
Má ég nafngreina kvalara minn?
Fjöldi reynslusagna kom greinahöfundi svo sem ekki á óvart í sjálfu sér enda var seta í refsirétti við lagadeild á sínum tíma viss þolraun. Áttaði maður sig þá á því hversu hrikalega algeng slík brot eru. Alvarleg og alls staðar. Í fullkomnum heimi væri nóg að einstaklingur greindi frá ofbeldi sem hann hefði orðið fyrir án þess að saga hans yrði dregin í efa. Því miður er staðan ekki sú og þó sjaldgæft sé eru dæmi um að menn hafi verið bornir sökum um refsiverð brot að ósekju. Þá getur upplifun manna verið misjöfn. Á meðan einstaklingur getur verið í þeirri trú að samþykki sé fyrir kynlífi getur mótaðili hans upplifað það með allt öðrum hætti. Skiptir þetta hugarástand gerenda grundvallarmáli enda er það meginregla almennra hegningarlaga að einstaklingi verður ekki refsað fyrir brot af gáleysi. Eins og í öllum málum verður framburður brotaþola einn og sér þannig ekki lagður til grundvallar heldur er gerð krafa um frekari sönnunargögn. Er það eina ásættanlega niðurstaðan enda getum við flest fallist á að við myndum krefjast frekari sönnunar en orð um sekt einhvers sem okkur er nákominn.
Æra vernduð í hegningarlögum
Æra manna er vernduð í almennum hegningarlögum. Eru menn m.a. verndaðir fyrir ásökunum um refsiverða háttsemi sé háttsemin ekki sönnuð. Hefur Mannréttindadómstóll Evrópu lagt línurnar um hvaða aðferðafræði skuli beitt við mat á því hvort um sé að ræða ærumeiðandi ummæli. Þarf þannig á greina á milli þess hvort um sé að ræða gildisdóma eða staðhæfingar um staðreyndir. Haldi einhver því til að mynda fram að annar aðili sé ,,asni“ er um gildisdóm að ræða enda er það mat þess sem ummælin hefur að hinn sé asni. Er viss ómöguleiki fólginn í því að sanna að annar einstaklingur sé asni. Slíkir gildisdómar eru refsilausir. Það eru staðhæfingar hins vegar ekki. Haldi einhver því fram að annar hafi brotið gegn sér eða öðrum kynferðislega er ekki um að ræða gildisdóm enda er það ekki persónulegt mat hans heldur staðhæfir hann að sá hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi. Það er brýnt að vekja athygli á því að einstaklingar geta gerst sekir um ærumeiðandi ummæli án þess að nafn hlutaðeigandi sé tilgreint með beinum hætti. Sé vísað til meints geranda með þeim hætti að augljóst er við hvern er átt getur það verið nægjanlegt.
Í ærumeiðingarmálum gildir sú regla að ekki verði refsað fyrir sönn ummæli. Felast varnir stefndu fyrir dómi þannig m.a. í því að reyna að sanna að þær staðhæfingar sem voru viðhafðar séu sannar. Einstaklingi verður þannig ekki gerð refsing fyrir að staðhæfa að annar hafi brotið gegn öðrum kynferðislega ef það er sannað að hann hafi gert það. Þegar einstaklingar hafa hins vegar ekki verið dæmdir fyrir þá háttsemi sem þeim er gert að sök er erfitt að ætla að færa sönnur á hana. Ummæli um kynferðisbrot eru þannig einstaklega viðkvæm þar sem það einkennir að jafnaði slík brot að fáir eru viðstaddir og jafnvel fátt um önnur sönnunargögn. Takist sönnun ekki má búast við að dómur falli stefnanda í hag. Í þessu felst ekki að sá sem ærumeiðandi ummælin voru viðhöfð um hafi ekki framið brotið heldur einungis að ekki er unnt að færa sönnur á hana. Í þeim tilvikum sem einstaklingur hefur kært annan til lögreglu fyrir refsivert brot er honum frjálst að greina frá því að hann hafi gert það enda sé það satt að hann hafi gert svo.
Hætta á málsókn
Það er vont að til séu einstaklingar sem þurfi að lifa við það að kvalarar þeirra þurfi aldrei að sæta refsingu fyrir brot sín gegn þeim. Það er hins vegar töluvert verra að í einhverjum tilvikum þurfi einstaklingar að mæta fyrir dóm að kvaðningu kvalara þeirra og svara til saka fyrir ummæli sem eru kannski sönn en ekki hægt að færa sönnur á. Því miður er réttarkerfið okkar ekki fullkomnara en það. Því það er vissulega mikilvægt að æra manna njóti verndar. Einstaklingar eiga þannig ekki að þurfa að sætta sig við að fullyrt sé að þeir hafi gerst sekir um refsiverða háttsemi – nema jú það liggi fyrir að þeir hafi gert það. Að öðrum kosti væri vald einstaklinga yfir æru annarra of mikið og vald er vandmeðfarið. Þetta þýðir þó ekki að einstaklingum sé aldrei óhætt að greina frá nafni þess er brýtur gegn þeim. Langt í frá. Sé það hins vegar gert skriflega og opinberlega er hætta á málsókn enda sönnun um ummælin þá einföld.
Greinahöfundur fagnar því að brotaþolar skuli stíga fram með sögur sínar. Kynferðisbrot voru þögguð niður alltof lengi á þessu landi með þeim afleiðingum að nokkrir af okkar verstu glæpamönnum hafa sloppið án nokkurrar refsingar, alvarleiki brotanna var lengi vel talinn lítill og dómar í samræmi við það. Áfram Beauty tips.
Skoðun

Sanngirni að brenna 230 milljarða króna?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Strandveiðar eru ekki sóun
Örn Pálsson skrifar

„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“
Einar Ólafsson skrifar

SFS skuldar
Sigurjón Þórðarson skrifar

Hvar er hjálpin sem okkur var lofað?
Dagmar Valsdóttir skrifar

Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun
Svanur Guðmundsson skrifar

Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið
Elliði Vignisson skrifar

Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi
Matthías Arngrímsson skrifar

Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Aukið við sóun með einhverjum ráðum
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið
Arnar Laxdal skrifar

Vönduð vinnubrögð - alltaf!
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna
Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar

Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið
Gína Júlía Waltersdóttir skrifar

Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng
Katrín Sigurðardóttir skrifar

Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið!
Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar

Linsa Lífsins
Matthildur Björnsdóttir skrifar

„Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu?
Viðar Halldórsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Netöryggi til framtíðar
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar

Aftur á byrjunarreit
Hörður Arnarson skrifar

Norðurlandamet í fúski!
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám
Matthías Arngrímsson skrifar

Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja
Helen Ólafsdóttir skrifar

Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Hvert er markmið fulltrúalýðræðis?
Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar

Ég vona að þú gleymir mér ekki
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar