Á nú að pissa í skóinn sinn? Guðríður Kristín Þórðardóttir og Elfa Þöll Grétarsdóttir. skrifar 12. júní 2015 08:40 Við sitjum yfir kaffibolla í verkfalli og veltum því fyrir okkur hvort við hjúkrunarfræðingar verðum skikkaðir til vinnu á morgun með lagasetningu, eftir tvær langar og leiðinlegar vikur heima í verkfalli. Við erum sammála um að þeim vangaveltum fylgja blendnar tilfinningar. Við hugsum til þess með létti að hugsanlega sjái fyrir endann á þessu erfiða og í raun lífsógnandi verkfalli en um leið hryllir okkur við hroka og úrræðaleysi ráðamanna. Sumir kollegar okkar hafa sjaldan unnið eins mikið og einmitt þessar síðustu vikur vegna álags en mun fleiri hafa ekkert unnið. Flestir hafa setið heima og beðið frétta í þeirri von um að geta snúið bjartsýn aftur til starfa. Snúið aftur til þess að veita sjúkum þjónustu og meðferð sem þeir eiga rétt á samkvæmt íslenskum lögum. Eins og formaður Félags íslenska hjúkrunarfræðinga, Ólafur G. Skúlason kemur inn á í grein sinni í Fréttablaðinu þann 9. júní s.l. þá óttumst við framtíðina. Við teljum að almenningur og einkum og sér í lagi stjórnvöld geri sér ekki grein fyrir því hvernig ástandið er nú þegar og í hvað stefnir í íslensku heilbrigðiskerfi. Hjúkrunarráð Landspítala, Hjúkrunarfræðideild HÍ og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa endurtekið bent á staðreyndir um yfirvofandi manneklu meðal hjúkrunarfræðinga. Aðgerðarleysi stjórnvalda síðustu vikurnar bendir til að þessar áhyggjuraddir tali í tóma tunnu. Er enginn að hlusta. Það getur bara ekki verið! Við erum báðar sérfræðingar í hjúkrun, önnur er formaður hjúkrunarráðs og hin formaður fræðslunefndar þess. Okkar skyldur í þeim stöðum eru fyrst og fremst að standa vörð um fagmennsku hjúkrunar á Landspítala ásamt öryggi sjúklinga og starfsmanna með einum og öðrum hætti. Stuðla að faglegri þróun, efla gæði hjúkrunar, leiðbeina og vera fyrirmynd annarra í starfi. Við eigum það sameiginlegt að taka hlutverki okkar sem talsmanni sjúklinga alvarlega, höfum einsett okkur að bæta þjónustuna við þá og ástvini þeirra á deildum okkar: hjartadeildinni, öldrunardeildunum sem og spítalanum öllum.„Þarf íslenskt heilbrigðiskerfi á þessu að halda?“ Við höfum haft frumkvæði að og stýrt ýmsum verkefnum sem stuðla að framþróun í hjúkrun og bæta þjónustu við skjólstæðinga spítalans, einkum á sviði líknar- og lífslokameðferðar og í þjónustu við aldraða. Í verkfalli er ekki undanþága fyrir þessum ólífsnauðsynlegu störfum okkar. Getum við þá ekki þá bara hætt þessu? Þarf íslenskt heilbrigðiskerfi á þessu að halda? Það eru mörg hundruð hjúkrunarfræðingar sem hafa setið heima í tvær vikur. Ætli störf þeirra séu ekki nauðsynleg? Hvað erum við tilbúin til að bíða lengi til að komast að því? Hjartagáttin er lokuð, göngudeild hjartabilunar er lokuð eins og reyndar stór hluti göngudeilda spítalans, skurðdeildir eru lokaðar að hluta, hjartaþræðingar bíða, endurhæfingardeildir eru margar lokaðar, þjónusta við geðsjúka er verulega skert og svo mætti lengi telja. Afleiðingar þess að draga úr allri fyrirbyggjandi þjónustu, endurhæfingu og göngudeildarþjónustu koma ekki fram fyrr en seinna. Öll fræðsla og stuðningur fyrir nýráðið heilbrigðisstarfsfólk á Landspítala hefur fallið niður vegna verfalls. Þetta eru meðal annars nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og hjúkrunarnemar sem munu vera í meiri hluta mönnunar á mörgum deildum í allt sumar vegna sumarleyfa. Við höfum verulega takmörkuð úrræði fyrir hruma aldraða og langveika sjúklinga sem við erum að útskrifa of snemma vegna plássleysis. Við getum nefnd fjölmörg dæmi. Hjúkrunarfræðingar eru ekki einungis í beinni hjúkrun á legudeildum. Þeir eru út um allt frá fremstu víglínu við hlið sjúklings, við stjórnun, við fræðslu og rannsóknir, að stuðla að framþróun, eru talsmenn sjúklinga, stjórna og veita þjónustu á göngudeildum, styðja við aðstandendur, vinna að hagræðingu í heilbrigðiskerfinu og svo mætti lengi telja.Verkfallið verður að stöðva með samningum Skilaboðin sem við viljum koma á framfæri með þessum skrifum er að það sem við óttumst mest er að þetta umhverfi sem við horfum á núna í lífsógnandi verkfalli verði íslenskur raunveruleiki ef ekki verður tekið á vandanum með framtíðarsýn á heilbrigðiskerfið að leiðarljósi. Þetta gæti verið það sem íslenskt heilbrigðiskerfi muni hafa upp á að bjóða innan fárra mánaða ef ekkert verður að gert til að auka nýliðun í hjúkrun og halda þeirri þekkingu sem fyrir er. Nú þegar vantar sárlega hjúkrunarfræðinga. Ekki bara á Landspítalann, heldur alls staðar. Verkfallið verður að stöðva strax með samningum áður en það sem allir hafa óttast gerist! Öryggi er ógnað! Lagasetning getur haft alvarlegar afleiðingar og við höldum að ríkisstjórnin viti það, annars væri búið að grípa til þess ráðs miklu fyrr. Flestir sem þetta lesa ættu að vera sammála því að það sé ekki lausn að að pissa í skóinn sinn, eins og lagasetning á verkfall heilbrigðisstarfsmanna væri. Stöndum vörð um mannafla og þekkingu í heilbrigðiskerfisinu. Veljum mönnun til framtíðar, okkar allra vegna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Við sitjum yfir kaffibolla í verkfalli og veltum því fyrir okkur hvort við hjúkrunarfræðingar verðum skikkaðir til vinnu á morgun með lagasetningu, eftir tvær langar og leiðinlegar vikur heima í verkfalli. Við erum sammála um að þeim vangaveltum fylgja blendnar tilfinningar. Við hugsum til þess með létti að hugsanlega sjái fyrir endann á þessu erfiða og í raun lífsógnandi verkfalli en um leið hryllir okkur við hroka og úrræðaleysi ráðamanna. Sumir kollegar okkar hafa sjaldan unnið eins mikið og einmitt þessar síðustu vikur vegna álags en mun fleiri hafa ekkert unnið. Flestir hafa setið heima og beðið frétta í þeirri von um að geta snúið bjartsýn aftur til starfa. Snúið aftur til þess að veita sjúkum þjónustu og meðferð sem þeir eiga rétt á samkvæmt íslenskum lögum. Eins og formaður Félags íslenska hjúkrunarfræðinga, Ólafur G. Skúlason kemur inn á í grein sinni í Fréttablaðinu þann 9. júní s.l. þá óttumst við framtíðina. Við teljum að almenningur og einkum og sér í lagi stjórnvöld geri sér ekki grein fyrir því hvernig ástandið er nú þegar og í hvað stefnir í íslensku heilbrigðiskerfi. Hjúkrunarráð Landspítala, Hjúkrunarfræðideild HÍ og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa endurtekið bent á staðreyndir um yfirvofandi manneklu meðal hjúkrunarfræðinga. Aðgerðarleysi stjórnvalda síðustu vikurnar bendir til að þessar áhyggjuraddir tali í tóma tunnu. Er enginn að hlusta. Það getur bara ekki verið! Við erum báðar sérfræðingar í hjúkrun, önnur er formaður hjúkrunarráðs og hin formaður fræðslunefndar þess. Okkar skyldur í þeim stöðum eru fyrst og fremst að standa vörð um fagmennsku hjúkrunar á Landspítala ásamt öryggi sjúklinga og starfsmanna með einum og öðrum hætti. Stuðla að faglegri þróun, efla gæði hjúkrunar, leiðbeina og vera fyrirmynd annarra í starfi. Við eigum það sameiginlegt að taka hlutverki okkar sem talsmanni sjúklinga alvarlega, höfum einsett okkur að bæta þjónustuna við þá og ástvini þeirra á deildum okkar: hjartadeildinni, öldrunardeildunum sem og spítalanum öllum.„Þarf íslenskt heilbrigðiskerfi á þessu að halda?“ Við höfum haft frumkvæði að og stýrt ýmsum verkefnum sem stuðla að framþróun í hjúkrun og bæta þjónustu við skjólstæðinga spítalans, einkum á sviði líknar- og lífslokameðferðar og í þjónustu við aldraða. Í verkfalli er ekki undanþága fyrir þessum ólífsnauðsynlegu störfum okkar. Getum við þá ekki þá bara hætt þessu? Þarf íslenskt heilbrigðiskerfi á þessu að halda? Það eru mörg hundruð hjúkrunarfræðingar sem hafa setið heima í tvær vikur. Ætli störf þeirra séu ekki nauðsynleg? Hvað erum við tilbúin til að bíða lengi til að komast að því? Hjartagáttin er lokuð, göngudeild hjartabilunar er lokuð eins og reyndar stór hluti göngudeilda spítalans, skurðdeildir eru lokaðar að hluta, hjartaþræðingar bíða, endurhæfingardeildir eru margar lokaðar, þjónusta við geðsjúka er verulega skert og svo mætti lengi telja. Afleiðingar þess að draga úr allri fyrirbyggjandi þjónustu, endurhæfingu og göngudeildarþjónustu koma ekki fram fyrr en seinna. Öll fræðsla og stuðningur fyrir nýráðið heilbrigðisstarfsfólk á Landspítala hefur fallið niður vegna verfalls. Þetta eru meðal annars nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og hjúkrunarnemar sem munu vera í meiri hluta mönnunar á mörgum deildum í allt sumar vegna sumarleyfa. Við höfum verulega takmörkuð úrræði fyrir hruma aldraða og langveika sjúklinga sem við erum að útskrifa of snemma vegna plássleysis. Við getum nefnd fjölmörg dæmi. Hjúkrunarfræðingar eru ekki einungis í beinni hjúkrun á legudeildum. Þeir eru út um allt frá fremstu víglínu við hlið sjúklings, við stjórnun, við fræðslu og rannsóknir, að stuðla að framþróun, eru talsmenn sjúklinga, stjórna og veita þjónustu á göngudeildum, styðja við aðstandendur, vinna að hagræðingu í heilbrigðiskerfinu og svo mætti lengi telja.Verkfallið verður að stöðva með samningum Skilaboðin sem við viljum koma á framfæri með þessum skrifum er að það sem við óttumst mest er að þetta umhverfi sem við horfum á núna í lífsógnandi verkfalli verði íslenskur raunveruleiki ef ekki verður tekið á vandanum með framtíðarsýn á heilbrigðiskerfið að leiðarljósi. Þetta gæti verið það sem íslenskt heilbrigðiskerfi muni hafa upp á að bjóða innan fárra mánaða ef ekkert verður að gert til að auka nýliðun í hjúkrun og halda þeirri þekkingu sem fyrir er. Nú þegar vantar sárlega hjúkrunarfræðinga. Ekki bara á Landspítalann, heldur alls staðar. Verkfallið verður að stöðva strax með samningum áður en það sem allir hafa óttast gerist! Öryggi er ógnað! Lagasetning getur haft alvarlegar afleiðingar og við höldum að ríkisstjórnin viti það, annars væri búið að grípa til þess ráðs miklu fyrr. Flestir sem þetta lesa ættu að vera sammála því að það sé ekki lausn að að pissa í skóinn sinn, eins og lagasetning á verkfall heilbrigðisstarfsmanna væri. Stöndum vörð um mannafla og þekkingu í heilbrigðiskerfisinu. Veljum mönnun til framtíðar, okkar allra vegna!
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun