Mótmæla áframhaldandi hrefnuveiðum við hvalaskoðunarsvæði Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2015 16:01 Í tilkynningu frá samtökunum segir að umfang hvalaskoðunar og þjóðhagslegs mikilvægi þeirra hafi vaxið á undanförnum árum. Vísir/Vilhelm Hvalaskoðunarsamtök Íslands, eða IceWhale, lýsa furðu sinni á því að hrefnuveiðar séu hafnar enn á ný við eitt mikilvægasta hvalaskoðunarsvæði landsins; Faxaflóa. Þau mótmæla harðlega áframhaldi veiðanna og segja það áhyggjuefni að talning Hafrannsóknarstofnunar hafi sýnt fram á fækkun hvala. Í tilkynningu frá samtökunum segir að veiðarnar hafi farið af stað þrátt fyrir þverpólitískan vilja borgarstjórnar Reykjavíkur um stækkun friðarsvæðisins í Faxaflóa. Í tilkynningu frá samtökunum segir að umfang hvalaskoðunar og þjóðhagslegs mikilvægi þeirra hafi vaxið á undanförnum árum. „118.000 farþegar fóru í hvalaskoðun frá Reykjavík á síðasta ári en gera má ráð fyrir að hver farþegi hafi að meðaltali greitt 8.000 krónur fyrir farmiðann sem gerir 944 milljónir króna aðeins í farmiðasölu.“ Sömuleiðis benda samtökin á að ýmis merki séu uppi um slæma afkomu hrefnuveiða. Þá kemur fram í svari Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur á Alþingi að útgerðin fái um eina milljón króna fyrir hvert landað dýr. „Til samanburðar má nefna að miðasala í einni hvalaskoðunarferð með um 125 farþega skilar sömu innkomu. Sá fjöldi farþega er algengur í hverri hvalaskoðunarferð í Reykjavík yfir sumarið og farnar eru margar ferðir á degi hverjum.“ „Ljóst er að veidd hrefna verður hvorki veidd né sýnd aftur.“ Veiðarnar hafa að mestu farið fram við Faxaflóa, sem er gríðarlega mikilvægur hvalaskoðun. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar veiðarnar hafa farið fram. Kortið er unnið upp úr svarinu sem minnst er á hér að ofan. „Sérstaklega má benda á að tvö dýr virðast hafa verið skotin innan við afmarkað bannsvæði hvalveiða og önnur tvö á línunni.“ Einnig má sjá kort af veiðunum í heild árin 2013-2014 hér. Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Hvalaskoðunarsamtök Íslands, eða IceWhale, lýsa furðu sinni á því að hrefnuveiðar séu hafnar enn á ný við eitt mikilvægasta hvalaskoðunarsvæði landsins; Faxaflóa. Þau mótmæla harðlega áframhaldi veiðanna og segja það áhyggjuefni að talning Hafrannsóknarstofnunar hafi sýnt fram á fækkun hvala. Í tilkynningu frá samtökunum segir að veiðarnar hafi farið af stað þrátt fyrir þverpólitískan vilja borgarstjórnar Reykjavíkur um stækkun friðarsvæðisins í Faxaflóa. Í tilkynningu frá samtökunum segir að umfang hvalaskoðunar og þjóðhagslegs mikilvægi þeirra hafi vaxið á undanförnum árum. „118.000 farþegar fóru í hvalaskoðun frá Reykjavík á síðasta ári en gera má ráð fyrir að hver farþegi hafi að meðaltali greitt 8.000 krónur fyrir farmiðann sem gerir 944 milljónir króna aðeins í farmiðasölu.“ Sömuleiðis benda samtökin á að ýmis merki séu uppi um slæma afkomu hrefnuveiða. Þá kemur fram í svari Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur á Alþingi að útgerðin fái um eina milljón króna fyrir hvert landað dýr. „Til samanburðar má nefna að miðasala í einni hvalaskoðunarferð með um 125 farþega skilar sömu innkomu. Sá fjöldi farþega er algengur í hverri hvalaskoðunarferð í Reykjavík yfir sumarið og farnar eru margar ferðir á degi hverjum.“ „Ljóst er að veidd hrefna verður hvorki veidd né sýnd aftur.“ Veiðarnar hafa að mestu farið fram við Faxaflóa, sem er gríðarlega mikilvægur hvalaskoðun. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar veiðarnar hafa farið fram. Kortið er unnið upp úr svarinu sem minnst er á hér að ofan. „Sérstaklega má benda á að tvö dýr virðast hafa verið skotin innan við afmarkað bannsvæði hvalveiða og önnur tvö á línunni.“ Einnig má sjá kort af veiðunum í heild árin 2013-2014 hér.
Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira