Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2015 13:30 Alexander Söderlund, fyrrv. framherji FH, og Hólmar Örn Eyjólfsson, á æfingu Rosenborg í gærkvöldi. vísir/valli Kåre Ingebrigtsen, þjálfari Rosenborg, var léttur og kátur í sólinni á Alvogen-vellinum í Vesturbænum í gærkvöldi þegar Vísir ræddi við hann eftir æfingu norska stórliðsins. Ingebrigtsen, sem er fyrrverandi leikmaður Rosenborg og goðsögn í Þrándheimi, tók við liðinu á síðustu leiktíð eftir dapra byrjun og skilaði því í annað sætið.Sjá einnig:Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar Rosenborg er, undir hans stjórn, aftur orðið besta liðið í Noregi. Það er í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar og stefnir hraðbyri að fyrsta Noregsmeistaratitlinum síðan 2010 og þeim 23. í sögunni. Næsta verkefni er leikur gegn KR í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld klukkan 19.15. Ingebrigtsen ætlar sér auðvitað áfram en ber virðingu fyrir íslenska liðinu. „Við vitum að KR er gott lið. Við sáum báða leikina gegn Cork og þeir sögðu okkur mikið. KR-liðið er gott og spilar góðan fótbolta. Þetta verður jafn leikur en vonandi, ef við spilum okkar besta leik, náum við að vinna,“ sagði Ingebrigtsen við Vísi.Kåre Ingebrigtsen tók við Rosenborg í fyrra og er að gera góða hluti.vísir/gettyLáta okkur vita að við erum ekki meistarar Rosenborg er að spila vel heima fyrir þar sem liðið er í efsta sætinu og skorar mikið af mörkum. „Við leggjum mikið á okkur en auðvitað erum við líka með góða leikmenn,“ sagði Ingebrigtsen um velgengni Þrándheimsliðsins í Noregi í ár. „Við erum að fara þetta á liðsheildinni og allir í liðinu vita þeirra hlutverk. Okkar styrkleiki er liðsheildin en ekki einstaklingar þó við séum með góða einstaklinga líka.“ Rosenborg hefur þurft að sjá á eftir Noregsmeistaratitlinum undanfarin fjögur ár ár til Molde og Strömsgodset. Það er langur tími í Þrándheimi. „Fólkið er ekkert of þolinmótt í Þrándheimi þannig það lætur okkur alveg vita við hvert tækifæri að við erum ekki meistarar. Vonandi getum við þaggað niður í þeim bráðlega. Mótið er hálfnað og við erum að toppnum en það er löng leið að titlinum ennþá,“ sagði þjálfarinn.Ísland skilar alltaf að sér góðum leikmönnum Ingebrigtsen segist bera mikla virðingu fyrir íslenskum fótbolta. Hann hefur á löngum ferli komist í kynni við marga íslenska leikmenn og fylgist ágætlega með því sem hér er að gerast. „Ég hef séð marga leiki undanfarin ár og svo ég var í Viking áður þar sem ég þjálfaði 4-5 íslenska leikmenn. Ég veit að hér eru margir góðir leikmenn. Íslenskur fótbolti skilar alltaf af sér góðum, ungum leikmönnum,“ sagði Ingebrigtsen. „Maður sér bara hvað er að gerast hjá landsliðinu. Íslenskur fótbolti er á flugi. Vonandi heldur landsliðið ykkar bara áfram að fljúga hátt en við náum á móti að stöðva þetta flug aðeins með því að vinna KR,“ sagði Kåre Ingebrigtsen brosandi að lokum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira
Kåre Ingebrigtsen, þjálfari Rosenborg, var léttur og kátur í sólinni á Alvogen-vellinum í Vesturbænum í gærkvöldi þegar Vísir ræddi við hann eftir æfingu norska stórliðsins. Ingebrigtsen, sem er fyrrverandi leikmaður Rosenborg og goðsögn í Þrándheimi, tók við liðinu á síðustu leiktíð eftir dapra byrjun og skilaði því í annað sætið.Sjá einnig:Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar Rosenborg er, undir hans stjórn, aftur orðið besta liðið í Noregi. Það er í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar og stefnir hraðbyri að fyrsta Noregsmeistaratitlinum síðan 2010 og þeim 23. í sögunni. Næsta verkefni er leikur gegn KR í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld klukkan 19.15. Ingebrigtsen ætlar sér auðvitað áfram en ber virðingu fyrir íslenska liðinu. „Við vitum að KR er gott lið. Við sáum báða leikina gegn Cork og þeir sögðu okkur mikið. KR-liðið er gott og spilar góðan fótbolta. Þetta verður jafn leikur en vonandi, ef við spilum okkar besta leik, náum við að vinna,“ sagði Ingebrigtsen við Vísi.Kåre Ingebrigtsen tók við Rosenborg í fyrra og er að gera góða hluti.vísir/gettyLáta okkur vita að við erum ekki meistarar Rosenborg er að spila vel heima fyrir þar sem liðið er í efsta sætinu og skorar mikið af mörkum. „Við leggjum mikið á okkur en auðvitað erum við líka með góða leikmenn,“ sagði Ingebrigtsen um velgengni Þrándheimsliðsins í Noregi í ár. „Við erum að fara þetta á liðsheildinni og allir í liðinu vita þeirra hlutverk. Okkar styrkleiki er liðsheildin en ekki einstaklingar þó við séum með góða einstaklinga líka.“ Rosenborg hefur þurft að sjá á eftir Noregsmeistaratitlinum undanfarin fjögur ár ár til Molde og Strömsgodset. Það er langur tími í Þrándheimi. „Fólkið er ekkert of þolinmótt í Þrándheimi þannig það lætur okkur alveg vita við hvert tækifæri að við erum ekki meistarar. Vonandi getum við þaggað niður í þeim bráðlega. Mótið er hálfnað og við erum að toppnum en það er löng leið að titlinum ennþá,“ sagði þjálfarinn.Ísland skilar alltaf að sér góðum leikmönnum Ingebrigtsen segist bera mikla virðingu fyrir íslenskum fótbolta. Hann hefur á löngum ferli komist í kynni við marga íslenska leikmenn og fylgist ágætlega með því sem hér er að gerast. „Ég hef séð marga leiki undanfarin ár og svo ég var í Viking áður þar sem ég þjálfaði 4-5 íslenska leikmenn. Ég veit að hér eru margir góðir leikmenn. Íslenskur fótbolti skilar alltaf af sér góðum, ungum leikmönnum,“ sagði Ingebrigtsen. „Maður sér bara hvað er að gerast hjá landsliðinu. Íslenskur fótbolti er á flugi. Vonandi heldur landsliðið ykkar bara áfram að fljúga hátt en við náum á móti að stöðva þetta flug aðeins með því að vinna KR,“ sagði Kåre Ingebrigtsen brosandi að lokum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti