Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Breiðablik 1-1 | Doumbia hélt FH á toppnum Tómas Þór Þórðarson í Kaplakrika skrifar 21. júní 2015 22:45 Gunnleifur Gunnleifsson kýlir boltann burt í leik liðanna í kvöld. Vísir/Andri Marinó FH getur þakkað miðverðinum Kassim Doumbia fyrir að liðið hélt toppsætinu í Pepsi-deild karla í kvöld, en Doumbia tryggði FH-ingum 1-1 jafntefli gegn Breiðabliki í toppslagnum með skallamarki á 94. mínútu. Arnþór Ari Atlason kom Breiðabliki yfir með marki á 69. mínútu, en hann afgreiddi þá sendingu Ellert Hreinssonar yfir Róbert Örn Óskarsson. Virkilega vel afgreitt hjá Arnþóri Ara, en þessi stóri og stæðilegi miðjumaður átti mörg öflug hlaup inn fyrir vörn FH og eitt slíkt skilaði marki. Fyrri hálfleikurinn byrjaði fjörlega en fljótlega hægðist á hlutunum. Um langa stund var spilið hjá báðum liðum afar hægt og ómarkvisst, en Blikarnir þó að spila betri fótbolta. FH-ingar fengu nákvæmlega ekkert út úr kantmönnum sínum, Þórarni Inga og Serwy í kvöld, og ekki gekk betur að reyna komast í gegnum hjarta Blikarvarnarinnar þar sem Elfar Freyr og Damir voru virkilega öflugir. Steven Lennon átti mjög erfiðan dag í fremstu víglínu, en hann reyndi að berjast fyrir sínu gegn stórum miðvörðum Breiðabliks. Hann fékk litla sem enga hjálp frá Kristjáni Flóka sem sýndi ekki snefil af því sjálfstrausti sem hann öðlaðist í Eyjum á dögunum. Þrátt fyrir að vera ekkert að spila neitt sérstaklega vel og vera undir í leiknum var ekkert í kortunum að Breiðablik myndi skora. Eins og svo oft áður í sumar var Ellert Hreinsson eftir á í marga bolta þó hann hafi hlaupið á sig gat. Hann gerði þó frábærlega í að sparka boltanum aftur fyrir sig á Arnþór Ara í markinu, það verður ekki tekið af framherjanum. Það var nákvæmlega ekkert að gerast í leiknum þegar Arnþór Ari kom gestunum yfir og kveikti markið heldur betur í leiknum. FH vaknaði upp við vondan draum þegar boltinn lá í netinu og byrjaði þá í raun leikinn. Þórarinn Ingi fékk ágætis færi sem og Steven Lennon og Brynjar Ásgeir reyndi skot af löngu færi. FH-liðið var allt í einu með meðvitund. Bjarni Þór Viðarsson fór þó aðeins fram úr sér í uppbótartímanum þegar hann fór ansi harkalega í Oliver Sigurjónsson og uppskar rautt spjald. Gunnar Jarl Jónsson var lengi að rífa upp rauða spjaldið og virtist ráðfæra sig við alla mögulega aðstoðarmenn áður en það fór á loft. En á loft fór það og Bjarni kominn í bann. Þetta virtist bara kveikja enn frekar í FH-ingum því skömmu síðar fékk Davíð Þór Viðarsson dauðafæri á fjærstöng en skalli hans var varinn í horn. Það var svo upp úr hornspyrnunni sem Kassim Doumbia jafnaði metin með algjörlega frábærum skalla á fjærstöng. Hann þurfti að teygja sig í boltann en náði engu að síður föstum skalla sem Gunnleifur réði ekki við. Fyrr í leiknum fékk hann mun betra skallafæri en setti boltann þá yfir. FH-ingar mega vera kátir með stigið því það heldur liðinu á toppnum, en Blikar engu að síður gráta sig vafalítið í svefn í kvöld. Stigin þrjú voru komin langleiðina í Kópavoginn áður en Doumbia bjargaði toppliðinu.Heimir: Eins og boltinn væri eldhnöttur "Mér líður ágætlega yfir því að fá eitt stig en ekkert sérstaklega vel yfir spilamennskunni," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, við blaðamenn eftir leik. "Það er aldrei spurt að því hvort maður eigi skilið í fótbolta, en við héldum áfram. Eftir að Breiðablik skoraði sýndum við smá karakter og náðum að koma til baka." "Það er erfitt að segja til hvers vegna við hækkuðum tempóið ekki fyrr. Við þurfum aðeins að setjast yfir þetta áður en maður fer að taka einhverjar ákvarðanir." Heimir var ekki ánægður með spilamennsku sinna manna, sértaklega í fyrri hálfleik. "Mér fannst við ekki halda boltanum nógu vel innan liðsins. Það var eins og boltinn væri eldhnöttur í fyrri hálfleik. Við vorum að missa hann of langt frá okkur og náðum engu floti í spilið okkar. Það voru aðalvandræðin og Blikarnir náðu tiltilölega auðveldlega að loka á það sem við erum að gera," sagði Heimir. Hann svaraði hvers vegna Atli Guðnason var á bekknum: "Atli Guðnason meiddist á móti Víkingi. Hann náði að æfa tvær æfingar og var ekki klár í 90 mínútur. Þess vegna vildum við setja hann inn á og hann stóð sig vel þegar hann kom inn á," sagði Heimir. "Ég er ánægður með stigið en við þurfum að bæta spilamennskuna," sagði Heimir Guðjónsson.Arnar: Virkilega stoltur af strákunum "Svona er þetta stundum. Þetta er ekki búið fyrr en það er búið að flauta af og við fengum að kynnast því," sagði svekktur Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leik. "Ég get samt verið virkilega stoltur af strákunum. Við spilum virkilega vel allan tímann og þrátt fyrir erfiðan leik í bikarnum þar sem við spilum 120 mínútur komum við hingað og sýndum að við vildum sækja þrjú stig. Það sáust engar 120 mínútur á mínu liði." Aðspurður hvað það var sem klikkaði var svarið einfalt: "Þeir skora bara í endann, það er það sem klikkar. Maður veit með FH-liðið að það refsar ef maður gleymir sér eitt augnablik. Ef við höldum samt svona áfram þá fáum við stig annars staðar," sagði Arnar, en hvað var hann mest ánægður með hjá sínum mönnum? "Mér fannst menn hafa gaman að því sem þeir voru að gera. Það sýndi sig í góðum fótbolta. Við tókum boltann niður og létum hann fara á milli kanta eins og við höfum verið að gera. Þetta gekk vel oft á tíðum. Ég er virkilega stoltur," sagði Arnar. Hann varar sína menn þó við að verða of góðir með sig þrátt fyrir gott gengi undanfarið. "Þú ert bara jafngóður og síðasti leikur. Menn þurfa að halda áfram að spila svona því ef við förum að slaka á þá getum við auðeldlega tapað stigum í næsta leik," sagði Arnar Grétarsson.Kassim: Veit ekki hvert ég var að hlaupa Kassim Doumbia, miðvörður FH, var glaðbrosandi þegar hann spjalla við blaðamenn eftir leikinn enda nýbúinn að tryggja sínum mönnum eitt stig. "Við verðum að byrja að spila fótbolta áður en við fáum á okkur mörk. Eftir markið fórum við af stað en á endanum náum við stigi sem er gott fyrir móralinn og fyrir okkur í mótinu," sagði miðvörðurinn. Hann var ekki sammála því að Breiðablik var betra liðið í leiknum. "Blikar fengu bara eitt eða tvö tækifæri í leiknum en annars voru þeir ekki hættulegir. Við fengum líka færi. Það var samt lítið að gerast. Ég er ekkert rosalega ánægður með 1-1 en við verðum að taka því þar sem markið kom alveg undir lokin," sagði Doumbia sem var eðlilega ánægður með markið. "Ég fékk betra færi fyrr í leiknum. Ég trúði ekki eigin augum þegar ég klúðraði því. Ég vildi bara gefa allt í þessa hornspyrnu og ég náði að skora sem frábært fyrir okkur alla og konuna mína," sagði hann. Doumbia tók rosalegt hlaup að stúkunni eftir markið, en hann virtist ekki vita hvert hann ætlaði. "Ég veit ekki hvert ég var að fara. Ég hljóp allavega aldrei svona hratt í leiknum," sagði Kassim Doumbia hlægjandi að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
FH getur þakkað miðverðinum Kassim Doumbia fyrir að liðið hélt toppsætinu í Pepsi-deild karla í kvöld, en Doumbia tryggði FH-ingum 1-1 jafntefli gegn Breiðabliki í toppslagnum með skallamarki á 94. mínútu. Arnþór Ari Atlason kom Breiðabliki yfir með marki á 69. mínútu, en hann afgreiddi þá sendingu Ellert Hreinssonar yfir Róbert Örn Óskarsson. Virkilega vel afgreitt hjá Arnþóri Ara, en þessi stóri og stæðilegi miðjumaður átti mörg öflug hlaup inn fyrir vörn FH og eitt slíkt skilaði marki. Fyrri hálfleikurinn byrjaði fjörlega en fljótlega hægðist á hlutunum. Um langa stund var spilið hjá báðum liðum afar hægt og ómarkvisst, en Blikarnir þó að spila betri fótbolta. FH-ingar fengu nákvæmlega ekkert út úr kantmönnum sínum, Þórarni Inga og Serwy í kvöld, og ekki gekk betur að reyna komast í gegnum hjarta Blikarvarnarinnar þar sem Elfar Freyr og Damir voru virkilega öflugir. Steven Lennon átti mjög erfiðan dag í fremstu víglínu, en hann reyndi að berjast fyrir sínu gegn stórum miðvörðum Breiðabliks. Hann fékk litla sem enga hjálp frá Kristjáni Flóka sem sýndi ekki snefil af því sjálfstrausti sem hann öðlaðist í Eyjum á dögunum. Þrátt fyrir að vera ekkert að spila neitt sérstaklega vel og vera undir í leiknum var ekkert í kortunum að Breiðablik myndi skora. Eins og svo oft áður í sumar var Ellert Hreinsson eftir á í marga bolta þó hann hafi hlaupið á sig gat. Hann gerði þó frábærlega í að sparka boltanum aftur fyrir sig á Arnþór Ara í markinu, það verður ekki tekið af framherjanum. Það var nákvæmlega ekkert að gerast í leiknum þegar Arnþór Ari kom gestunum yfir og kveikti markið heldur betur í leiknum. FH vaknaði upp við vondan draum þegar boltinn lá í netinu og byrjaði þá í raun leikinn. Þórarinn Ingi fékk ágætis færi sem og Steven Lennon og Brynjar Ásgeir reyndi skot af löngu færi. FH-liðið var allt í einu með meðvitund. Bjarni Þór Viðarsson fór þó aðeins fram úr sér í uppbótartímanum þegar hann fór ansi harkalega í Oliver Sigurjónsson og uppskar rautt spjald. Gunnar Jarl Jónsson var lengi að rífa upp rauða spjaldið og virtist ráðfæra sig við alla mögulega aðstoðarmenn áður en það fór á loft. En á loft fór það og Bjarni kominn í bann. Þetta virtist bara kveikja enn frekar í FH-ingum því skömmu síðar fékk Davíð Þór Viðarsson dauðafæri á fjærstöng en skalli hans var varinn í horn. Það var svo upp úr hornspyrnunni sem Kassim Doumbia jafnaði metin með algjörlega frábærum skalla á fjærstöng. Hann þurfti að teygja sig í boltann en náði engu að síður föstum skalla sem Gunnleifur réði ekki við. Fyrr í leiknum fékk hann mun betra skallafæri en setti boltann þá yfir. FH-ingar mega vera kátir með stigið því það heldur liðinu á toppnum, en Blikar engu að síður gráta sig vafalítið í svefn í kvöld. Stigin þrjú voru komin langleiðina í Kópavoginn áður en Doumbia bjargaði toppliðinu.Heimir: Eins og boltinn væri eldhnöttur "Mér líður ágætlega yfir því að fá eitt stig en ekkert sérstaklega vel yfir spilamennskunni," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, við blaðamenn eftir leik. "Það er aldrei spurt að því hvort maður eigi skilið í fótbolta, en við héldum áfram. Eftir að Breiðablik skoraði sýndum við smá karakter og náðum að koma til baka." "Það er erfitt að segja til hvers vegna við hækkuðum tempóið ekki fyrr. Við þurfum aðeins að setjast yfir þetta áður en maður fer að taka einhverjar ákvarðanir." Heimir var ekki ánægður með spilamennsku sinna manna, sértaklega í fyrri hálfleik. "Mér fannst við ekki halda boltanum nógu vel innan liðsins. Það var eins og boltinn væri eldhnöttur í fyrri hálfleik. Við vorum að missa hann of langt frá okkur og náðum engu floti í spilið okkar. Það voru aðalvandræðin og Blikarnir náðu tiltilölega auðveldlega að loka á það sem við erum að gera," sagði Heimir. Hann svaraði hvers vegna Atli Guðnason var á bekknum: "Atli Guðnason meiddist á móti Víkingi. Hann náði að æfa tvær æfingar og var ekki klár í 90 mínútur. Þess vegna vildum við setja hann inn á og hann stóð sig vel þegar hann kom inn á," sagði Heimir. "Ég er ánægður með stigið en við þurfum að bæta spilamennskuna," sagði Heimir Guðjónsson.Arnar: Virkilega stoltur af strákunum "Svona er þetta stundum. Þetta er ekki búið fyrr en það er búið að flauta af og við fengum að kynnast því," sagði svekktur Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leik. "Ég get samt verið virkilega stoltur af strákunum. Við spilum virkilega vel allan tímann og þrátt fyrir erfiðan leik í bikarnum þar sem við spilum 120 mínútur komum við hingað og sýndum að við vildum sækja þrjú stig. Það sáust engar 120 mínútur á mínu liði." Aðspurður hvað það var sem klikkaði var svarið einfalt: "Þeir skora bara í endann, það er það sem klikkar. Maður veit með FH-liðið að það refsar ef maður gleymir sér eitt augnablik. Ef við höldum samt svona áfram þá fáum við stig annars staðar," sagði Arnar, en hvað var hann mest ánægður með hjá sínum mönnum? "Mér fannst menn hafa gaman að því sem þeir voru að gera. Það sýndi sig í góðum fótbolta. Við tókum boltann niður og létum hann fara á milli kanta eins og við höfum verið að gera. Þetta gekk vel oft á tíðum. Ég er virkilega stoltur," sagði Arnar. Hann varar sína menn þó við að verða of góðir með sig þrátt fyrir gott gengi undanfarið. "Þú ert bara jafngóður og síðasti leikur. Menn þurfa að halda áfram að spila svona því ef við förum að slaka á þá getum við auðeldlega tapað stigum í næsta leik," sagði Arnar Grétarsson.Kassim: Veit ekki hvert ég var að hlaupa Kassim Doumbia, miðvörður FH, var glaðbrosandi þegar hann spjalla við blaðamenn eftir leikinn enda nýbúinn að tryggja sínum mönnum eitt stig. "Við verðum að byrja að spila fótbolta áður en við fáum á okkur mörk. Eftir markið fórum við af stað en á endanum náum við stigi sem er gott fyrir móralinn og fyrir okkur í mótinu," sagði miðvörðurinn. Hann var ekki sammála því að Breiðablik var betra liðið í leiknum. "Blikar fengu bara eitt eða tvö tækifæri í leiknum en annars voru þeir ekki hættulegir. Við fengum líka færi. Það var samt lítið að gerast. Ég er ekkert rosalega ánægður með 1-1 en við verðum að taka því þar sem markið kom alveg undir lokin," sagði Doumbia sem var eðlilega ánægður með markið. "Ég fékk betra færi fyrr í leiknum. Ég trúði ekki eigin augum þegar ég klúðraði því. Ég vildi bara gefa allt í þessa hornspyrnu og ég náði að skora sem frábært fyrir okkur alla og konuna mína," sagði hann. Doumbia tók rosalegt hlaup að stúkunni eftir markið, en hann virtist ekki vita hvert hann ætlaði. "Ég veit ekki hvert ég var að fara. Ég hljóp allavega aldrei svona hratt í leiknum," sagði Kassim Doumbia hlægjandi að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira