Heimilisofbeldi vandamál á 200 heimilum á höfuðborgarsvæðinu í hverjum mánuði Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 28. júní 2015 22:45 Um klukkan eitt í nótt fór lögregla á heimili í Kópavogi þar sem tilkynnt hafði verið um heimilisofbeldi og frelsissviptingu. Lögregla fór einnig á heimili í Vesturbænum upp úr klukkan eitt vegna heimilisofbeldis og líkamsárásar. Í báðum tilvikum voru karlmenn á heimilinu handteknir og færðir í fangageymslu. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar hefur starfað að undirbúningi ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar og segir mikilvægt að lögregla fjarlægi ofbeldismann þegar hún metur að það sé nauðsynlegt. „Það atriði er mjög mikilvægt þegar lögregla metur það svo. Nú fer lögregla inn á þessi heimili þar sem hún er kölluð til og gerir áhættumat, sem er gríðarlega mikilvægt að sé gert. Og þegar lögregla metur svo að ofbeldismaðurinn sé það hættulegur að hann geti valdið meiri skaða þá er mjög mikilvægt að hann sé fluttur á brott. Áður var það algengara að fórnarlömbin voru flutt í burt. Okkur finnst þetta skref í rétta átt.“ Þann 12. janúar síðastliðinn hófst átak gegn heimilisofbeldi á höfuðborgarsvæðinu semhefur skilað sér í auknum fjölda tilkynninga til lögreglu en þeim hefur fjölgað úr tuttugu á mánuði í fimmtíu. „Það er mjög jákvætt, sjálft átakið skapar ekki ofbeldi. Það sem er eað gerast er að fólk hefur fengið meiri trú á kerfið, trú á það að þegar lögreglan er kölluð til þá gerist eitthvað.“ Talið er að heimilisofbeldi snerti 200 heimili í hverjum mánuði, það er mat lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og fleiri fagaðila. „Það kemur á óvart hvað þetta eru mörg heimili. Þetta eru tvö heimili á dag á höfuðborgarsvæðinu þar sem lögregla er kölluð til en við vitum að það eru svo fleiri heimili þar sem ofbeldi er beitt.“ Ofbeldisvarnarnefnd borgarinnar tekur til starfa í haust og þá verður enn frekara átak gegn heimilisofbeldi. „Það á eftir að skipa í nefndina, en ég geri ráð fyrir að það verði byrjað á fræðslu um úrræði, ofbeldisvarnarnefnd mun vinna almennt gegn ofbeldi í borginni en þar sem mikið er um kynbundið ofbeldi verða áherslurnar mjög líklega eftir því.“ Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira
Um klukkan eitt í nótt fór lögregla á heimili í Kópavogi þar sem tilkynnt hafði verið um heimilisofbeldi og frelsissviptingu. Lögregla fór einnig á heimili í Vesturbænum upp úr klukkan eitt vegna heimilisofbeldis og líkamsárásar. Í báðum tilvikum voru karlmenn á heimilinu handteknir og færðir í fangageymslu. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar hefur starfað að undirbúningi ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar og segir mikilvægt að lögregla fjarlægi ofbeldismann þegar hún metur að það sé nauðsynlegt. „Það atriði er mjög mikilvægt þegar lögregla metur það svo. Nú fer lögregla inn á þessi heimili þar sem hún er kölluð til og gerir áhættumat, sem er gríðarlega mikilvægt að sé gert. Og þegar lögregla metur svo að ofbeldismaðurinn sé það hættulegur að hann geti valdið meiri skaða þá er mjög mikilvægt að hann sé fluttur á brott. Áður var það algengara að fórnarlömbin voru flutt í burt. Okkur finnst þetta skref í rétta átt.“ Þann 12. janúar síðastliðinn hófst átak gegn heimilisofbeldi á höfuðborgarsvæðinu semhefur skilað sér í auknum fjölda tilkynninga til lögreglu en þeim hefur fjölgað úr tuttugu á mánuði í fimmtíu. „Það er mjög jákvætt, sjálft átakið skapar ekki ofbeldi. Það sem er eað gerast er að fólk hefur fengið meiri trú á kerfið, trú á það að þegar lögreglan er kölluð til þá gerist eitthvað.“ Talið er að heimilisofbeldi snerti 200 heimili í hverjum mánuði, það er mat lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og fleiri fagaðila. „Það kemur á óvart hvað þetta eru mörg heimili. Þetta eru tvö heimili á dag á höfuðborgarsvæðinu þar sem lögregla er kölluð til en við vitum að það eru svo fleiri heimili þar sem ofbeldi er beitt.“ Ofbeldisvarnarnefnd borgarinnar tekur til starfa í haust og þá verður enn frekara átak gegn heimilisofbeldi. „Það á eftir að skipa í nefndina, en ég geri ráð fyrir að það verði byrjað á fræðslu um úrræði, ofbeldisvarnarnefnd mun vinna almennt gegn ofbeldi í borginni en þar sem mikið er um kynbundið ofbeldi verða áherslurnar mjög líklega eftir því.“
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira