Hávært taugastríð og stjórnarandstaðan hótar endalausri umræðu Heimir Már Pétursson skrifar 21. maí 2015 19:15 Stjórnarandstaðan hótar að ræða breytingatillögu um fjölgun virkjanakosta út í hið óendanlega eða þar til forseti Alþingis tekur tillöguna af dagskrá þingsins. Forsætisráðherra sakar einstaka þingmenn um ókurteisi vegna ummæla þeirra um aðra þingmenn. Önnur frávísunartillaga stjórnarandstöðunnar á breytingatillögu meirihluta atvinnuveganefndar í virkjanamálum var felld í dag en stjórnarandstaðan boðar fleiri slíkar og lengri umræður. „Hún verður flutt þangað til að ólánstillaga meirihluta atvinnuveganefndar fer héðan út,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður samfylkingarinnar,og bætti við að hún væri til í endalausar ræður um málið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson foræstisráðherra og Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar höfðu bæði orð á því í heitum umræðum á Alþingi í dag að stjórnarandstaðan hefði slegið met með rúmlega 780 ræðum um fundarstjórn forseta. En bæði voru þau dugleg í slíkum ræðum í tíð síðustu ríkisstjórnar. „Hér eru menn auk þess farnir að brjóta ýmsar og flestar umgengnisvenjur sem tíðkast hafa hér á þinginu. Svo ekki sé minnst á almenna kurteisi virðurlegur forseti (fammíköll og kliður). Virðulegur forseti getur virðulegur forseti haft stjórn á fundinum? (Forseti reynir sitt besta í þeim efnum, svaraði Einar K. Guðfinnsson). Það má öllum vera ljóst í hvers konar óefni er komið þegar þingmaður er farinn að tjá sig við fjölmiðla um hversu oft eða hvort annar þingmaður hafi farið á salernið á ferðalagi,“ sagði forsætisráðherra.Þingmenn orðnir taugatrekktir Það er farið að reyna verulega á taugakerfið í þingmönnum eftir margra daga umræður um virkjanamálin sem stjórnarandstaðan hefur staðið fyrir. Mikið er um frammíköll á báða bóga og umræðan á köflum svo heit að Einari Guðfinnssyni forseta Alþingis hefur verið nóg boðið og hann lamið fast í bjölluna. „Þetta er að verða óþolandi ástand. Það er þannig að ekki er nóg með að háttvirtir þingmenn séu hér með frammíköll undir ræðum, og forseti hefur nú yfirleitt verið umburðalyndir þegar kemur að því, heldur eru þingmenn hér í hrókasamræðum og nánast riflildi á meðan háttvirtir þingmenn eru að halda ræðu,“ sagði Einar í eitt þeirra skipta þegar hann hastaði á þingheim. Stjórnarandstaðan telur virkjanatillöguna brjóta gegn lögum um rammaáætlun um nýtingu og friðun. En stjórnarliðar segja fyrri ríkisstjórn hafa farið gegn tillögum verkefnisstjórnar á síðasta kjörtímabili með því að færa virkjanakosti úr nýtingu í biðflokk. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar sagðist vilja leggja samviskuspurningu fyrir alla þingmenn nema Jón Gunnarsson. „Viljið þið standa að þessum framkvæmdum svona? Viljið þið að það verði virkjað með þessum hætti? Viljið þið ekki að þessum spurningum verði svarað og náttúran njóti vafans,“ spurði Guðmundur. „Auðvitað stendur málið eins og það var afgreitt hér á síðasta kjörtímabili. Nú ætlar minnihlutinn (fammíköll og forseti biður um þögn í þingsalnum). Já, já, haldið bara áfram að tala. Ég skal ekki trufla frekari ræðuhöld hér um fundarstjórn forseta. Gjörið svo vel; ræðustóllinn er ykkar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Alþingi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Stjórnarandstaðan hótar að ræða breytingatillögu um fjölgun virkjanakosta út í hið óendanlega eða þar til forseti Alþingis tekur tillöguna af dagskrá þingsins. Forsætisráðherra sakar einstaka þingmenn um ókurteisi vegna ummæla þeirra um aðra þingmenn. Önnur frávísunartillaga stjórnarandstöðunnar á breytingatillögu meirihluta atvinnuveganefndar í virkjanamálum var felld í dag en stjórnarandstaðan boðar fleiri slíkar og lengri umræður. „Hún verður flutt þangað til að ólánstillaga meirihluta atvinnuveganefndar fer héðan út,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður samfylkingarinnar,og bætti við að hún væri til í endalausar ræður um málið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson foræstisráðherra og Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar höfðu bæði orð á því í heitum umræðum á Alþingi í dag að stjórnarandstaðan hefði slegið met með rúmlega 780 ræðum um fundarstjórn forseta. En bæði voru þau dugleg í slíkum ræðum í tíð síðustu ríkisstjórnar. „Hér eru menn auk þess farnir að brjóta ýmsar og flestar umgengnisvenjur sem tíðkast hafa hér á þinginu. Svo ekki sé minnst á almenna kurteisi virðurlegur forseti (fammíköll og kliður). Virðulegur forseti getur virðulegur forseti haft stjórn á fundinum? (Forseti reynir sitt besta í þeim efnum, svaraði Einar K. Guðfinnsson). Það má öllum vera ljóst í hvers konar óefni er komið þegar þingmaður er farinn að tjá sig við fjölmiðla um hversu oft eða hvort annar þingmaður hafi farið á salernið á ferðalagi,“ sagði forsætisráðherra.Þingmenn orðnir taugatrekktir Það er farið að reyna verulega á taugakerfið í þingmönnum eftir margra daga umræður um virkjanamálin sem stjórnarandstaðan hefur staðið fyrir. Mikið er um frammíköll á báða bóga og umræðan á köflum svo heit að Einari Guðfinnssyni forseta Alþingis hefur verið nóg boðið og hann lamið fast í bjölluna. „Þetta er að verða óþolandi ástand. Það er þannig að ekki er nóg með að háttvirtir þingmenn séu hér með frammíköll undir ræðum, og forseti hefur nú yfirleitt verið umburðalyndir þegar kemur að því, heldur eru þingmenn hér í hrókasamræðum og nánast riflildi á meðan háttvirtir þingmenn eru að halda ræðu,“ sagði Einar í eitt þeirra skipta þegar hann hastaði á þingheim. Stjórnarandstaðan telur virkjanatillöguna brjóta gegn lögum um rammaáætlun um nýtingu og friðun. En stjórnarliðar segja fyrri ríkisstjórn hafa farið gegn tillögum verkefnisstjórnar á síðasta kjörtímabili með því að færa virkjanakosti úr nýtingu í biðflokk. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar sagðist vilja leggja samviskuspurningu fyrir alla þingmenn nema Jón Gunnarsson. „Viljið þið standa að þessum framkvæmdum svona? Viljið þið að það verði virkjað með þessum hætti? Viljið þið ekki að þessum spurningum verði svarað og náttúran njóti vafans,“ spurði Guðmundur. „Auðvitað stendur málið eins og það var afgreitt hér á síðasta kjörtímabili. Nú ætlar minnihlutinn (fammíköll og forseti biður um þögn í þingsalnum). Já, já, haldið bara áfram að tala. Ég skal ekki trufla frekari ræðuhöld hér um fundarstjórn forseta. Gjörið svo vel; ræðustóllinn er ykkar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Alþingi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira