Forstjóri Bankasýslunnar telur ráðuneytisstjóra hafa brotið lög Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2015 11:10 Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, og Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Vísir Seinasta sumar hafði Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, tvívegis beint samband við Jón Gunnar Jónsson, forstjóra Bankasýslu ríkisins og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. Þá beindi ráðuneytisstjórinn jafnframt þeim tilmælum til forstjórans að hann beitti sér fyrir því að umrætt fyrirtæki frestaði stjórnarfundi. Þetta kemur fram í umsögn bankasýslunnar um frumvarp um sölu og meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Í umsögninni kemur ekki fram um hvaða fjármálafyrirtæki var að ræða en forstjóri Bankasýslunnar mótmælti þessum afskiptum ráðuneytisstjórans og taldi þau ekki í samræmi við lög. Upplýsti hann stjórn stofnunarinnar án tafar um afskiptin. Í umsögninni kemur fram að afskipti ráðuneytisstjórans séu „einkum alvarleg í ljósi þess að samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og samþykktum þeirra er það hlutverk kjörinnar stjórnar að skipta með sér verkum og kjósa sér formann, en ekki eigenda nema samþykktir kveði svo á um, og hlutverk stjórnarformanns að boða til stjórnarfunda, en ekki eigenda.“ Segir í umsögninni að ráðuneytinu ætti að vera fullkunnugt um þetta þar sem löggjöf um fjármálafyrirtæki séu á forræði þess. Reynsla Bankasýslunnar af þessum samskiptum sínum við fjármála-og efnahagsráðuneytið sýna „að raunveruleg hætta er á því hjá ráðuneytinu að því reynist erfitt að skilja á milli faglegrar starfsemi og annars konar hagsmunagæslu þegar kemur að málefnum íslenskra fjármálafyrirtækja í eigu ríkissjóðs.“ Því sé það mikilvægt að láta sjálfstæða stofnun halda utan um eigandahlutverk ríkisins í fjármálafyrirtækjum þar sem eftirlits- og stefnumótunarhlutverk varðandi fjármálafyrirtæki heyri nú undir fjármálaráðuneyti, líkt og Bankasýslan. „Er því ríkari hætta en áður á hagsmunaárekstrum á milli eftirlitshlutverks ríkisins og eigandahlutverks þess, en með áframhaldandi starfsemi Bankasýslu ríkisins yrði aðskilnaður tryggður eftir að þessi tvö hlutverk féllu undir sama ráðuneyti,“ segir í umsögn Bankasýslunnar. Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Seinasta sumar hafði Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, tvívegis beint samband við Jón Gunnar Jónsson, forstjóra Bankasýslu ríkisins og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. Þá beindi ráðuneytisstjórinn jafnframt þeim tilmælum til forstjórans að hann beitti sér fyrir því að umrætt fyrirtæki frestaði stjórnarfundi. Þetta kemur fram í umsögn bankasýslunnar um frumvarp um sölu og meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Í umsögninni kemur ekki fram um hvaða fjármálafyrirtæki var að ræða en forstjóri Bankasýslunnar mótmælti þessum afskiptum ráðuneytisstjórans og taldi þau ekki í samræmi við lög. Upplýsti hann stjórn stofnunarinnar án tafar um afskiptin. Í umsögninni kemur fram að afskipti ráðuneytisstjórans séu „einkum alvarleg í ljósi þess að samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og samþykktum þeirra er það hlutverk kjörinnar stjórnar að skipta með sér verkum og kjósa sér formann, en ekki eigenda nema samþykktir kveði svo á um, og hlutverk stjórnarformanns að boða til stjórnarfunda, en ekki eigenda.“ Segir í umsögninni að ráðuneytinu ætti að vera fullkunnugt um þetta þar sem löggjöf um fjármálafyrirtæki séu á forræði þess. Reynsla Bankasýslunnar af þessum samskiptum sínum við fjármála-og efnahagsráðuneytið sýna „að raunveruleg hætta er á því hjá ráðuneytinu að því reynist erfitt að skilja á milli faglegrar starfsemi og annars konar hagsmunagæslu þegar kemur að málefnum íslenskra fjármálafyrirtækja í eigu ríkissjóðs.“ Því sé það mikilvægt að láta sjálfstæða stofnun halda utan um eigandahlutverk ríkisins í fjármálafyrirtækjum þar sem eftirlits- og stefnumótunarhlutverk varðandi fjármálafyrirtæki heyri nú undir fjármálaráðuneyti, líkt og Bankasýslan. „Er því ríkari hætta en áður á hagsmunaárekstrum á milli eftirlitshlutverks ríkisins og eigandahlutverks þess, en með áframhaldandi starfsemi Bankasýslu ríkisins yrði aðskilnaður tryggður eftir að þessi tvö hlutverk féllu undir sama ráðuneyti,“ segir í umsögn Bankasýslunnar.
Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira