Hagnýtt nám í hjúkrunarfræði Abigail Jean Róbertsdóttir skrifar 9. júní 2015 19:39 Fyrir fjórum árum tók ég ákvörðun um að skrá mig í háskólanám. Námsleiðirnar í boði voru margvíslegar en fyrir mig var ekki margt sem kom til greina þar sem ég átti mér þann draum að verða hjúkrunarfræðingur. Í raun vissi ég ekki hvað ég væri að fara út í en í dag sé ég ekki eftir þessari ákvörðun. Hjúkrunarfræði er fag sem mér þykir ofboðslega vænt um og eru þetta dýrmæt námsár sem ég á að baki og hef ég lært ofboðslega margt. Áður en námið hófst gerði ég mér ekki fulla grein fyrir því í hverju starf hjúkrunarfræðinga fólst og ekki fyrir þeirri miklu ábyrgð sem fylgir starfinu. Ég gleymi aldrei fyrstu vöktunum sem ég tók í verknámi á Landspítalanum. Ég upplifði margar blendnar tilfinningar í senn; hræðslu, spenning, gleði og sorg. Ég fylgdist með hjúkrunarfræðingum á þeytingi að sinna mörgum bráðveikum sjúklingum. Þeir fylgdust með hverjum og einum sjúklingi sem þeir báru ábyrgð á og var brugðist við breytingum á einkennum á fljótan og öruggan hátt. Einnig var nóg af öðrum verkefnum; lyfjagjafir, sáraskiptingar, blóðprufur, fræðsla fyrir rannsóknir og svo mætti lengi telja. Eftir verknámið sá ég hvað starf hjúkrunarfræðinga er fjölbreytt, spennandi og gefandi og var ég harðákveðin í að halda áfram í þessu námi! Að takast á við veikindi, hvort sem þau eru skammvinn eða langvinn, er krefjandi þar sem andlegt álag, streita og áhyggjur láta á sér kræla. Í náminu hef ég lært ótrúlega margt en það sem stendur upp úr eru þau forréttindi að fá að taka þátt í lífi fólks á þeirra erfiðustu stundum. Að veita öxl til að gráta á, að gefa sjúklingum tækifæri til að tala og ræða sínar áhyggjur og bæta líðan þeirra er ótrúlega dýrmætt. Ég veit að ég og margir aðrir hjúkrunarfræðinemar eru sammála um að nám í hjúkrunarfræði sé krefjandi og þroskandi en einnig mjög skemmtilegt og fjölbreytt! Hjúkrunarfræði er ótrúlega spennandi fag sem býður upp á marga möguleika. Námið leggur áherslu á fagmennsku, samhyggð, umhyggju, þekkingu, færni, og nærveru. Þrátt fyrir að neikvæð umræða sé til staðar í samfélaginu varðandi heilbrigðisskerfið, þá sé ég ekki eftir því að hafa valið þessa leið. Mér finnst starfið mitt skemmtilegt og enginn dagur er eins, þar sem markmiðið er ávallt það sama; að tryggja öryggi, bæta heilsu og líðan fólks og aðstoða ýmist á erfiðum stundum eða gleðilegum. Að þessu framansögðu óska ég þess að kjarabarátta hjúkrunarfræðinga leysist farsællega sem fyrst og að menntun okkar verði metin til launa. Abigail Jean Róbertsdóttir, 4.árs hjúkrunarfræðinemi frá Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum tók ég ákvörðun um að skrá mig í háskólanám. Námsleiðirnar í boði voru margvíslegar en fyrir mig var ekki margt sem kom til greina þar sem ég átti mér þann draum að verða hjúkrunarfræðingur. Í raun vissi ég ekki hvað ég væri að fara út í en í dag sé ég ekki eftir þessari ákvörðun. Hjúkrunarfræði er fag sem mér þykir ofboðslega vænt um og eru þetta dýrmæt námsár sem ég á að baki og hef ég lært ofboðslega margt. Áður en námið hófst gerði ég mér ekki fulla grein fyrir því í hverju starf hjúkrunarfræðinga fólst og ekki fyrir þeirri miklu ábyrgð sem fylgir starfinu. Ég gleymi aldrei fyrstu vöktunum sem ég tók í verknámi á Landspítalanum. Ég upplifði margar blendnar tilfinningar í senn; hræðslu, spenning, gleði og sorg. Ég fylgdist með hjúkrunarfræðingum á þeytingi að sinna mörgum bráðveikum sjúklingum. Þeir fylgdust með hverjum og einum sjúklingi sem þeir báru ábyrgð á og var brugðist við breytingum á einkennum á fljótan og öruggan hátt. Einnig var nóg af öðrum verkefnum; lyfjagjafir, sáraskiptingar, blóðprufur, fræðsla fyrir rannsóknir og svo mætti lengi telja. Eftir verknámið sá ég hvað starf hjúkrunarfræðinga er fjölbreytt, spennandi og gefandi og var ég harðákveðin í að halda áfram í þessu námi! Að takast á við veikindi, hvort sem þau eru skammvinn eða langvinn, er krefjandi þar sem andlegt álag, streita og áhyggjur láta á sér kræla. Í náminu hef ég lært ótrúlega margt en það sem stendur upp úr eru þau forréttindi að fá að taka þátt í lífi fólks á þeirra erfiðustu stundum. Að veita öxl til að gráta á, að gefa sjúklingum tækifæri til að tala og ræða sínar áhyggjur og bæta líðan þeirra er ótrúlega dýrmætt. Ég veit að ég og margir aðrir hjúkrunarfræðinemar eru sammála um að nám í hjúkrunarfræði sé krefjandi og þroskandi en einnig mjög skemmtilegt og fjölbreytt! Hjúkrunarfræði er ótrúlega spennandi fag sem býður upp á marga möguleika. Námið leggur áherslu á fagmennsku, samhyggð, umhyggju, þekkingu, færni, og nærveru. Þrátt fyrir að neikvæð umræða sé til staðar í samfélaginu varðandi heilbrigðisskerfið, þá sé ég ekki eftir því að hafa valið þessa leið. Mér finnst starfið mitt skemmtilegt og enginn dagur er eins, þar sem markmiðið er ávallt það sama; að tryggja öryggi, bæta heilsu og líðan fólks og aðstoða ýmist á erfiðum stundum eða gleðilegum. Að þessu framansögðu óska ég þess að kjarabarátta hjúkrunarfræðinga leysist farsællega sem fyrst og að menntun okkar verði metin til launa. Abigail Jean Róbertsdóttir, 4.árs hjúkrunarfræðinemi frá Háskóla Íslands.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun