RÚV vinnur að stofnun Rásar 3 Birgir Olgeirsson skrifar 12. maí 2015 13:30 Samkvæmt heimildum er stefnt að fyrstu útsendingu Rásar 3 í júní næstkomandi. Vísir/GVA Ríkisútvarpið hyggur á útsendingar á nýrri útvarpsstöð. Stöðin mun nefnast Rás 3 en ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær útsendingar á henni hefjast. Fyrirhugað er að stöðin verði á stafrænu formi, þ.e. verði ekki á bylgjulengd heldur aðgengileg í gegnum app og á vefsíðu RÚV. Rætt hefur verið um stofnun þessarar stöðvar í nokkur ár og að hún yrði ætluð yngra fólki. Til að mynda sagði Ólafur Páll Gunnarsson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2, í viðtali við DV fyrir fjórum árum að stofnun Rásar 3 væri sanngirnismál gagnvart ungu fólki. Sér í lagi þegar litið er til þess að meðalhlustandi Rásar 1 og 2 er kominn yfir miðjan aldur. Sagði Ólafur Páll að þeir sem eru átján ára og eldri og hafa tekjur fjármagni RÚV í gegnum nefskatt, því væri það ekki annað en réttlátt að sá hópur fengi sína útvarpsstöð. Nefnd á vegum RÚV hefur undanfarið unnið að mótun Rásar 3 en Ólafur Páll er ekki í henni. Samhliða stofnun Rásar 3 vinnur RÚV einnig að stofnun stöðvar sem er sögð eiga að bera heitið Klassík.Fjárhagserfiðleikar RÚV í deiglunni Það verður óneitanlega forvitnilegt að sjá hvernig Rás 3 verður en það vekur athygli að unnið sé að slíkri stöð í ljósi mikils niðurskurðar sem hefur átt sér stað hjá Ríkisútvarpinu undanfarin ár. Hins vegar hefur verið unnið töluvert í vandanum undanfarið og gerðu RÚV og Reykjavíkurborg til að mynda samning sín á milli í janúar síðastliðnum um leigu á hluta Útvarpshússins í Efstaleiti. Mun borgin starfrækja þar þjónustumiðstöð fyrir Laugardals- og Háaleitishverfin. Leigusamningurinn er til 15 ára og munu tekjur RÚV af honum nema 882 milljónum króna á samningstímanum. Þá samþykkti einnig Alþingi við gerð fjárlaga fyrir árið 2015 að útvarpsgjaldið myndi renna óskert til Ríkisútvarpsins, þó með þeim skilyrðum að það yrði lækkað úr 19.400 krónum í 17.800 krónur. Voru boðaðar enn frekari lækkanir á útvarpsgjaldinu fyrir árið 2016 en Morgunblaðið greindi frá því fyrir skemmstu að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefði greint þingflokki Sjálfstæðisflokksins frá þeim áformum sínum að falla frá lækkuninni fyrir árið 2016. Nýverið var stofnuð þriggja manna nefnd sem er ætlað að skoða og greina rekstur Ríkisútvarpsins ohf. frá stofnun félagsins þann 1. apríl 2007. Nefndina leiðir Eyþór Arnalds og er ætlunin að skoða og varpa ljósi á ástæður þess alvarlega rekstrarvanda sem Ríkisútvarpið glímir nú við.Uppfært klukkan 16:06Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar stóð að Ríkisútvarpið myndi hefja útsendingar á Rás 3 í sumar. Ingólfur Bjarni Sigfússon, yfirmaður nýmiðla hjá RÚV, segir hins vegar engar endanlegar ákvarðanir hafa verið teknar um Rás 3, hvort hún verði að veruleika eða þá hvenær hún fari í loftið.Frank Þórir Hall, dagskrárstjóri Rásar 2, staðfestir í samtali við Vísi að hópur hafi verið settur saman að frumkvæði útvarpsstjóra, dagskrárstjóra og nýmiðlastjóra fyrir um mánuði meðal annars til að ræða Rás 3 og möguleika slíkrar stöðvar. Hópurinn, sem Frank er hluti af, hafi fundað einu sinni og ekki liggi fyrir tímasetning næsta fundar.Matthías Már Magnússon, betur þekktur sem Matti í Popplandi, átti einnig sæti í hópnum. Aðspurður um málefni Rásar 3 vísaði hann á Ingólf Bjarna. Honum hefði verið tilkynnt að Ingólfur Bjarni væri sá sem ætti að tjá sig um Rás 3. Alþingi Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Ríkisútvarpið hyggur á útsendingar á nýrri útvarpsstöð. Stöðin mun nefnast Rás 3 en ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær útsendingar á henni hefjast. Fyrirhugað er að stöðin verði á stafrænu formi, þ.e. verði ekki á bylgjulengd heldur aðgengileg í gegnum app og á vefsíðu RÚV. Rætt hefur verið um stofnun þessarar stöðvar í nokkur ár og að hún yrði ætluð yngra fólki. Til að mynda sagði Ólafur Páll Gunnarsson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2, í viðtali við DV fyrir fjórum árum að stofnun Rásar 3 væri sanngirnismál gagnvart ungu fólki. Sér í lagi þegar litið er til þess að meðalhlustandi Rásar 1 og 2 er kominn yfir miðjan aldur. Sagði Ólafur Páll að þeir sem eru átján ára og eldri og hafa tekjur fjármagni RÚV í gegnum nefskatt, því væri það ekki annað en réttlátt að sá hópur fengi sína útvarpsstöð. Nefnd á vegum RÚV hefur undanfarið unnið að mótun Rásar 3 en Ólafur Páll er ekki í henni. Samhliða stofnun Rásar 3 vinnur RÚV einnig að stofnun stöðvar sem er sögð eiga að bera heitið Klassík.Fjárhagserfiðleikar RÚV í deiglunni Það verður óneitanlega forvitnilegt að sjá hvernig Rás 3 verður en það vekur athygli að unnið sé að slíkri stöð í ljósi mikils niðurskurðar sem hefur átt sér stað hjá Ríkisútvarpinu undanfarin ár. Hins vegar hefur verið unnið töluvert í vandanum undanfarið og gerðu RÚV og Reykjavíkurborg til að mynda samning sín á milli í janúar síðastliðnum um leigu á hluta Útvarpshússins í Efstaleiti. Mun borgin starfrækja þar þjónustumiðstöð fyrir Laugardals- og Háaleitishverfin. Leigusamningurinn er til 15 ára og munu tekjur RÚV af honum nema 882 milljónum króna á samningstímanum. Þá samþykkti einnig Alþingi við gerð fjárlaga fyrir árið 2015 að útvarpsgjaldið myndi renna óskert til Ríkisútvarpsins, þó með þeim skilyrðum að það yrði lækkað úr 19.400 krónum í 17.800 krónur. Voru boðaðar enn frekari lækkanir á útvarpsgjaldinu fyrir árið 2016 en Morgunblaðið greindi frá því fyrir skemmstu að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefði greint þingflokki Sjálfstæðisflokksins frá þeim áformum sínum að falla frá lækkuninni fyrir árið 2016. Nýverið var stofnuð þriggja manna nefnd sem er ætlað að skoða og greina rekstur Ríkisútvarpsins ohf. frá stofnun félagsins þann 1. apríl 2007. Nefndina leiðir Eyþór Arnalds og er ætlunin að skoða og varpa ljósi á ástæður þess alvarlega rekstrarvanda sem Ríkisútvarpið glímir nú við.Uppfært klukkan 16:06Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar stóð að Ríkisútvarpið myndi hefja útsendingar á Rás 3 í sumar. Ingólfur Bjarni Sigfússon, yfirmaður nýmiðla hjá RÚV, segir hins vegar engar endanlegar ákvarðanir hafa verið teknar um Rás 3, hvort hún verði að veruleika eða þá hvenær hún fari í loftið.Frank Þórir Hall, dagskrárstjóri Rásar 2, staðfestir í samtali við Vísi að hópur hafi verið settur saman að frumkvæði útvarpsstjóra, dagskrárstjóra og nýmiðlastjóra fyrir um mánuði meðal annars til að ræða Rás 3 og möguleika slíkrar stöðvar. Hópurinn, sem Frank er hluti af, hafi fundað einu sinni og ekki liggi fyrir tímasetning næsta fundar.Matthías Már Magnússon, betur þekktur sem Matti í Popplandi, átti einnig sæti í hópnum. Aðspurður um málefni Rásar 3 vísaði hann á Ingólf Bjarna. Honum hefði verið tilkynnt að Ingólfur Bjarni væri sá sem ætti að tjá sig um Rás 3.
Alþingi Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira