Það er mikill bikardagur í dag en þá fara fram allir átta leikirnir í sextán liða úrslitum Borgunarbikars karla.
Þróttur R. og ÍBV mætast á Laugardalsvellinum klukkan 17.30 og í Fjarðabyggðarhöllinni mætast heimamenn og Valsmenn klukkan sex. Sex leikir hefjast svo klukkan 19.15 þar á meðal viðureign Breiðabliks og KA, sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Hinir leikirnir eru: KV-KR, Stjarnan-Fylkir, FH-Grindavík, Víkingur R.-Afturelding og Fjölnir-Víkingur Ó.
Svo gæti farið að átta Pepsi-deildarlið verði í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin á föstudaginn því það er Pepsi-deildarlið í öllum átta leikjum þar af tvö í leik Íslandsmeistara Stjörnunnar og Fylkis á samsungvellinum í Garðabæ.
Verða bara Pepsi-deildarlið í átta-liða úrslitum bikarkeppninnar?
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




„Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“
Íslenski boltinn

„Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“
Íslenski boltinn


Leikur Grindavíkur færður vegna gossins
Íslenski boltinn

Jota í frægðarhöll Úlfanna
Fótbolti

