Hávært taugastríð og stjórnarandstaðan hótar endalausri umræðu Heimir Már Pétursson skrifar 21. maí 2015 19:15 Stjórnarandstaðan hótar að ræða breytingatillögu um fjölgun virkjanakosta út í hið óendanlega eða þar til forseti Alþingis tekur tillöguna af dagskrá þingsins. Forsætisráðherra sakar einstaka þingmenn um ókurteisi vegna ummæla þeirra um aðra þingmenn. Önnur frávísunartillaga stjórnarandstöðunnar á breytingatillögu meirihluta atvinnuveganefndar í virkjanamálum var felld í dag en stjórnarandstaðan boðar fleiri slíkar og lengri umræður. „Hún verður flutt þangað til að ólánstillaga meirihluta atvinnuveganefndar fer héðan út,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður samfylkingarinnar,og bætti við að hún væri til í endalausar ræður um málið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson foræstisráðherra og Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar höfðu bæði orð á því í heitum umræðum á Alþingi í dag að stjórnarandstaðan hefði slegið met með rúmlega 780 ræðum um fundarstjórn forseta. En bæði voru þau dugleg í slíkum ræðum í tíð síðustu ríkisstjórnar. „Hér eru menn auk þess farnir að brjóta ýmsar og flestar umgengnisvenjur sem tíðkast hafa hér á þinginu. Svo ekki sé minnst á almenna kurteisi virðurlegur forseti (fammíköll og kliður). Virðulegur forseti getur virðulegur forseti haft stjórn á fundinum? (Forseti reynir sitt besta í þeim efnum, svaraði Einar K. Guðfinnsson). Það má öllum vera ljóst í hvers konar óefni er komið þegar þingmaður er farinn að tjá sig við fjölmiðla um hversu oft eða hvort annar þingmaður hafi farið á salernið á ferðalagi,“ sagði forsætisráðherra.Þingmenn orðnir taugatrekktir Það er farið að reyna verulega á taugakerfið í þingmönnum eftir margra daga umræður um virkjanamálin sem stjórnarandstaðan hefur staðið fyrir. Mikið er um frammíköll á báða bóga og umræðan á köflum svo heit að Einari Guðfinnssyni forseta Alþingis hefur verið nóg boðið og hann lamið fast í bjölluna. „Þetta er að verða óþolandi ástand. Það er þannig að ekki er nóg með að háttvirtir þingmenn séu hér með frammíköll undir ræðum, og forseti hefur nú yfirleitt verið umburðalyndir þegar kemur að því, heldur eru þingmenn hér í hrókasamræðum og nánast riflildi á meðan háttvirtir þingmenn eru að halda ræðu,“ sagði Einar í eitt þeirra skipta þegar hann hastaði á þingheim. Stjórnarandstaðan telur virkjanatillöguna brjóta gegn lögum um rammaáætlun um nýtingu og friðun. En stjórnarliðar segja fyrri ríkisstjórn hafa farið gegn tillögum verkefnisstjórnar á síðasta kjörtímabili með því að færa virkjanakosti úr nýtingu í biðflokk. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar sagðist vilja leggja samviskuspurningu fyrir alla þingmenn nema Jón Gunnarsson. „Viljið þið standa að þessum framkvæmdum svona? Viljið þið að það verði virkjað með þessum hætti? Viljið þið ekki að þessum spurningum verði svarað og náttúran njóti vafans,“ spurði Guðmundur. „Auðvitað stendur málið eins og það var afgreitt hér á síðasta kjörtímabili. Nú ætlar minnihlutinn (fammíköll og forseti biður um þögn í þingsalnum). Já, já, haldið bara áfram að tala. Ég skal ekki trufla frekari ræðuhöld hér um fundarstjórn forseta. Gjörið svo vel; ræðustóllinn er ykkar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Alþingi Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan hótar að ræða breytingatillögu um fjölgun virkjanakosta út í hið óendanlega eða þar til forseti Alþingis tekur tillöguna af dagskrá þingsins. Forsætisráðherra sakar einstaka þingmenn um ókurteisi vegna ummæla þeirra um aðra þingmenn. Önnur frávísunartillaga stjórnarandstöðunnar á breytingatillögu meirihluta atvinnuveganefndar í virkjanamálum var felld í dag en stjórnarandstaðan boðar fleiri slíkar og lengri umræður. „Hún verður flutt þangað til að ólánstillaga meirihluta atvinnuveganefndar fer héðan út,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður samfylkingarinnar,og bætti við að hún væri til í endalausar ræður um málið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson foræstisráðherra og Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar höfðu bæði orð á því í heitum umræðum á Alþingi í dag að stjórnarandstaðan hefði slegið met með rúmlega 780 ræðum um fundarstjórn forseta. En bæði voru þau dugleg í slíkum ræðum í tíð síðustu ríkisstjórnar. „Hér eru menn auk þess farnir að brjóta ýmsar og flestar umgengnisvenjur sem tíðkast hafa hér á þinginu. Svo ekki sé minnst á almenna kurteisi virðurlegur forseti (fammíköll og kliður). Virðulegur forseti getur virðulegur forseti haft stjórn á fundinum? (Forseti reynir sitt besta í þeim efnum, svaraði Einar K. Guðfinnsson). Það má öllum vera ljóst í hvers konar óefni er komið þegar þingmaður er farinn að tjá sig við fjölmiðla um hversu oft eða hvort annar þingmaður hafi farið á salernið á ferðalagi,“ sagði forsætisráðherra.Þingmenn orðnir taugatrekktir Það er farið að reyna verulega á taugakerfið í þingmönnum eftir margra daga umræður um virkjanamálin sem stjórnarandstaðan hefur staðið fyrir. Mikið er um frammíköll á báða bóga og umræðan á köflum svo heit að Einari Guðfinnssyni forseta Alþingis hefur verið nóg boðið og hann lamið fast í bjölluna. „Þetta er að verða óþolandi ástand. Það er þannig að ekki er nóg með að háttvirtir þingmenn séu hér með frammíköll undir ræðum, og forseti hefur nú yfirleitt verið umburðalyndir þegar kemur að því, heldur eru þingmenn hér í hrókasamræðum og nánast riflildi á meðan háttvirtir þingmenn eru að halda ræðu,“ sagði Einar í eitt þeirra skipta þegar hann hastaði á þingheim. Stjórnarandstaðan telur virkjanatillöguna brjóta gegn lögum um rammaáætlun um nýtingu og friðun. En stjórnarliðar segja fyrri ríkisstjórn hafa farið gegn tillögum verkefnisstjórnar á síðasta kjörtímabili með því að færa virkjanakosti úr nýtingu í biðflokk. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar sagðist vilja leggja samviskuspurningu fyrir alla þingmenn nema Jón Gunnarsson. „Viljið þið standa að þessum framkvæmdum svona? Viljið þið að það verði virkjað með þessum hætti? Viljið þið ekki að þessum spurningum verði svarað og náttúran njóti vafans,“ spurði Guðmundur. „Auðvitað stendur málið eins og það var afgreitt hér á síðasta kjörtímabili. Nú ætlar minnihlutinn (fammíköll og forseti biður um þögn í þingsalnum). Já, já, haldið bara áfram að tala. Ég skal ekki trufla frekari ræðuhöld hér um fundarstjórn forseta. Gjörið svo vel; ræðustóllinn er ykkar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Alþingi Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira