Stjórnarliðum smalað í skyndi til atkvæðagreiðslu Heimir Már Pétursson skrifar 22. maí 2015 11:44 Ráðherrar voru kallaðir af ríkisstjórnarfundi til að greiða atkvæði um dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar á Alþingi í morgun, þar sem of fáir stjórnarliðar voru í þingsalnum til að fella tillöguna. Stjórnarandstaðan sagði úrræðalausa stjórnarflokkana hafna þeim bjarghringi sem kastað hafi verið til þeirra. Þingfundur stóð framundir klukkan eitt í gærkvöldi og hófst á kunnuglegum nótum klukkan tíu í morgun. Stjórnarandstaðan lagði fram í upphafi þingfundar tillögu um breytingu á röð mála á dagskrá fundarins, þannig að umræður um fjölgun virkjanakosta yrði færð aftur fyrir sérstakar umræður um fyrirkomulag náms til stúdentsprófs og fleiri mál. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, sagðist fyrir atkvæðagreiðsluna vita hvernig hún myndi fara en skoraði samt á stjórnarliða að greiða atkvæði með dagskrártillögu minnihlutans. „Frekar en að hanga hér enn einn daginn í þessu svaði sem við erum komin í. Með því að hafna þessari dagskrártillögu þá er meirihlutinn búinn að sýna það að hann vill frekar sjálfur halda þessu þingi þar sem það hefur verið síðast liðnar tvær vikur,“ sagði Helgi Hrafn. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að sátt um virkjanamálin og um leið dagskrármál Alþingis næðist ekki með atkvæðagreiðslum í þingsal. Menn yrðu að setjast að samningum til að ná árangri. „Við erum búin að tala okkur hás og ganga á okkur blöðrur til að komast hingað upp í púltið. Dag eftir dag og kvöld eftir kvöld. Allir bera sig vel og segja að þreyta sé ekki farin að segja til sín. En auðvitað er þetta bara ömurlega leiðinlegt. Þetta er þreytandi og þetta er auðvitað ekki það sem við viljum. Ekkert okkar,“ sagði Ásmundur. Þegar kom til atkvæðagreiðslunnar um dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar gerði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, tíu mínútna hlé þar sem ekki voru nógu margir stjórnarliðar í þingsalnum og því hætt við að tillaga stjórnarandstöðunnar yrði samþykkt. Meðal annars voru forsætisráðherra og fjármálaráðherra kallaðir út af ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum til að greiða atkvæði. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í atkvæðaskýringu að dagskrártillagan væri bjarghringur til stjórnarmeirihlutans. „Og ég óska stjórnarmeirihlutanum til hamingju með að hafa tekist að krafsa nógu mörgum þingmönnum hingað inn í salinn til þess að eyðileggja fyrir sér þann bjarghring. Eitt er það að ofstopamenn í meirihluta atvinnuveganefndar skuli hafa fundið það hjá sér að reyna að niðurlægja umhverfisráðherra Framsóknarflokksins. Annað er það undur að þeir skuli fá tilstyrk frá forystu Framsóknarflokksins í því verki,“ sagði Árni Páll. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði tíma til kominn að þingmenn létu af þrátefli um virkjanamálin og færu að ræða stöðuna á vinnumarkaðnum sem stjórnarmeirihlutinn forðaðist að ræða. „Og af hverju er það herra forseti? Er það kannski af því að það eru engar lausnir að koma frá stjórnvöldum? Af því það er orðið pínlegt sú bið sem við sjáum eftir öllum þeim útspilum sem stjórnvöld höfðu áður boðað inn í þessar viðræður? Er það ekki orðið dálítið pínlegt,“ spurði Katrín Jakobsdóttir við atkvæðagreiðsluna. Alþingi Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira
Ráðherrar voru kallaðir af ríkisstjórnarfundi til að greiða atkvæði um dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar á Alþingi í morgun, þar sem of fáir stjórnarliðar voru í þingsalnum til að fella tillöguna. Stjórnarandstaðan sagði úrræðalausa stjórnarflokkana hafna þeim bjarghringi sem kastað hafi verið til þeirra. Þingfundur stóð framundir klukkan eitt í gærkvöldi og hófst á kunnuglegum nótum klukkan tíu í morgun. Stjórnarandstaðan lagði fram í upphafi þingfundar tillögu um breytingu á röð mála á dagskrá fundarins, þannig að umræður um fjölgun virkjanakosta yrði færð aftur fyrir sérstakar umræður um fyrirkomulag náms til stúdentsprófs og fleiri mál. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, sagðist fyrir atkvæðagreiðsluna vita hvernig hún myndi fara en skoraði samt á stjórnarliða að greiða atkvæði með dagskrártillögu minnihlutans. „Frekar en að hanga hér enn einn daginn í þessu svaði sem við erum komin í. Með því að hafna þessari dagskrártillögu þá er meirihlutinn búinn að sýna það að hann vill frekar sjálfur halda þessu þingi þar sem það hefur verið síðast liðnar tvær vikur,“ sagði Helgi Hrafn. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að sátt um virkjanamálin og um leið dagskrármál Alþingis næðist ekki með atkvæðagreiðslum í þingsal. Menn yrðu að setjast að samningum til að ná árangri. „Við erum búin að tala okkur hás og ganga á okkur blöðrur til að komast hingað upp í púltið. Dag eftir dag og kvöld eftir kvöld. Allir bera sig vel og segja að þreyta sé ekki farin að segja til sín. En auðvitað er þetta bara ömurlega leiðinlegt. Þetta er þreytandi og þetta er auðvitað ekki það sem við viljum. Ekkert okkar,“ sagði Ásmundur. Þegar kom til atkvæðagreiðslunnar um dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar gerði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, tíu mínútna hlé þar sem ekki voru nógu margir stjórnarliðar í þingsalnum og því hætt við að tillaga stjórnarandstöðunnar yrði samþykkt. Meðal annars voru forsætisráðherra og fjármálaráðherra kallaðir út af ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum til að greiða atkvæði. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í atkvæðaskýringu að dagskrártillagan væri bjarghringur til stjórnarmeirihlutans. „Og ég óska stjórnarmeirihlutanum til hamingju með að hafa tekist að krafsa nógu mörgum þingmönnum hingað inn í salinn til þess að eyðileggja fyrir sér þann bjarghring. Eitt er það að ofstopamenn í meirihluta atvinnuveganefndar skuli hafa fundið það hjá sér að reyna að niðurlægja umhverfisráðherra Framsóknarflokksins. Annað er það undur að þeir skuli fá tilstyrk frá forystu Framsóknarflokksins í því verki,“ sagði Árni Páll. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði tíma til kominn að þingmenn létu af þrátefli um virkjanamálin og færu að ræða stöðuna á vinnumarkaðnum sem stjórnarmeirihlutinn forðaðist að ræða. „Og af hverju er það herra forseti? Er það kannski af því að það eru engar lausnir að koma frá stjórnvöldum? Af því það er orðið pínlegt sú bið sem við sjáum eftir öllum þeim útspilum sem stjórnvöld höfðu áður boðað inn í þessar viðræður? Er það ekki orðið dálítið pínlegt,“ spurði Katrín Jakobsdóttir við atkvæðagreiðsluna.
Alþingi Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira