „Það gekk nokkuð illa hjá okkur í síðari hálfleiknum og sem betur fer var ég mættur á línuna í þessi tvö skipti. Við fenguð bara eitt stig út úr þessu en auðvitað er gott að hafa bjargað á línu í þessi skipti.“ Davíð segir að Víkingar hafi verið heppnir að fá stig út úr leiknum og sérstaklega eins og leikurinn spilaðist. „Við byrjuðum virkilega vel og náðum þessu marki inn. Þegar við fórum upp hægri kantinn náum við fínum sóknum. Þeir skora síðan mark á mjög óheppilegum tímapunkti sem var slæmt fyrir okkur.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Skagamenn og Víkingar gerði 1-1 jafntefli upp á Skaga í 3. umferð Pepsi-deildar karla. Haukur Baldvinsson gerði eina mark Víkings í leiknum en Garðar Gunnlaugsson gerði mark ÍA. Skagamenn voru töluvert betri aðilinn í síðari hálfleiknum en Víkingar fengu einnig tækifæri til að stela leiknum. Leikurinn hófst eins og aðstæður gáfu til kynna, heldur rólega og ekki knattspyrnu upp á marga fiska. Það blés nokkuð mikið upp á Skipaskaga og voru liðin dágóða stund að finna taktinn. Víkingar voru samt fljótir að átta sig og sýndu á köflum frábæra knattspyrnu. Gestirnir voru klárir í slaginn og Skagamenn áttu erfitt með að ráða við fljóta sóknarmenn þeirra. Þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum komust gestirnir yfir með marki frá Hauki Baldvinssyni. Dofri Snorrason átti þá frábæran sprett upp völlinn, gaf hann á Stefán Þór Pálsson sem framlengdi hann á Hauk sem lyfti honum yfir Árna Snæ í markinu. Víkingar voru öflugari næstu mínútur og var útlit fyrir það að þeir myndi skora annað mark. Skagamenn stóðu samt vörnina ágætlega og náði að jafna metin rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Þar var að verki enginn annar en Garðar Bergmann Gunnlaugsson sem fékk boltann í lappirnar inn í vítateig Víkings og þrumaði honum í netið. Í síðari hálfleik voru heimamenn með fín tök á leiknum og sköpuðu sér fullt af færum. Davíð Örn Atlason, leikmaður Víkings, bjargaði í tvígang á marklínu, eftir skot frá Arsenij Buinickij og var drengurinn einnig frábær í vörn Víkinga. Víkingar fengu einnig sín færi í hálfleiknum en náðu ekki að nýta þau. Því var 1-1 jafntefli niðurstaðan. Víkingar keyrðu Hvalfjörðinn og fengu aðeins eitt stig heim. Þeir áttu einfaldlega ekki skilið að fara með fleir. Gunnlaugur: Áttum sigurinn skilið Gunnlaugur Jónsson.vísir/ernir„Við áttum að gera út um þennan leik fyrir löngu í síðari hálfleiknum,“ segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir leikinn í kvöld. „Við byrjuðum leikinn ekki alveg nægilega vel og vorum lengi í gang. Síðan eftir að þeir skora sitt mark fer liðið hægt og rólega að fara í gang. Í síðari hálfleik áttum við heldur betur að skora nokkur mörk.“ Gunnlaugar segir að heppnin hafi ekki verið með þeim gulu í liði í kvöld. „Við getum samt tekið helling jákvætt út úr þessum leik og sköpuðum fullt af færum.“ Ólafur: Dómarinn skíthræddur við að taka erfiða ákvörðunÓlafur Þórðarson og Milos Milojevic stýra Víkingsliðinu saman.vísir/daníel„Það má alveg segja að við séum heppnir að ná í stig hér,“ segir Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, eftir leikinn. „Við byrjuðum þennan leik mjög vel, skorum mark og þá var bara eins og mínir menn héldu það að þetta væri komið og fóru bara í frí.“ Ólafur segir að liðið hafi sloppið með skrekkinn þar sem Skagamenn náðu ekki að nýta sér sín færi. „Við fáum fín færi og erum einnig bara klaufar að hafa ekki skorað úr þeim. Ég var ekki sáttur hérna undir lokin þegar það er dæmt brot á okkur innan vítateigs og minn maður á að hafa brotið á markverðinum. Þetta er bara hlægilegt og bara verið að dæma til öryggis til að þurfa ekki að hlusta á einhverja gagnrýni, hún kemur bara núna frá mér.“ Taskovic náði að koma boltanum í markið undir lok leiksins en dómar leiksins vildi meina að brotið hefði verið á Árna Snæ í marki Skagamanna. Ólafur segir að dómarinn hafi verið skíthræddur við að taka erfiða ákvörðun. Garðar: Pirrandi að sjá þá alltaf bjarga á línuGarðar Gunnlaugsson, framherji ÍA.vísir/valli„Við erum hundfúlir með þessi úrslit, en það er samt alltaf viss ánægja að vera með þá tilfinningu eftir jafntefli,“ segir Garðar Gunnlaugsson, markaskorari Skagamanna, eftir leikinn. Garðar gerði eina mark ÍA í leiknum og var það nokkuð glæsilegt. „Ég eiginlega les að boltinn sé að fara detta út til mín, tek eina snertingu með vinstri og legg boltann fyrir mig með hægri og klára á réttan stað.“ Hann segir að það hafi tekið hálftíma fyrir liðið að komast í gang í leiknum í kvöld og það sást á vellinum. „Eftir það var leikurinn í okkar höndum. Það var mjög pirrandi að sjá þá alltaf bjarga svona á línu.“ Davíð: Gott að vera mættur á línunaDavíð Örn Atlason er hér til hægri.vísir/ernir„Ég náði að bjarga tvisvar á marklínu í seinni hálfleiknum,“ segir Davíð Örn Atlason, varnarmaður Víkings, eftir leikinn. „Það gekk nokkuð illa hjá okkur í síðari hálfleiknum og sem betur fer var ég mættur á línuna í þessi tvö skipti. Við fenguð bara eitt stig út úr þessu en auðvitað er gott að hafa bjargað á línu í þessi skipti.“ Davíð segir að Víkingar hafi verið heppnir að fá stig út úr leiknum og sérstaklega eins og leikurinn spilaðist. „Við byrjuðum virkilega vel og náðum þessu marki inn. Þegar við fórum upp hægri kantinn náum við fínum sóknum. Þeir skora síðan mark á mjög óheppilegum tímapunkti sem var slæmt fyrir okkur.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti