Þetta segir í stuttri fréttatilkynningu FH vegna atviksins sem upp í toppslagnum gegn Breiðabliki á sunnudagskvöldið þar sem Kassim Doumbia, miðvörður FH, öskraði „fuck off“ í myndavél Stöðvar 2 Sports í beinni útsendingu.
Knattspyrnudeild FH og Doumbia skrifa undir fréttatilkynninguna sem send var á fjölmiðla nú undir hálf sex í kvöld.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, á enn eftir að gefa út hvort hún vísi málinu til aganefndar sambandsins.