Frumvarp að ólögum Ólafur Valsson skrifar 13. maí 2015 18:56 Iðnaðarráðherra hefur lagt fram á Alþingi tvö þingmál sem snúa að flutningskerfi raforku; breytingu á raforkulögum og þingsályktun um raflínur. Ráðherra vill með þessu lögfesta löngu úrelta stefnu Landsnets í jarðstrengjamálum. Stefna þessi hefur sætt mikilli og réttmætri gagnrýni og er hún á skjön við viðteknar og nútímalegri venjur annars staðar í heiminum. Þessi forneskjulega stefna hefur í reynd orðið til þess að fyrirtækið Landsnet hefur klúðrað því eina markmiði sem því eru sett í lögum; að reka flutningskerfi raforku sem uppfyllir lágmarkskröfur sem gerðar eru til slíkra kerfa á hverjum tíma. Það er mikill misskilningur hjá ráðherra ef hann telur að það að lögfesta forneskjulega stefnu muni skapa sátt. Það virðast forsvarsmenn Landsnets þó hafa talið honum trú um. Það var þessi gamaldags stefna Landsnets sem ásamt öðru varð til þess á sínum tíma að sett var á laggirnar ráðherraskipuð nefnd með það hlutverk að leita leiða til að auka vægi jarðstrengja í flutningskerfinu. Í þeirri nefnd átti sæti þáverandi forstjóri Landsnets. Hann lagði til að stefna Landsnets yrði ályktun nefndarinnar. Skemmst er frá að segja að nefndin hafnaði þessari tillögu umsvifalaust. Það var árið 2013. Nú bregður hinsvegar svo við að þessi úrelta stefna er rauði þráðurinn í þingsályktunartillögu ráðherra sem Alþingi fjallar nú um. Þar hefur forsvarmönnum Landsnets tekist að blekkja ráðherrann. Rétt er að minnast í þessu samhengi að fulltrúar Landsnets hafa ítrekað verið gerðir afturreka með fullyrðingar sínar um jarðstrengi, bæði kostnað og tækni og sýnt að þeir valda ekki hlutverki sínu. Ein mantra fyrrverandi forstjóra Landsnets er margtuggin - en engu að síður kolröng. Sú er að Landsneti sé ekki heimilt samkvæmt núverandi lögum að leggja jarðstrengi. Ráðherra leggur í þessu sem öðru trúnað á orð forstjórans og gekk svo langt að fullyrða um þetta á Alþingi. Hvergi í lögunum er nokkuð sem bannar Landsneti að leggja jarðstrengi. Þetta hefur ráðherranum reyndar ítrekað verið bent á af, meðal annarra, löglærðu fólki en ráðherra velur að trúa frekar ærurúnum forsvarmönnum Landsnets. Hverju sætir? Setjum nú svo að lögmennirnir hafi allir rangt fyrir sér og núgildandi lög banni Landsneti að leggja jarðstrengi. Hvernig ætlar ráherra þá að bregðast við ítrekuðum lögbrotum Landsnets? Fyrirtækið hefur nú þegar lagt jarðstrengi á allnokkrum stöðum á landinu, þó með tregðu sé. Ég skora á þingheim að hafna þessu frumvarpi að ólögum og metnaðarlausri tillögu að þingsályktun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Iðnaðarráðherra hefur lagt fram á Alþingi tvö þingmál sem snúa að flutningskerfi raforku; breytingu á raforkulögum og þingsályktun um raflínur. Ráðherra vill með þessu lögfesta löngu úrelta stefnu Landsnets í jarðstrengjamálum. Stefna þessi hefur sætt mikilli og réttmætri gagnrýni og er hún á skjön við viðteknar og nútímalegri venjur annars staðar í heiminum. Þessi forneskjulega stefna hefur í reynd orðið til þess að fyrirtækið Landsnet hefur klúðrað því eina markmiði sem því eru sett í lögum; að reka flutningskerfi raforku sem uppfyllir lágmarkskröfur sem gerðar eru til slíkra kerfa á hverjum tíma. Það er mikill misskilningur hjá ráðherra ef hann telur að það að lögfesta forneskjulega stefnu muni skapa sátt. Það virðast forsvarsmenn Landsnets þó hafa talið honum trú um. Það var þessi gamaldags stefna Landsnets sem ásamt öðru varð til þess á sínum tíma að sett var á laggirnar ráðherraskipuð nefnd með það hlutverk að leita leiða til að auka vægi jarðstrengja í flutningskerfinu. Í þeirri nefnd átti sæti þáverandi forstjóri Landsnets. Hann lagði til að stefna Landsnets yrði ályktun nefndarinnar. Skemmst er frá að segja að nefndin hafnaði þessari tillögu umsvifalaust. Það var árið 2013. Nú bregður hinsvegar svo við að þessi úrelta stefna er rauði þráðurinn í þingsályktunartillögu ráðherra sem Alþingi fjallar nú um. Þar hefur forsvarmönnum Landsnets tekist að blekkja ráðherrann. Rétt er að minnast í þessu samhengi að fulltrúar Landsnets hafa ítrekað verið gerðir afturreka með fullyrðingar sínar um jarðstrengi, bæði kostnað og tækni og sýnt að þeir valda ekki hlutverki sínu. Ein mantra fyrrverandi forstjóra Landsnets er margtuggin - en engu að síður kolröng. Sú er að Landsneti sé ekki heimilt samkvæmt núverandi lögum að leggja jarðstrengi. Ráðherra leggur í þessu sem öðru trúnað á orð forstjórans og gekk svo langt að fullyrða um þetta á Alþingi. Hvergi í lögunum er nokkuð sem bannar Landsneti að leggja jarðstrengi. Þetta hefur ráðherranum reyndar ítrekað verið bent á af, meðal annarra, löglærðu fólki en ráðherra velur að trúa frekar ærurúnum forsvarmönnum Landsnets. Hverju sætir? Setjum nú svo að lögmennirnir hafi allir rangt fyrir sér og núgildandi lög banni Landsneti að leggja jarðstrengi. Hvernig ætlar ráherra þá að bregðast við ítrekuðum lögbrotum Landsnets? Fyrirtækið hefur nú þegar lagt jarðstrengi á allnokkrum stöðum á landinu, þó með tregðu sé. Ég skora á þingheim að hafna þessu frumvarpi að ólögum og metnaðarlausri tillögu að þingsályktun.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar