Námsmenn erlendis kvarta til umboðsmanns Alþingis Atli Ísleifsson skrifar 13. maí 2015 14:55 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Vísir/GVA Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) hefur ákveðið að kæra ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að skrifa undir nýjar úthlutunarreglur LÍN fyrir námsárið 2015-2016 til umboðsmanns Alþingis. SÍNE telur að brotið hafi verið á sínum félagsmönnum með ákvörðun ráðherra að samþykkja reglurnar. Samtökin segja mikilvægt að hafa einnig í huga að fyrir námsárið 2014-2015 samþykkti ráðherrann úthlutunarreglur LÍN sem fólu í sér þrenns konar skerðingu sem sérstaklega var beint gegn námsmönnum erlendis og þá óháð því á hvaða stigi náms þeir voru. „Um var að ræða skerðingu á ferðalánum, frítekjumarki og framfærslu allt að 10%.“ Með nýju úthlutunarreglunum haldi ráðherra áfram að skera niður á námsmenn erlendis.10 prósent skerðing „Það liggur fyrir að með úthlutunarreglum LÍN fyrir námsárið 2015-2016 er verið að skerða allt að 10% af framfærslu nemenda erlendis. Stjórn SÍNE hefur ítrekað bent á það við LÍN og mennta- og menningarmálaráðherra að umrædd skerðing á framfærslu kemur jafnt niður á alla námsmenn erlendis óháð námsári þeirra,“ segir í kvörtuninni.Ekki gætt að lögum eða vönduðum stjórnsýsluháttum Samtökin segja að ef litið er til þeirra gífurlegu hagsmuna sem námsmenn hafa af því að geta stundað nám sitt erlendis verði að telja þessa skerðingu, annað árið í röð, bitna verulega á hagsmunum þeirra. „Þannig er ekki að sjá að mennta- og menningarmálaráðherra eða stjórn LÍN hafi gætt að lögum eða vönduðum stjórnsýsluháttum við þessa breytingu. Stjórn SÍNE telur að jafnvel þó gefa verði ráðherra og stjórnvöldum almennt svigrúm til að gera breytingar á stjórnsýsluframkvæmd þurfi þær að vera innan marka laganna og í þeim efnum mætti sérstaklega benda á að þær verða að vera byggðar á málefnalegum forsendum,“ segir í kvörtun SÍNE til umboðsmanns. Alþingi Tengdar fréttir Þarf líklega að „hunskast með skottið á milli lappanna til Íslands með tugi milljóna í skuld en enga gráðu“ Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir, 25 ára gamall nemi í arkitektúr í Los Angeles, segir mikilvægt að stjórnvöld átti sig á því að lán til stúdenta snúist ekki aðeins um fjármagn heldur raunveruleg líf fólks og drauma. "Sem í mínu tilfelli eru á tæpasta vaði með að verða að hruni komin.“ 17. apríl 2015 14:30 Námsmenn erlendis: Kanna hvort tilefni sé til að kæra ákvörðun ráðherra Samband íslenskra námsmanna erlendis mun fara yfir það hvort tilefni sé til að kæra ákvörðun ráðherra um nýjar úthlutunarreglur til umboðsmanns Alþingis. 31. mars 2015 12:29 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) hefur ákveðið að kæra ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að skrifa undir nýjar úthlutunarreglur LÍN fyrir námsárið 2015-2016 til umboðsmanns Alþingis. SÍNE telur að brotið hafi verið á sínum félagsmönnum með ákvörðun ráðherra að samþykkja reglurnar. Samtökin segja mikilvægt að hafa einnig í huga að fyrir námsárið 2014-2015 samþykkti ráðherrann úthlutunarreglur LÍN sem fólu í sér þrenns konar skerðingu sem sérstaklega var beint gegn námsmönnum erlendis og þá óháð því á hvaða stigi náms þeir voru. „Um var að ræða skerðingu á ferðalánum, frítekjumarki og framfærslu allt að 10%.“ Með nýju úthlutunarreglunum haldi ráðherra áfram að skera niður á námsmenn erlendis.10 prósent skerðing „Það liggur fyrir að með úthlutunarreglum LÍN fyrir námsárið 2015-2016 er verið að skerða allt að 10% af framfærslu nemenda erlendis. Stjórn SÍNE hefur ítrekað bent á það við LÍN og mennta- og menningarmálaráðherra að umrædd skerðing á framfærslu kemur jafnt niður á alla námsmenn erlendis óháð námsári þeirra,“ segir í kvörtuninni.Ekki gætt að lögum eða vönduðum stjórnsýsluháttum Samtökin segja að ef litið er til þeirra gífurlegu hagsmuna sem námsmenn hafa af því að geta stundað nám sitt erlendis verði að telja þessa skerðingu, annað árið í röð, bitna verulega á hagsmunum þeirra. „Þannig er ekki að sjá að mennta- og menningarmálaráðherra eða stjórn LÍN hafi gætt að lögum eða vönduðum stjórnsýsluháttum við þessa breytingu. Stjórn SÍNE telur að jafnvel þó gefa verði ráðherra og stjórnvöldum almennt svigrúm til að gera breytingar á stjórnsýsluframkvæmd þurfi þær að vera innan marka laganna og í þeim efnum mætti sérstaklega benda á að þær verða að vera byggðar á málefnalegum forsendum,“ segir í kvörtun SÍNE til umboðsmanns.
Alþingi Tengdar fréttir Þarf líklega að „hunskast með skottið á milli lappanna til Íslands með tugi milljóna í skuld en enga gráðu“ Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir, 25 ára gamall nemi í arkitektúr í Los Angeles, segir mikilvægt að stjórnvöld átti sig á því að lán til stúdenta snúist ekki aðeins um fjármagn heldur raunveruleg líf fólks og drauma. "Sem í mínu tilfelli eru á tæpasta vaði með að verða að hruni komin.“ 17. apríl 2015 14:30 Námsmenn erlendis: Kanna hvort tilefni sé til að kæra ákvörðun ráðherra Samband íslenskra námsmanna erlendis mun fara yfir það hvort tilefni sé til að kæra ákvörðun ráðherra um nýjar úthlutunarreglur til umboðsmanns Alþingis. 31. mars 2015 12:29 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Þarf líklega að „hunskast með skottið á milli lappanna til Íslands með tugi milljóna í skuld en enga gráðu“ Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir, 25 ára gamall nemi í arkitektúr í Los Angeles, segir mikilvægt að stjórnvöld átti sig á því að lán til stúdenta snúist ekki aðeins um fjármagn heldur raunveruleg líf fólks og drauma. "Sem í mínu tilfelli eru á tæpasta vaði með að verða að hruni komin.“ 17. apríl 2015 14:30
Námsmenn erlendis: Kanna hvort tilefni sé til að kæra ákvörðun ráðherra Samband íslenskra námsmanna erlendis mun fara yfir það hvort tilefni sé til að kæra ákvörðun ráðherra um nýjar úthlutunarreglur til umboðsmanns Alþingis. 31. mars 2015 12:29