Sorry, ég skil ekki stjórnmál Birgir Fannar skrifar 9. júlí 2015 16:20 Sama hvað ég hef reynt að skilja stjórnmál, þá einfaldlega tekst það ekki. Eitthvað mál kemur upp og ég les mér til um það en ég er engu nær. Tala nú ekki um ef það er einhver skandall, þá næ ég engan vegin að átta mig á því hvað málið snýst um. Ég les allar fréttir um málið en er engu nær um hversvegna málið er alvarlegt eða hvers vegna það skiptir máli. Því ég er alltaf að leita eftir ástæðu fyrir því að einhver sé á móti einhverju eða með einhverju en það virðist bara aldrei sjást. Svo les ég greinar um að þessi flokkur verði bara að gera þetta eða þessi flokkur hefði alls ekki átt að gera þetta. Það virðist aldrei skipta máli hvaða flokkur á í hlut, þeir eru alltaf að gera eitthvað kolrangt og þegar ég sé eitthvað svoleiðis vil ég forvitnast um hvað þeir gerðu rangt en viti menn, ég les um málið og veit ekkert frekar. Þegar ég les um eitthvað er voða gott að geta séð hvað vandamálið er og hversvegna einhver ber sig rangt og að það sé útskýrt greinilega. En það virðist bara aldrei geta verið fyllilega ljóst. Ég vissi aldrei almennilega um hvað lekamálið snérist, jú einhver gögn láku út og Hanna Birna hagaði sér eitthvað undarlega en ég vissi aldrei hver rótin var eða hversvegna þetta var svona mikið mál. Samt las ég fréttir af þessu statt og stöðugt en vissi samt aldrei hvað var málið. Svo þegar stjórnmálaumræðan fer að snúast um fjármál þá er mér endanlega lokið - eitthvað lækkaði um þetta mörg prósent eða hækkaði og ég er engu nær um hvaða áhrif það hefur á mig eða nokkurn annan. Svo reynir fréttatíminn að útskýra þetta með skífuritum og ég er engu nær. Rekst síðan á blogg þar sem einhver talar um hversvegna þessi hækkun átti alls ekki að gerast og allt er að fara í steik út af því og ég eftir sem áður er bara eitt stórt spurningamerki. Sem betur fer fyrir mig þá þarf ég ekkert að hafa vit á neinu af þessu þegar kemur að kosningum. Þá skyndilega birtast auðskiljanleg slagorð á hverju horni og þá skyndilega hef ég sterka skoðun á því hvern skal kjósa og hversvegna. Því það er allt lagt upp fyrir mig svo einfalt og skiljanlegt. Orð eins og heiðarleiki og velferð fara að sjást hvarvetna og ég kann vel við heiðarleika og vil að sjálfsögðu velferð. Bara góð og göfug gildi, hví ætti ég ekki að kjósa þau? Já, er ekki frábært að maður eins og ég sem skilur ekkert í stjórnmálum sé samt fyllilega hæfur til að kjósa hverjir eiga að vera í stjórn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Sama hvað ég hef reynt að skilja stjórnmál, þá einfaldlega tekst það ekki. Eitthvað mál kemur upp og ég les mér til um það en ég er engu nær. Tala nú ekki um ef það er einhver skandall, þá næ ég engan vegin að átta mig á því hvað málið snýst um. Ég les allar fréttir um málið en er engu nær um hversvegna málið er alvarlegt eða hvers vegna það skiptir máli. Því ég er alltaf að leita eftir ástæðu fyrir því að einhver sé á móti einhverju eða með einhverju en það virðist bara aldrei sjást. Svo les ég greinar um að þessi flokkur verði bara að gera þetta eða þessi flokkur hefði alls ekki átt að gera þetta. Það virðist aldrei skipta máli hvaða flokkur á í hlut, þeir eru alltaf að gera eitthvað kolrangt og þegar ég sé eitthvað svoleiðis vil ég forvitnast um hvað þeir gerðu rangt en viti menn, ég les um málið og veit ekkert frekar. Þegar ég les um eitthvað er voða gott að geta séð hvað vandamálið er og hversvegna einhver ber sig rangt og að það sé útskýrt greinilega. En það virðist bara aldrei geta verið fyllilega ljóst. Ég vissi aldrei almennilega um hvað lekamálið snérist, jú einhver gögn láku út og Hanna Birna hagaði sér eitthvað undarlega en ég vissi aldrei hver rótin var eða hversvegna þetta var svona mikið mál. Samt las ég fréttir af þessu statt og stöðugt en vissi samt aldrei hvað var málið. Svo þegar stjórnmálaumræðan fer að snúast um fjármál þá er mér endanlega lokið - eitthvað lækkaði um þetta mörg prósent eða hækkaði og ég er engu nær um hvaða áhrif það hefur á mig eða nokkurn annan. Svo reynir fréttatíminn að útskýra þetta með skífuritum og ég er engu nær. Rekst síðan á blogg þar sem einhver talar um hversvegna þessi hækkun átti alls ekki að gerast og allt er að fara í steik út af því og ég eftir sem áður er bara eitt stórt spurningamerki. Sem betur fer fyrir mig þá þarf ég ekkert að hafa vit á neinu af þessu þegar kemur að kosningum. Þá skyndilega birtast auðskiljanleg slagorð á hverju horni og þá skyndilega hef ég sterka skoðun á því hvern skal kjósa og hversvegna. Því það er allt lagt upp fyrir mig svo einfalt og skiljanlegt. Orð eins og heiðarleiki og velferð fara að sjást hvarvetna og ég kann vel við heiðarleika og vil að sjálfsögðu velferð. Bara góð og göfug gildi, hví ætti ég ekki að kjósa þau? Já, er ekki frábært að maður eins og ég sem skilur ekkert í stjórnmálum sé samt fyllilega hæfur til að kjósa hverjir eiga að vera í stjórn?
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar