Tæknirisinn Apple hefur ákveðið að fjarlægja forrit sem sýna fána Suðurríkjanna úr forritaþjónustu fyrirtækisins. Þá er bara um að ræða forrit sem sýna fánann á „móðgandi“ eða „illkvittinn“ hátt. Mikill fjöldi forrita og leikja sýna fánann einungis í sögulegu samhengi.
Fyrirtækið fylgir þar fast á hæla fjölda annarra fyrirtækja í Bandaríkjunum eins og Walmart, Amazon, Ebay og Sears. Þau hafa hætt sölu vara sem sýna fánann í kjölfar þess að níu svartir einstaklingar voru skotnir til bana í kirkju í Charleston í síðustu viku.
Hávær umræða um gildi og framtíð fánans hefur átt sér stað í kjölfar árásarinnar. Fáninn var tákn þeirra ellefu suðurríkja sem slitu sig frá Bandaríkjunum í þrælastríðinu og vildu halda þrælahaldi áfram.
Samkvæmt frétt á vefnum Cnet ætla forritarar að reyna að komast hjá banninu með því að nota fyrri útgáfur að fánanum sem eru minna þekktar en sú útgáfa sem flestir þekkja og er frá árinu 1862.
Apple fjarlægir fána Suðurríkjanna
Samúel Karl Ólason skrifar

Mest lesið

Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað
Viðskipti innlent

Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára
Viðskipti innlent

Kvika vinsælasta stelpan á ballinu
Viðskipti innlent


Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt
Viðskipti innlent


Vextir lækka hjá Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Verðbólga lækkar um 0,4 stig
Viðskipti innlent

Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins
Viðskipti innlent

Arion vill sameinast Kviku
Viðskipti innlent