Er borginni treystandi fyrir byggingarréttargjaldinu? Kristinn Steinn Traustason skrifar 22. júní 2015 20:03 Reykjavíkurborg ákvað fyrir nokkrum árum að innheimta svonefnt byggingarréttargjald af umsækjendum um lóðir en gjaldið er greitt fyrir byggingarrétt á lóðum umfram gatnagerðagjald. Gatnagerðagjald er hins vegar lögboðið gjald sem sveitafélögum er heimilt að innheimta til að standa straum af gatnagerð og kostnaði við að gera lóðir byggingarhæfar. Í hverfinu mínu, Úlfarsárdal, var tilvonandi íbúum talin trú um að með því að greiða hið svokallaða byggingarréttargjald fengju þeir hraða uppbyggingu á þjónustu í hverfinu, það er að segja á skóla og íþróttaaðstöðu. Því má segja að íbúar hverfisins hafi staðgreitt uppbygginguna. Tilvonandi lóðarhöfum var jafnvel egnt saman með útboði til að fá sem hæst verð fyrir lóðirnar.Ólögleg skattheimta?Nú er komin nokkur reynsla á gjaldið hjá borginni og hver skyldi hún vera? Jú, sjaldan eða aldrei hefur gengið jafn hægt að byggja innviði nokkurs hverfis. Ég spyr því hvort er um að ræða gjald sem standa á undir uppbyggingu innviða eins og fyrirheit voru gefin um eða er þetta í raun almennur skattur á þá sem vilja byggja og búa í Reykjavík? Þarf slík skattheimta þá ekki að eiga sér stoð í lögum? Einnig er vert að benda á að frá því að byggingarréttargjaldið var tekið upp hefur lóðaverð sem hlutfall af byggingarkostnaði farið úr 4% í rúm 17%. Kemur það að sjálfsögðu beint inn í hækkun byggingarkostnaðar og söluverðs eigna sem aftur skilar sér í hærra íbúa- og leiguverði fyrir barnafjölskyldur. Með nýju aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir mikilli þéttingu byggðar sem er gott og göfugt markmið í sjálfu sér. Í því sambandi hafa borgarfulltrúar boðað að með breyttu skipulagi og auknu byggingarmagni á þéttingarreitum skuli greiða byggingarréttargjald. Vonandi fá þeir sem gjaldið greiða áreiðanlega tryggingu fyrir því að gjaldið verði notað í uppbyggingu innviða í hverfunum.Trausti rúin borgarstjórnNýverið kynnti borgarstjóri uppbyggingaráform á þjónustu í Úlfarsárdal en þar á að byggja skóla, sundlaug, menningarmiðstöð og íþróttaaðstöðu fyrir Knattspyrnufélagið Fram. Gert er ráð fyrir að sú uppbygging taki minnst 7 ár. Eftir 7 ár héðan í frá verða því liðin 15 ár frá því að fyrstu íbúar Úlfarsárdals fluttu í hverfið og um aldarfjórðungur frá því fólk flutti fyrst í Grafarholtið. Og það þrátt fyrir að íbúar hafi nú þegar staðgreitt fyrir uppbygginguna sem þá á loksins að vera lokið. Það verður seint kölluð hröð uppbygging innviða í borgarhverfi og ég tel af fenginni reynslu að skrifa eigi í skipulagslög að sveitarfélögum verði óheimilt að hefja lóðaúthlutun í nýjum hverfum fyrr en þar hafi verið reist íþróttaaðstaða og skóli. Traust margra íbúa á borgaryfirvöldum er ekki til staðar og víða eru djúp sár sem getur reynst erfitt að græða. Sást það best í síðustu kosningum þar sem fjölmargir skiluðu sér ekki á kjörstað. Ef borgin vill láta taka sig alvarlega og endurheimta traustið þegar kemur að sölu byggingarréttar þarf hún að gera betur en þetta. Kristinn Steinn TraustasonHöfundur er formaður íbúasamtaka Úlfarsárdals Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg ákvað fyrir nokkrum árum að innheimta svonefnt byggingarréttargjald af umsækjendum um lóðir en gjaldið er greitt fyrir byggingarrétt á lóðum umfram gatnagerðagjald. Gatnagerðagjald er hins vegar lögboðið gjald sem sveitafélögum er heimilt að innheimta til að standa straum af gatnagerð og kostnaði við að gera lóðir byggingarhæfar. Í hverfinu mínu, Úlfarsárdal, var tilvonandi íbúum talin trú um að með því að greiða hið svokallaða byggingarréttargjald fengju þeir hraða uppbyggingu á þjónustu í hverfinu, það er að segja á skóla og íþróttaaðstöðu. Því má segja að íbúar hverfisins hafi staðgreitt uppbygginguna. Tilvonandi lóðarhöfum var jafnvel egnt saman með útboði til að fá sem hæst verð fyrir lóðirnar.Ólögleg skattheimta?Nú er komin nokkur reynsla á gjaldið hjá borginni og hver skyldi hún vera? Jú, sjaldan eða aldrei hefur gengið jafn hægt að byggja innviði nokkurs hverfis. Ég spyr því hvort er um að ræða gjald sem standa á undir uppbyggingu innviða eins og fyrirheit voru gefin um eða er þetta í raun almennur skattur á þá sem vilja byggja og búa í Reykjavík? Þarf slík skattheimta þá ekki að eiga sér stoð í lögum? Einnig er vert að benda á að frá því að byggingarréttargjaldið var tekið upp hefur lóðaverð sem hlutfall af byggingarkostnaði farið úr 4% í rúm 17%. Kemur það að sjálfsögðu beint inn í hækkun byggingarkostnaðar og söluverðs eigna sem aftur skilar sér í hærra íbúa- og leiguverði fyrir barnafjölskyldur. Með nýju aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir mikilli þéttingu byggðar sem er gott og göfugt markmið í sjálfu sér. Í því sambandi hafa borgarfulltrúar boðað að með breyttu skipulagi og auknu byggingarmagni á þéttingarreitum skuli greiða byggingarréttargjald. Vonandi fá þeir sem gjaldið greiða áreiðanlega tryggingu fyrir því að gjaldið verði notað í uppbyggingu innviða í hverfunum.Trausti rúin borgarstjórnNýverið kynnti borgarstjóri uppbyggingaráform á þjónustu í Úlfarsárdal en þar á að byggja skóla, sundlaug, menningarmiðstöð og íþróttaaðstöðu fyrir Knattspyrnufélagið Fram. Gert er ráð fyrir að sú uppbygging taki minnst 7 ár. Eftir 7 ár héðan í frá verða því liðin 15 ár frá því að fyrstu íbúar Úlfarsárdals fluttu í hverfið og um aldarfjórðungur frá því fólk flutti fyrst í Grafarholtið. Og það þrátt fyrir að íbúar hafi nú þegar staðgreitt fyrir uppbygginguna sem þá á loksins að vera lokið. Það verður seint kölluð hröð uppbygging innviða í borgarhverfi og ég tel af fenginni reynslu að skrifa eigi í skipulagslög að sveitarfélögum verði óheimilt að hefja lóðaúthlutun í nýjum hverfum fyrr en þar hafi verið reist íþróttaaðstaða og skóli. Traust margra íbúa á borgaryfirvöldum er ekki til staðar og víða eru djúp sár sem getur reynst erfitt að græða. Sást það best í síðustu kosningum þar sem fjölmargir skiluðu sér ekki á kjörstað. Ef borgin vill láta taka sig alvarlega og endurheimta traustið þegar kemur að sölu byggingarréttar þarf hún að gera betur en þetta. Kristinn Steinn TraustasonHöfundur er formaður íbúasamtaka Úlfarsárdals
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun